„Þýska á vart orð yfir þær hörmungar sem riðið hafa yfir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2021 20:10 Merkel heimsótti þorpið Schuld og virti fyrir sér eyðilegginguna. Christof Stache/AP Angela Merkel, kanslari Þýskalands, heimsótti í dag þýska þorpið Schuld, sem hefur orðið illa úti í flóðum sem riðið hafa yfir í landinu og víðar í vesturhluta Evrópu á síðustu dögum. Heildarfjöldi látinna er nú kominn yfir 180. Merkel fór um þorpið og skoðaði ónýtar byggingar og aðra innviði, og gekk um stræti þess, full af aur og ýmiskonar braki sem flóðin hafa hrifið með sér. Eftir heimsóknina sagðist Merkel hafa öðlast raunverulega sýn á það sem hún kallaði skuggalegt og fjarstæðukennt ástand. „Þetta er sláandi. Þýska á vart orð yfir þær hörmungar sem riðið hafa yfir,“ hefur AP-fréttaveitan eftir kanslaranum, sem sagði stjórnvöld ætla að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að svæðin sem flóðin hafa haft áhrif á geti rétt úr kútnum sem fyrst. Þá sagði hún að á miðvikudag stæði til að ríkisstjórn hennar myndi samþykkja að veita fé í neyðaraðstoð til handa íbúum svæðisins. Hún sagði Þýskalands blessunarlega hafa fjárhagslegt bolmagn til þess að bregðast við hörmungunum, sem margir þjóðarleiðtogar og sérfræðingar segja stafa af loftslagsbreytingum, þó það hafi ekki enn verið staðfest með óyggjandi hætti. „Þýskaland er sterkt land og við getum boðið þessum náttúruöflum birginn ef litið er til styttri tíma, en einnig til lengri tíma, með ákvörðunum sem taka aukið tillit til náttúrunnar og loftslagsins en við höfum gert á undanförnum árum. Það verður einnig nauðsynlegt,“ sagði Merkel. Frá Bad Muenstereifel í vesturhluta Þýskalands.Oliver Berg/dpa via AP Þýskaland Náttúruhamfarir Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Merkel fór um þorpið og skoðaði ónýtar byggingar og aðra innviði, og gekk um stræti þess, full af aur og ýmiskonar braki sem flóðin hafa hrifið með sér. Eftir heimsóknina sagðist Merkel hafa öðlast raunverulega sýn á það sem hún kallaði skuggalegt og fjarstæðukennt ástand. „Þetta er sláandi. Þýska á vart orð yfir þær hörmungar sem riðið hafa yfir,“ hefur AP-fréttaveitan eftir kanslaranum, sem sagði stjórnvöld ætla að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að svæðin sem flóðin hafa haft áhrif á geti rétt úr kútnum sem fyrst. Þá sagði hún að á miðvikudag stæði til að ríkisstjórn hennar myndi samþykkja að veita fé í neyðaraðstoð til handa íbúum svæðisins. Hún sagði Þýskalands blessunarlega hafa fjárhagslegt bolmagn til þess að bregðast við hörmungunum, sem margir þjóðarleiðtogar og sérfræðingar segja stafa af loftslagsbreytingum, þó það hafi ekki enn verið staðfest með óyggjandi hætti. „Þýskaland er sterkt land og við getum boðið þessum náttúruöflum birginn ef litið er til styttri tíma, en einnig til lengri tíma, með ákvörðunum sem taka aukið tillit til náttúrunnar og loftslagsins en við höfum gert á undanförnum árum. Það verður einnig nauðsynlegt,“ sagði Merkel. Frá Bad Muenstereifel í vesturhluta Þýskalands.Oliver Berg/dpa via AP
Þýskaland Náttúruhamfarir Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira