Sjúklingur með Covid-19 lagður inn á Landspítala Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2021 18:04 Landspítali háskólasjúkrahús Fossvogi Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sjúklingur var lagður inn á Landspítala vegna Covid-19 í gær. Þetta er fyrsta innlögnin í nokkrar vikur, að sögn yfirmanns Covid-deildar. Hann telur að herða eigi aðgerðir á landamærum, til dæmis með skimun á Íslendingum. Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, allir utan sóttkvíar, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Sjö af níu voru bólusettir og um 400 eru nú í sóttkví. Sjö greindust á landamærum. 111 voru í eftirliti hjá Covid-göngudeild Landspítala síðdegis í dag, þar af átta börn, og reiknað með að bætist í hópinn í dag. Fyrsti Covid-sjúklingurinn í nokkrar vikur var lagður inn á Landspítala í gær; öldruð kona, fullbólusett. „Vegna slappleika og vökvaskorts, það er eitthvað sem er viðbúið en telst ekki mjög alvarlegt. Það má alveg búast við því að fólk þurfi að leggjast inn á spítala en það getur líka verið út af einhverju öðru en Covid-19 því þeir sem eru smitaðir núna þeir eru langflestir með mjög væg einkenni eða engin,“ segir Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala. Runólfur Pálsson er yfirmaður Covid-göngudeildar á Landspítala.Vísir/Sigurjón Smit undanfarna daga hafa teygt anga sína víða; mörg tengjast skemmtanalífinu og þá var báðum verslunum Nexus lokað í dag eftir að starfsmaður greindist með veiruna. Verið er að rekja smit gærdagsins. „Það bara er til marks um það að það eru smitaðir einstaklingar þarna úti, margir eru einkennalausir, þannig að þeir vita ekki einu sinni að þeir eru smitaðir og við getum ekki greint þá,“ segir Runólfur. „Ef ekki væri svo góð staða hvað snertir hlutfall bólusettra á Íslandi eins og raun ber vitni þá myndi þetta smit fara hér um eins og eldur í sinu.“ Mætti hugsanlega skima Íslendinga Runólfur reiknar ekki með því að stór bylgja sé í uppsiglingu. Hann bendir þó á að veiran hafi komið inn í landið með ferðamönnum og telur ráðlegt að grípa til aðgerða. Til dæmis væri skynsamlegt að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr PCR-prófi við komu til landsins. „En svo mætti hugsanlega skima hááhættuhópa sem koma frá hááhættusvæðum, til að mynda Íslendinga sem koma til landsins erlendis frá sem eru náttúrulega að koma beint inn í samfélagið.“ Mikilvægt sé að fólk haldi áfram persónubundnum sóttvarnaaðgerðum. „Fólk verður líka að hafa í huga að þó að það sé ungt og hraust og telji sig geta tekið við þessari veiru þá kallar þetta á einangrun og mögulegri sóttkví einstaklinga sem tengjast viðkomandi, þannig að það er best fyrir alla að komast hjá þessu,“ segir Runólfur. „Og ef til dæmis að fólk telur sig vera í umtalsverðri smithættu, miklu fjölmenni og svo framvægis, þá ætti fólk jafnvel að grípa til andlitsgríma aftur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, allir utan sóttkvíar, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Sjö af níu voru bólusettir og um 400 eru nú í sóttkví. Sjö greindust á landamærum. 111 voru í eftirliti hjá Covid-göngudeild Landspítala síðdegis í dag, þar af átta börn, og reiknað með að bætist í hópinn í dag. Fyrsti Covid-sjúklingurinn í nokkrar vikur var lagður inn á Landspítala í gær; öldruð kona, fullbólusett. „Vegna slappleika og vökvaskorts, það er eitthvað sem er viðbúið en telst ekki mjög alvarlegt. Það má alveg búast við því að fólk þurfi að leggjast inn á spítala en það getur líka verið út af einhverju öðru en Covid-19 því þeir sem eru smitaðir núna þeir eru langflestir með mjög væg einkenni eða engin,“ segir Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala. Runólfur Pálsson er yfirmaður Covid-göngudeildar á Landspítala.Vísir/Sigurjón Smit undanfarna daga hafa teygt anga sína víða; mörg tengjast skemmtanalífinu og þá var báðum verslunum Nexus lokað í dag eftir að starfsmaður greindist með veiruna. Verið er að rekja smit gærdagsins. „Það bara er til marks um það að það eru smitaðir einstaklingar þarna úti, margir eru einkennalausir, þannig að þeir vita ekki einu sinni að þeir eru smitaðir og við getum ekki greint þá,“ segir Runólfur. „Ef ekki væri svo góð staða hvað snertir hlutfall bólusettra á Íslandi eins og raun ber vitni þá myndi þetta smit fara hér um eins og eldur í sinu.“ Mætti hugsanlega skima Íslendinga Runólfur reiknar ekki með því að stór bylgja sé í uppsiglingu. Hann bendir þó á að veiran hafi komið inn í landið með ferðamönnum og telur ráðlegt að grípa til aðgerða. Til dæmis væri skynsamlegt að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr PCR-prófi við komu til landsins. „En svo mætti hugsanlega skima hááhættuhópa sem koma frá hááhættusvæðum, til að mynda Íslendinga sem koma til landsins erlendis frá sem eru náttúrulega að koma beint inn í samfélagið.“ Mikilvægt sé að fólk haldi áfram persónubundnum sóttvarnaaðgerðum. „Fólk verður líka að hafa í huga að þó að það sé ungt og hraust og telji sig geta tekið við þessari veiru þá kallar þetta á einangrun og mögulegri sóttkví einstaklinga sem tengjast viðkomandi, þannig að það er best fyrir alla að komast hjá þessu,“ segir Runólfur. „Og ef til dæmis að fólk telur sig vera í umtalsverðri smithættu, miklu fjölmenni og svo framvægis, þá ætti fólk jafnvel að grípa til andlitsgríma aftur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira