Íslenski boltinn

Ásta Eir: Það má segja að um galdra hafi verið að ræða í sigur­markinu

Andri Már Eggertsson skrifar
Ásta Eir var í skýjunum eftir leik.
Ásta Eir var í skýjunum eftir leik. Vísir/Bára Dröfn

Breiðablik sló út Val í ótrúlegum leik og eru komnar í úrslit Mjólkurbikarsins þar sem þær mæta Þrótti. Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði Breiðabliks var í skýjunum með ótrúlegar lokamínútur leiksins.

„Þær jöfnuðu í 3-3 eftir mistök af minni hálfu. Það er síðan erfitt að lýsa því sem gerðist í kjölfarið það mætti segja að um nokkurskonar galdra hafi verið um að ræða sem tryggði okkur sigurinn," sagði Ásta Eir hæstánægð eftir leik.

Þetta var ekki í fyrsta sinn í leiknum sem það komu tvö mörk á sama færibandinu heldur gerðist það líka í upphafi síðari hálfleik þegar Valskonur skoruðu andartaki eftir mark Blika

„Þetta voru bara tvö frábær lið sem vildu skora og upp úr því koma svona mörk. Mér fannst við vera betra liðið heilt yfir." 

„Valur herjaði aðeins á okkur rétt fyrir þriðja mark okkar en sköpuðu sér þó lítið af færum. Síðan var þetta mjög gott samspil hjá Taylor og Tiffany sem skilaði marki."

Það er mikil eltingaleikur milli Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn. Breiðablik hefur nú unnið Val í báðum leikjunum þetta sumarið en það telur lítið fyrir næstu átök.

„Það er bara gamla klisjan hjá okkur við tökum bara einn leik fyri í einu og sjáum hvað gerist," sagði Ásta Eir að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×