Fangelsi og jafnvel dauðadómur fyrir vörslu erlends afþreyingarefnis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2021 22:31 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er lítið gefinn fyrir menningarlega fjölbreytni. Pyeongyang Press Corps/Pool/Getty Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa varað ungt fólk í landinu við því að nota slanguryrði jafnaldra sinna frá Suður-Kóreu og hvetja ungdóminn raunar til að halda sig við „staðlað norðurkóreskt mál.“ Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þar kemur einnig fram að ungt fólk í landinu sé varað við því tileinka sér tískustrauma, hárgreiðslur og tónlist frá nágrönnunum í suðri. Viðleitni ríkisfjölmiðla til að skerpa á þessari stefnu stjórnvalda stafar af nýrri löggjöf sem ætlað er að má út hvers kyns vísi að suðurkóreskum menningaráhrifum í landinu. Brot á lögunum getur varðað þungum refsingum, fangelsisdómi eða jafnvel dauðarefsingu. Þannig hafa ríkisfjölmiðlar lagt áherslu á að norðurkóreskt mál, sem þeir kenna við höfuðborgina Pjongjang, sé æðra öðrum mállýskum. Því sé ungdóminum hollast að tileinka sér það og nota það rétt. Segir popptónlist djöfullegt krabbamein Ljóst er að Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, stendur stuggur af menningaráhrifum úr suðri og lítur á þau sem ógn við völd sín. Nýlega var haft eftir honum að K-Pop, kóresk popptónlist sem á uppruna sinn í Suður-Kóreu, væri „djöfullegt krabbamein,“ sem væri til þess fallið að spilla ungu fólkinu í Norður-Kóreu. Samkvæmt nýju lögunum getur hver sem er tekinn með mikið magn af afþreyingarefni frá Bandaríkjunum, Japan eða Suður-Kóreu átt yfir höfði sér dauðarefsingu. Þá er lögð 15 ára fangelsisrefsing við því að neyta slíkrar miðlunar. Þrátt fyrir þetta virðast utanaðkomandi menningaráhrif halda áfram að komast inn fyrir landamæri Norður-Kóreu, meðal annars með smyglarahópum. BBC hefur eftir norðurkóreumönnum sem flúð hafa til suðurs að afþreyingarefni frá Suður-Kóreu hafi spilað inn í ákvörðun þeirra um að flýja land. Suður-Kórea Norður-Kórea Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þar kemur einnig fram að ungt fólk í landinu sé varað við því tileinka sér tískustrauma, hárgreiðslur og tónlist frá nágrönnunum í suðri. Viðleitni ríkisfjölmiðla til að skerpa á þessari stefnu stjórnvalda stafar af nýrri löggjöf sem ætlað er að má út hvers kyns vísi að suðurkóreskum menningaráhrifum í landinu. Brot á lögunum getur varðað þungum refsingum, fangelsisdómi eða jafnvel dauðarefsingu. Þannig hafa ríkisfjölmiðlar lagt áherslu á að norðurkóreskt mál, sem þeir kenna við höfuðborgina Pjongjang, sé æðra öðrum mállýskum. Því sé ungdóminum hollast að tileinka sér það og nota það rétt. Segir popptónlist djöfullegt krabbamein Ljóst er að Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, stendur stuggur af menningaráhrifum úr suðri og lítur á þau sem ógn við völd sín. Nýlega var haft eftir honum að K-Pop, kóresk popptónlist sem á uppruna sinn í Suður-Kóreu, væri „djöfullegt krabbamein,“ sem væri til þess fallið að spilla ungu fólkinu í Norður-Kóreu. Samkvæmt nýju lögunum getur hver sem er tekinn með mikið magn af afþreyingarefni frá Bandaríkjunum, Japan eða Suður-Kóreu átt yfir höfði sér dauðarefsingu. Þá er lögð 15 ára fangelsisrefsing við því að neyta slíkrar miðlunar. Þrátt fyrir þetta virðast utanaðkomandi menningaráhrif halda áfram að komast inn fyrir landamæri Norður-Kóreu, meðal annars með smyglarahópum. BBC hefur eftir norðurkóreumönnum sem flúð hafa til suðurs að afþreyingarefni frá Suður-Kóreu hafi spilað inn í ákvörðun þeirra um að flýja land.
Suður-Kórea Norður-Kórea Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira