Furðuskrif um strandveiðar Arthur Bogason skrifar 20. júlí 2021 08:00 Í Fréttablaðinu hinn 14. júlí sl birtist pistill Aðalheiðar Ámundardóttur, fréttastjóra blaðsins undir fyrirsögninni „Strandveiðar“. Ég hef frá árinu 1984 fylgst að ég tel sæmilega með umræðunni um málefni smábátaeigenda og sjávarútvegsins. Pistill Aðalheiðar slær öll met í rangfærslum og atvinnurógi á hendur þeim sem stunda smábátaútgerð (þ.m.t. strandveiðar) við Íslandsstrendur. Í einni hendingu dæmir hún elsta útgerðarform á Íslandi „fullkomna vitleysu“ og „úreltan atvinnurekstur“. Ég er engu að síður þakklátur skrifum hennar. Þau varpa skýru ljósi á þann þankagang og málflutning sem Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur glímt við og setið undir frá stofnun félagsins árið 1985. Margir smábátaeigendur hafa átt erfitt með að skilja hversu hægt málum miðar stundum fram. Aðalheiður gerir því LS stórgreiða með skrifum sínum. Þetta er umhverfið sem LS hefur unnið í sl áratugi. Þennan pistil Álfheiðar hefur LÍÚ/SFS þráð að birta til fjölda ára en skort til þess kjark. Eitt árið, á aðalfundi LÍÚ gerði einn ræðumanna það að tillögu sinni að smábátar landsins yrðu notaðir í áramótabrennurnar. Flutningsmaður fékk dynjandi lófatak úr salnum. Skrif Aðalheiðar er kvittun undir þessa tillögu. Það myndi æra óstöðugan að eltast við þvæluna í pistli Aðalheiðar. Sumt keyrir þó um þverbak. Ósvífnin gengur hvað lengst þar sem hún alhæfir að strandveiðimenn skaffi „ormétna þorsktitti“ á disk ferðamanna. Er hún til í að nefna dæmi þessu til sönnunar? Hafði hún fyrir því að tala við þá sem kaupa afla strandveiðimanna? Hafði hún fyrir því að kynna sér skýrslur sem gerðar hafa verið um strandveiðar, t.d. frá MAST (Matvælastofnun) árið 2017? Strandveiðikerfið var sett á laggirnar árið 2009, þannig að árið 2021 er þrettánda árið. Hafa þessir menn og konur verið fyrir einhverjum – og þá, hverjum? Er sá skammtur sem þeim er ætlaður (uþb 1/100 af þorskstofninum) of stór? Smábátaútgerðin stendur fyrir fjölmörgum þáttum sem önnur útgerð gerir ekki. Hún er uppeldisstöð sjósóknara framtíðarinnar, athvarf þeirra sem hverfa af stórskipunum en vilja halda sambandi sínu við hafið og von margra sem hafa átt undir högg að sækja í lífsins ólgusjó. Ég þekki mörg dæmi um allt framantalið. Að strandveiðar séu til þess að „upphefja karlmennskuna“ er ómerkilegt kjaftæði. Ég skora á Aðalheiði að fletta í gegnum heimasíðu Landssambands smábátaeigenda og finna þar eina einustu færslu sem höfðar er til þessarar fullyrðingar. Í heimi nútímans, þar sem allt byggist á arðsemiskröfum kann að vera að smábátaútgerðin passi illa inn í excelskjöl hagfræðinga Háskólans. Í því sambandi er vert að minnast þess að árið 1995 fékk LS Háskóla Íslands (Prófessor Ragnar Árnason) til að reikna út hagkvæmni/arðsemi/hagnað hinna ýmsu útgerðarflokka. Ragnar skrifaði undir skýrsluna og hafi Aðalheiður áhuga er sjálfsagt að birta mynd af þeirri síðu skýrslunnar. Þar höfðu smábátar vinninginn. Þau 10-11 þúsund tonn af þorski sem strandveiðimönnum er ætlað frá byrjun maí til ágústloka skapa uþb 700 störf til sjós auk afleiddra starfa í landi. Þeim tonnum er vel varið og óskandi að innan Alþingis skapist meirihluti til að sýna því skilning. Það er sorglegt að áróður stórútgerðarinnar hafi leitt til þess að ungt fólk, eins og Aðalheiður, trúi því að meinið í fiskveiðikerfinu sé smábátaútgerðiin. Höfundur er formaður Landssambands smábátaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu hinn 14. júlí sl birtist pistill Aðalheiðar Ámundardóttur, fréttastjóra blaðsins undir fyrirsögninni „Strandveiðar“. Ég hef frá árinu 1984 fylgst að ég tel sæmilega með umræðunni um málefni smábátaeigenda og sjávarútvegsins. Pistill Aðalheiðar slær öll met í rangfærslum og atvinnurógi á hendur þeim sem stunda smábátaútgerð (þ.m.t. strandveiðar) við Íslandsstrendur. Í einni hendingu dæmir hún elsta útgerðarform á Íslandi „fullkomna vitleysu“ og „úreltan atvinnurekstur“. Ég er engu að síður þakklátur skrifum hennar. Þau varpa skýru ljósi á þann þankagang og málflutning sem Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur glímt við og setið undir frá stofnun félagsins árið 1985. Margir smábátaeigendur hafa átt erfitt með að skilja hversu hægt málum miðar stundum fram. Aðalheiður gerir því LS stórgreiða með skrifum sínum. Þetta er umhverfið sem LS hefur unnið í sl áratugi. Þennan pistil Álfheiðar hefur LÍÚ/SFS þráð að birta til fjölda ára en skort til þess kjark. Eitt árið, á aðalfundi LÍÚ gerði einn ræðumanna það að tillögu sinni að smábátar landsins yrðu notaðir í áramótabrennurnar. Flutningsmaður fékk dynjandi lófatak úr salnum. Skrif Aðalheiðar er kvittun undir þessa tillögu. Það myndi æra óstöðugan að eltast við þvæluna í pistli Aðalheiðar. Sumt keyrir þó um þverbak. Ósvífnin gengur hvað lengst þar sem hún alhæfir að strandveiðimenn skaffi „ormétna þorsktitti“ á disk ferðamanna. Er hún til í að nefna dæmi þessu til sönnunar? Hafði hún fyrir því að tala við þá sem kaupa afla strandveiðimanna? Hafði hún fyrir því að kynna sér skýrslur sem gerðar hafa verið um strandveiðar, t.d. frá MAST (Matvælastofnun) árið 2017? Strandveiðikerfið var sett á laggirnar árið 2009, þannig að árið 2021 er þrettánda árið. Hafa þessir menn og konur verið fyrir einhverjum – og þá, hverjum? Er sá skammtur sem þeim er ætlaður (uþb 1/100 af þorskstofninum) of stór? Smábátaútgerðin stendur fyrir fjölmörgum þáttum sem önnur útgerð gerir ekki. Hún er uppeldisstöð sjósóknara framtíðarinnar, athvarf þeirra sem hverfa af stórskipunum en vilja halda sambandi sínu við hafið og von margra sem hafa átt undir högg að sækja í lífsins ólgusjó. Ég þekki mörg dæmi um allt framantalið. Að strandveiðar séu til þess að „upphefja karlmennskuna“ er ómerkilegt kjaftæði. Ég skora á Aðalheiði að fletta í gegnum heimasíðu Landssambands smábátaeigenda og finna þar eina einustu færslu sem höfðar er til þessarar fullyrðingar. Í heimi nútímans, þar sem allt byggist á arðsemiskröfum kann að vera að smábátaútgerðin passi illa inn í excelskjöl hagfræðinga Háskólans. Í því sambandi er vert að minnast þess að árið 1995 fékk LS Háskóla Íslands (Prófessor Ragnar Árnason) til að reikna út hagkvæmni/arðsemi/hagnað hinna ýmsu útgerðarflokka. Ragnar skrifaði undir skýrsluna og hafi Aðalheiður áhuga er sjálfsagt að birta mynd af þeirri síðu skýrslunnar. Þar höfðu smábátar vinninginn. Þau 10-11 þúsund tonn af þorski sem strandveiðimönnum er ætlað frá byrjun maí til ágústloka skapa uþb 700 störf til sjós auk afleiddra starfa í landi. Þeim tonnum er vel varið og óskandi að innan Alþingis skapist meirihluti til að sýna því skilning. Það er sorglegt að áróður stórútgerðarinnar hafi leitt til þess að ungt fólk, eins og Aðalheiður, trúi því að meinið í fiskveiðikerfinu sé smábátaútgerðiin. Höfundur er formaður Landssambands smábátaeigenda.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar