Diljá Sigurðardóttur var vísað upp úr lóninu á laugardaginn fyrir að vera ber að ofan. Það segist hún hafa gert síðastliðin fimm ár, í þeim tilgangi að gengisfella geirvörtur kvenna sem eitthvað sem hægt sé að nota gegn konum, t.d. í gegnum stafrænt kynferðisofbeldi.
Hún segir að það að geirvörtur kvenna séu álitnar kynferðislegar sé samfélagslegt fyrirbæri, ekki líffræðilegt.
Í yfirlýsingu frá Sky Lagoon segir að mikil umræða um reglur um sundfatnað hafi farið fram og ljóst sé að mjög skiptar skoðanir séu á málinu.
„Eftir að hafa skoðað málið betur komumst við að þeirri niðurstöðu að túlkun viðkomandi á skilmálum okkar átti rétt á sér. Við viljum því þakka henni fyrir að vekja athygli okkar á þessu,“ segir í yfirlýsingunni, sem Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon, setur nafn sitt við.
„Við viljum því þakka henni fyrir að vekja athygli okkar á þessu. Ekki verður gerður greinarmunur á kynjum um hvað séu fullnægjandi sundföt hjá Sky Lagoon.
Þar segir enn fremur að áhersla sé lögð á að taka vel á móti gestum og að öllum sé boðið í lónið með von um að upplifun gesta verði sem best.