Verratti var í ítalska liðinu sem varð Evrópumeistari síðasta sunnudag er þeir höfðu betur gegn Englandi í úrslitaleiknum.
Á fimmtudaginn var svo önnur ástæða fyrir Verratti til þess að fagna er hann giftist Jessicu Aidi.
Veislan fór fram á hinu stórglæsilega Hôtel de Crillon en meðal gesta í veislunni voru samherjar Verratti hjá PSG, Kylian Mbappe og Julian Draxler.
Franski boltinn hefst ekki fyrr en 8. ágúst svo Verratti á væntanlega inni smá frí eftir EM og giftinguna.