Tveir öryggisverðir á Wembley voru handteknir í gærmorgun grunaðir um að hafa hleypt æstum fótboltaáhugamönnum inn á völlinn án þess að þeir ættu miða á leikinn. Lögreglan segir að mennirnir tíu sem hún leitar hafi svör við spurningum sem brenni á lögreglunni. Fréttastofa Guardian greinir frá.
Úrslitaleikurinn fór fram í Lundúnum síðastliðinn sunnudag og var mikill æsingur meðal fótboltabulla. Hópur fótboltaaðdáenda brutu sér leið inn á Wembley áður en úrslitaleikurinn milli Englands og Ítalíu hófs. Miklar óeirðir tóku við eftir leikinn, ítalskir áhorfendur voru barðir og óorðum hreytt að þeim og tapsárir Englendingar réðust inn á ítalska veitingastaði og sneru þar öllu á hvolf
Seint á sunnudagskvöld tilkynnti lögreglan í Lundúnum að hún væri þegar farin að fara yfir margra klukkustunda efni úr eftirlitsmyndavélum og búkmyndavélum lögreglumanna við Wembley.
„Áfram verður unnið að því að bera kennsl á fólk sem talið er hafa brotið lög,“ sagði lögreglan í tilkynningu. „Rannsóknin er á frumstigi og frekari beiðnir og handtökur munu fylgja.“
Fimmtíu og einn var handtekinn í byrjun vikunnar í Lundúnum, þar á meðal 26 við Wembley leikvanginn.