Langar raðir og gestir tjaldsvæðisins í vandræðum með að finna sér mat Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. júlí 2021 20:17 Tómir kælar og hillur blöstu við gestum Gvendarkjara, sem opnaði um miðjan síðasta mánuð. vísir/aðsend Tjaldsvæðið á Kirkjubæjarklaustri er alveg að fyllast og virðist kominn upp hálfgerður vöruskortur á svæðinu vegna fjölda gesta þar. Mjög langar raðir mynduðust í verslunum svæðisins í dag þar sem lítið er eftir af fýsilegum matvælum. „Það er allt tómt. Ekki til kjöt, brauð, kartöflur eða neitt. Raðirnar í búðinni eru sirka fimmtíu manns og allir að leita sér að einhverju að borða á yfirfullum tjaldstæðum,“ segir gestur nokkur á svæðinu, sem tók meðfylgjandi myndir, í samtali við Vísi. Eitthvað álegg er eftir en brauðið er þó af skornum skammti.vísir/aðsend Starfsmaður tjaldsvæðisins segist einnig hafa orðið var við þetta vandamál. „Já, við höfum heyrt af því frá nokkrum gestum að þeir hafi átt erfitt með að finna sér mat,“ segir hann. Frá tjaldsvæðinu á Kirkjubæjarklaustri.vísir/vilhelm Á svæðinu eru bæði nýja búðin Gvendarkjör og sjoppan Skaftárskáli. Starfsmaður tjaldsvæðisins segir sama vandamál hafa verið uppi hjá báðum verslunum og að mjög langar raðir hafi myndast við þær báðar í dag. Hann segir að enn séu nokkur laus pláss á tjaldsvæðinu, sem sé þó í þann mund að fyllast. Liðin vika hafi verið sú annasamasta í ár. Ekki náðist í eigendur Gvendarkjara í kvöld en starfsmaður tjaldsvæðisins segir að ný vörusending hljóti að vera á leiðinni þangað. Lítið eftir af snakki og kexi, sem hlýtur að teljast vinsæll útileigumatur.vísir/aðsend Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Tjaldsvæði Verslun Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Farþegaflugvél hrapaði í Kasakastan Erlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira
„Það er allt tómt. Ekki til kjöt, brauð, kartöflur eða neitt. Raðirnar í búðinni eru sirka fimmtíu manns og allir að leita sér að einhverju að borða á yfirfullum tjaldstæðum,“ segir gestur nokkur á svæðinu, sem tók meðfylgjandi myndir, í samtali við Vísi. Eitthvað álegg er eftir en brauðið er þó af skornum skammti.vísir/aðsend Starfsmaður tjaldsvæðisins segist einnig hafa orðið var við þetta vandamál. „Já, við höfum heyrt af því frá nokkrum gestum að þeir hafi átt erfitt með að finna sér mat,“ segir hann. Frá tjaldsvæðinu á Kirkjubæjarklaustri.vísir/vilhelm Á svæðinu eru bæði nýja búðin Gvendarkjör og sjoppan Skaftárskáli. Starfsmaður tjaldsvæðisins segir sama vandamál hafa verið uppi hjá báðum verslunum og að mjög langar raðir hafi myndast við þær báðar í dag. Hann segir að enn séu nokkur laus pláss á tjaldsvæðinu, sem sé þó í þann mund að fyllast. Liðin vika hafi verið sú annasamasta í ár. Ekki náðist í eigendur Gvendarkjara í kvöld en starfsmaður tjaldsvæðisins segir að ný vörusending hljóti að vera á leiðinni þangað. Lítið eftir af snakki og kexi, sem hlýtur að teljast vinsæll útileigumatur.vísir/aðsend
Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Tjaldsvæði Verslun Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Farþegaflugvél hrapaði í Kasakastan Erlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira