Lífið

Dýrið hlaut verð­laun í Cannes

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Hér má sjá Söru Nassim, framleiðanda, Valdimar Jóhannsson, leikstjóra, Hrönn Kristinsdóttur, framleiðanda og Eli Arenson, kvikmyndatökumann.
Hér má sjá Söru Nassim, framleiðanda, Valdimar Jóhannsson, leikstjóra, Hrönn Kristinsdóttur, framleiðanda og Eli Arenson, kvikmyndatökumann. Aðsend

Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.

Verðlaunin eru veitt fyrir frumlegustu kvikmyndina. En myndin segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndanum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi.

Hér má sjá Noomi Rapace í hlutverki sínu í kvikmyndinni Dýrið.Aðsend

Með aðalhlutverk í myndinni fer leikkonan Noomi Rapace sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem Lisbeth Salander í Millenium-þríleiknum. Rapace ólst upp á Íslandi en þetta er fyrsta hlutverk hennar á íslensku.

Þá fer Hilmir Snær Guðnason einnig með aðalhlutverk í myndinni.

Kvikmyndin var heimsfrumsýnd á Cannes hátíðinni við mikið lof erlendra fjölmiðla. Myndin verður frumsýnd hér á landi í september.

Klippa: Dýrið - kitla

Tengdar fréttir

Kann betur við Cannes í Co­vid

Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þessa dagana en kvikmyndin Lamb, eða Dýrið, sem Björn Hlynur fer með hlutverk í var frumsýnd á hátíðinni.

Dýrið hefur fengið nokkuð góðar viðtökur á Cannes

Dýrið, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, var frumsýnd á Un Certain Regard hluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í dag. Myndin hefur fengið nokkuð góða gagnrýni hingað til. Dýrið er sem stendur með einkunnina 6,7 á IMDB.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.