Talsvert veikir í farsóttarhúsi þrátt fyrir bólusetningu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2021 12:49 Farsóttarhúsið er á Fosshótel Lind við Rauðarárstíg. Vísir/Vilhelm Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af sjö utan sóttkvíar. Mjög hefur fjölgað í farsóttarhúsi síðustu daga en á fjórða tug eru þar í einangrun vegna kórónuveirusmits. Forstöðumaður segir að fólkið sé talsvert veikt, þrátt fyrir bólusetningu. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum greindust einnig tólf á landamærum í gær. Ekki er enn vitað hversu margir af þeim sem greindust alls í gær eru bólusettir. Smitrakning stendur yfir en 340 eru nú í sóttkví og 97 í einangrun. Fram kemur í tilkynningu almannavarna að búast megi við að enn fleiri fari í sóttkví eftir daginn í dag. Þá hvetja almannavarnir alla sem finna fyrir minnstu einkennum að fara í sýnatöku, bæði bólusetta og óbólusetta. Um 170 dvelja nú á sóttkvíarhótelum Rauða krossins, sem Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður sóttvarnahúsa segir í minna lagi. „Á móti kemur er að það er að fjölga gífurlega hjá okkur í farsóttarhúsinu, þar erum við núna með yfir sextíu einstaklinga og þar af eru 36 í einangrun hjá okkur,“ segir Gylfi. Gylfi Þór Þórsteinsson, forstöðumaður sóttvarnahúsa Rauða krossins.Vísir/vilhelm Sérstaklega hafi gestum fjölgað í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg í gær og í fyrradag - og Gylfi gerir ráð fyrir að taka á móti fleirum í dag. Um helmingur þeirra sem eru í einangrun eru Íslendingar en hinn helmingurinn bólusettir ferðamenn sem greindust með veiruna í sýnatöku fyrir brottför. „Fólk er náttúrulega hingað komið til að ferðast og er að fara vítt og breitt um landið eða jafnvel að koma og hitta vini og ættingja,“ segir Gylfi. Ekki „skemmtileg“ einkenni Þá sé stór hópur þeirra sem eru í einangrun með talsverð einkenni, þrátt fyrir bólusetningu. Ekki hefur þó þurft að flytja neinn á sjúkrahús vegna alvarlegra veikinda. „Og þetta eru ekkert einkenni sem er skemmtilegt að hafa. Þessu virðist fylgja núna svona mikil og slæm hálsbólga, niðurgangur, mikill höfuðverkur, fólki er þungt fyrir brjóstinu, andardráttur kannski erfiður. Þetta eru þessi klassísku einkenni sem hafa verið að fylgja þessum vírus nánast frá upphafi. Og þau eru að koma fram hjá bólusettum líka, því miður.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur boðað að hann hyggist leggja til að aðgerðir verði hertar á landamærum. Hann hefur sagt að til greina komi að krefjast þess að fólk framvísi neikvæðu PCR-prófi við komu til landsins. Þórólfur segir í samskiptum við fréttastofu í morgun að hann hafi ekki skilað minnisblaðinu enn. „Ég get alveg sagt þér það strax að Þórólfur er miklu betur til þess fallinn en ég að segja hvað eigi að gera á landamærunum,“ segir Gylfi. „En miðað við mitt leikmannamat þá myndi ég halda að ef fólk þurfi að framvísa neikvæðu PCR-prófi við komu frá sínu heimalandi þá strax myndi það hjálpa mikið að halda veirunni utan landssteinanna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Tólf greindust með veiruna innanlands í gær Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim voru fimm í sóttkví en sjö utan sóttkvíar. 17. júlí 2021 10:54 Segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum Yfirlæknir ónæmisfræðideildar á Landspítalanum segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum vegna nýrrar stöðu í faraldri kórónuveirunnar hér á landi. Hann telur sterkar líkur á að fólk þurfi endurbólusetningu gegn nýjum afbrigðum á borð við hið bráðsmitandi delta afbrigði. 16. júlí 2021 19:30 „Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert. 16. júlí 2021 14:36 Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Sjá meira
Samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum greindust einnig tólf á landamærum í gær. Ekki er enn vitað hversu margir af þeim sem greindust alls í gær eru bólusettir. Smitrakning stendur yfir en 340 eru nú í sóttkví og 97 í einangrun. Fram kemur í tilkynningu almannavarna að búast megi við að enn fleiri fari í sóttkví eftir daginn í dag. Þá hvetja almannavarnir alla sem finna fyrir minnstu einkennum að fara í sýnatöku, bæði bólusetta og óbólusetta. Um 170 dvelja nú á sóttkvíarhótelum Rauða krossins, sem Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður sóttvarnahúsa segir í minna lagi. „Á móti kemur er að það er að fjölga gífurlega hjá okkur í farsóttarhúsinu, þar erum við núna með yfir sextíu einstaklinga og þar af eru 36 í einangrun hjá okkur,“ segir Gylfi. Gylfi Þór Þórsteinsson, forstöðumaður sóttvarnahúsa Rauða krossins.Vísir/vilhelm Sérstaklega hafi gestum fjölgað í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg í gær og í fyrradag - og Gylfi gerir ráð fyrir að taka á móti fleirum í dag. Um helmingur þeirra sem eru í einangrun eru Íslendingar en hinn helmingurinn bólusettir ferðamenn sem greindust með veiruna í sýnatöku fyrir brottför. „Fólk er náttúrulega hingað komið til að ferðast og er að fara vítt og breitt um landið eða jafnvel að koma og hitta vini og ættingja,“ segir Gylfi. Ekki „skemmtileg“ einkenni Þá sé stór hópur þeirra sem eru í einangrun með talsverð einkenni, þrátt fyrir bólusetningu. Ekki hefur þó þurft að flytja neinn á sjúkrahús vegna alvarlegra veikinda. „Og þetta eru ekkert einkenni sem er skemmtilegt að hafa. Þessu virðist fylgja núna svona mikil og slæm hálsbólga, niðurgangur, mikill höfuðverkur, fólki er þungt fyrir brjóstinu, andardráttur kannski erfiður. Þetta eru þessi klassísku einkenni sem hafa verið að fylgja þessum vírus nánast frá upphafi. Og þau eru að koma fram hjá bólusettum líka, því miður.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur boðað að hann hyggist leggja til að aðgerðir verði hertar á landamærum. Hann hefur sagt að til greina komi að krefjast þess að fólk framvísi neikvæðu PCR-prófi við komu til landsins. Þórólfur segir í samskiptum við fréttastofu í morgun að hann hafi ekki skilað minnisblaðinu enn. „Ég get alveg sagt þér það strax að Þórólfur er miklu betur til þess fallinn en ég að segja hvað eigi að gera á landamærunum,“ segir Gylfi. „En miðað við mitt leikmannamat þá myndi ég halda að ef fólk þurfi að framvísa neikvæðu PCR-prófi við komu frá sínu heimalandi þá strax myndi það hjálpa mikið að halda veirunni utan landssteinanna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Tólf greindust með veiruna innanlands í gær Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim voru fimm í sóttkví en sjö utan sóttkvíar. 17. júlí 2021 10:54 Segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum Yfirlæknir ónæmisfræðideildar á Landspítalanum segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum vegna nýrrar stöðu í faraldri kórónuveirunnar hér á landi. Hann telur sterkar líkur á að fólk þurfi endurbólusetningu gegn nýjum afbrigðum á borð við hið bráðsmitandi delta afbrigði. 16. júlí 2021 19:30 „Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert. 16. júlí 2021 14:36 Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Sjá meira
Tólf greindust með veiruna innanlands í gær Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim voru fimm í sóttkví en sjö utan sóttkvíar. 17. júlí 2021 10:54
Segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum Yfirlæknir ónæmisfræðideildar á Landspítalanum segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum vegna nýrrar stöðu í faraldri kórónuveirunnar hér á landi. Hann telur sterkar líkur á að fólk þurfi endurbólusetningu gegn nýjum afbrigðum á borð við hið bráðsmitandi delta afbrigði. 16. júlí 2021 19:30
„Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert. 16. júlí 2021 14:36