„Hollywood-morðinginn“ dæmdur til dauða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2021 07:53 Michael Gargiulo var sakfelldur eftir að Ashton Kutcher bar vitni fyrir dómi. Getty/Frederick M. Brown Maður sem myrti tvær konur, og fékk viðurnefnið Hollywood Ripper, í byrjun aldarinnar hefur verið dæmdur til dauða. Hann var sakfelldur fyrir morðin, og tilraun til morðs, árið 2019 en vegna faraldursins var uppkvaðningu refsingar frestað þar til nú. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma, sérstaklega vegna þess að fyrsta fórnarlamb Michaels Gargiulo, eða Hollywood Ripper, hún Ashley Ellerin hafði ætlað á stefnumóti með leikaranum Ashton Kutcher sama kvöld og hún var myrt. Kutcher bar síðar vitni fyrir dómi. Fréttastofa CNN greinir frá. Gargiulo heldur enn fram sakleysi sínu. Saksóknarar í málinu lýstu honum fyrir dómi sem sjarmerandi manni sem hafði lokkað konur í Los Angeles og þóst vera vinalegur nágranni eða einstaklega handlaginn, áður en hann braust inn á heimili þeirra og stakk þær til dauða með hníf. Larry Paul Fidler, hæstaréttardómari í Los Angeles, kvað upp dóminn í gær og neitaði beiðni Gargiulo um að hann fengi ný réttarhöld. Gargiulo var sakfelldur fyrir morðin á Ashley Ellerin, 22 ára, Mariu Bruno, 32 ára, og fyrir að hafa reynt að myrða hina 26 ára gömlu Michelle Murphy árið 2008. Málið vakti eins og áður segir mikla athygli vegna tengingar eins fórnarlambanna við leikarann Ashton Kutcher. Kutcher bar eftirminnilega vitni fyrir dómi og lýsti því þegar hann fór heim til Ellerin, kvöldið sem hún var myrt, til að athuga með hana en hún hafði ekki hitt hann á stefnumótinu, eins og planað var. Hann lýsti því að hann hafi hringt á lögregluna þegar hann áttaði sig á hvað hafði gerst. „Herra Kutcher leit inn um gluggann og sá það sem hann hélt að væri rauðvínsblettur á gólfinu,“ sagði Dan Akemon, saksóknari í réttarsal. „Nú teljum við hins vegar, og sönnunargögnin sýna það, að þetta var blóð og Ashley hafði þegar verið myrt.“ Gargiulo er talinn lengi hafa haft hugann við morð en hann hefur verið ákærður í Illinois fyrir morðið á 18 ára gamalli stúlku árið 1993. Hann er talinn hafa stungið hana ítrekað með eggvopni fyrir utan útidyrnar heima hjá henni. Gargiulo bíður þess nú að málið verði tekið fyrir dóm. Bandaríkin Tengdar fréttir „Hollywood-morðinginn“ sakfelldur fyrir morðin eftir að Kutcher bar vitni Michael Gargiulo, sem kallaður hefur verið "Hollywood-morðinginn“ í fjölmiðlum vestanhafs, var í dag fundinn sekur um morð á tveimur konum 15. ágúst 2019 23:47 Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Bar vitni gegn í réttarhaldinu yfir manninum sem er kallaður The Hollywood Ripper 29. maí 2019 23:32 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Málið vakti mikla athygli á sínum tíma, sérstaklega vegna þess að fyrsta fórnarlamb Michaels Gargiulo, eða Hollywood Ripper, hún Ashley Ellerin hafði ætlað á stefnumóti með leikaranum Ashton Kutcher sama kvöld og hún var myrt. Kutcher bar síðar vitni fyrir dómi. Fréttastofa CNN greinir frá. Gargiulo heldur enn fram sakleysi sínu. Saksóknarar í málinu lýstu honum fyrir dómi sem sjarmerandi manni sem hafði lokkað konur í Los Angeles og þóst vera vinalegur nágranni eða einstaklega handlaginn, áður en hann braust inn á heimili þeirra og stakk þær til dauða með hníf. Larry Paul Fidler, hæstaréttardómari í Los Angeles, kvað upp dóminn í gær og neitaði beiðni Gargiulo um að hann fengi ný réttarhöld. Gargiulo var sakfelldur fyrir morðin á Ashley Ellerin, 22 ára, Mariu Bruno, 32 ára, og fyrir að hafa reynt að myrða hina 26 ára gömlu Michelle Murphy árið 2008. Málið vakti eins og áður segir mikla athygli vegna tengingar eins fórnarlambanna við leikarann Ashton Kutcher. Kutcher bar eftirminnilega vitni fyrir dómi og lýsti því þegar hann fór heim til Ellerin, kvöldið sem hún var myrt, til að athuga með hana en hún hafði ekki hitt hann á stefnumótinu, eins og planað var. Hann lýsti því að hann hafi hringt á lögregluna þegar hann áttaði sig á hvað hafði gerst. „Herra Kutcher leit inn um gluggann og sá það sem hann hélt að væri rauðvínsblettur á gólfinu,“ sagði Dan Akemon, saksóknari í réttarsal. „Nú teljum við hins vegar, og sönnunargögnin sýna það, að þetta var blóð og Ashley hafði þegar verið myrt.“ Gargiulo er talinn lengi hafa haft hugann við morð en hann hefur verið ákærður í Illinois fyrir morðið á 18 ára gamalli stúlku árið 1993. Hann er talinn hafa stungið hana ítrekað með eggvopni fyrir utan útidyrnar heima hjá henni. Gargiulo bíður þess nú að málið verði tekið fyrir dóm.
Bandaríkin Tengdar fréttir „Hollywood-morðinginn“ sakfelldur fyrir morðin eftir að Kutcher bar vitni Michael Gargiulo, sem kallaður hefur verið "Hollywood-morðinginn“ í fjölmiðlum vestanhafs, var í dag fundinn sekur um morð á tveimur konum 15. ágúst 2019 23:47 Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Bar vitni gegn í réttarhaldinu yfir manninum sem er kallaður The Hollywood Ripper 29. maí 2019 23:32 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
„Hollywood-morðinginn“ sakfelldur fyrir morðin eftir að Kutcher bar vitni Michael Gargiulo, sem kallaður hefur verið "Hollywood-morðinginn“ í fjölmiðlum vestanhafs, var í dag fundinn sekur um morð á tveimur konum 15. ágúst 2019 23:47
Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Bar vitni gegn í réttarhaldinu yfir manninum sem er kallaður The Hollywood Ripper 29. maí 2019 23:32