Harry leysir frá skjóðunni í sjálfsævisögu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. júlí 2021 16:47 Harry Bretaprins tilkynnti í gær að hann er að skrifa sjálfsævisögu. Visir/Getty Harry Bretaprins tilkynnti í gær að hann væri að skrifa sjálfsævisögu. Konungsfjölskyldan er sögð vera stressuð yfir því sem Harry kann að opinbera í bókinni sem er væntanleg í árslok 2022. „Ég er ekki að skrifa þetta sem prinsinn sem ég var þegar ég fæddist, heldur sem maðurinn sem ég er orðinn í dag,“ segir Harry í tilkynningu sinni. Í lýsingu á bókinni segir að hún muni innihalda reynslusögur, ævintýri, sorg og lexíur. Farið verður yfir æskuárin, fullorðinsárin og allt þar á milli, svo sem lífið innan veggja hallarinnar, árin í hernum og lífið sem eiginmaður og faðir. Samkvæmt heimildarmanni Us Weekly er konungsfjölskyldan á nálum yfir væntanlegri ævisögu Harrys og eru Bretaprinsarnir Karl og Vilhjálmur taldir vera sérstaklega stressaðir. Einlægt viðtal Opruh Winfrey við hjónin Harry og Meghan var afhjúpandi fyrir bresku konungsfjölskylduna og vakti fyrir vikið heimsathygli.Getty/Harpo Productions/Joe Pugliese Síðan Harry og eiginkona hans Meghan Markle komu fram í einlægu viðtali hjá spjallþáttadrottningunni Opruh Winfrey fyrr á árinu, hefur prinsinn ekki veigrað sér við að tala hreinskilnislega um konungsfjölskylduna. Þar deildu hjónin því meðal annars að breska konungsfjölskyldan hafi skapað svo rasískt andrúmsloft að Meghan hafi á tímabili verið í sjálfsvígshugleiðingum. Því kann konungsfjölskyldan að óttast hvaða leyndarmál koma upp á yfirborðið næst. Að sögn heimildarmanns hefur konungsfjölskyldan ekki fengið að lesa yfir neitt sem mun birtast í bókinni og veit því ekki hvers er að vænta. Feðgarnir Karl og Vilhjálmur eru taldir vera sérstaklega stressaðir yfir því hvað Harry kann að opinbera í sjálfsævisögu sinni.Getty/Chris Jackson Útgáfufyrirtækið Penguin Random House mun gefa ævisöguna út og mun allur hagnaður af bókinni renna til góðgerðamála. „Harry prins hefur tekið saman ótrúlega lífsreynslu sína sem prins, hermaður og talsmaður hinna ýmsu félagsmála. Hann hefur skipað sér sess sem heimsleiðtogi, þekktur fyrir hugrekki og hreinskilni. Þess vegna erum við full tilhlökkun að gefa út heiðarlega og áhrifaríka sögu hans,“ segir Markus Dohle, forstjóri útgáfufyrirtækisins. Prinsinn kveðst vera einstaklega þakklátur fyrir það að fá tækifæri til þess að deila því sem hann hefur lært í gegnum tíðina og segist hann hlakka til þess að fólk heyri sannleikann frá fyrstu hendi. „Ég vona að með því að segja mína sögu, sjái fólk að sama hvaðan við komum, eigum við meira sameiginlegt en fólk heldur.“ Kóngafólk Bretland Bókaútgáfa Harry og Meghan Tengdar fréttir Sakar Markle og Harry um „lygar á alheimsskala“ Piers Morgan heldur fast í þær fullyrðingar sínar að Meghan Markle og Harry Bretaprins hafi logið í viðtali við Opruh Winfrey á dögunum og segist njóta stuðnings verulegs meirihluta bresku þjóðarinnar. 6. apríl 2021 07:59 Bræðurnir hafi alltaf átt „flókið“ samband við föður sinn Karl Bretaprins á ekki hefðbundið fegðasamband við syni sína Vilhjálm og Harry. Þetta hefur People eftir heimildarmanni sínum sem er sagður þekkja vel til innan konungsfjölskyldunnar. Sambandið hafi alltaf verið flókið. 19. mars 2021 20:20 Álit Breta á Meghan og Harry aldrei verið verra Álit bresks almennings á hjónunum Meghan Markle og Harry prins hefur aldrei verið eins slæmt og núna eftir að umdeilt viðtal Opruh Winfrey við hjónin var sýnt. Viðtalið vakti heimsathygli þar sem þau greindu meðal annars frá því að fjölskyldumeðlimir Harry hafi lýst áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra áður en hann fæddist. 12. mars 2021 17:34 Meghan Markle: „Ég vildi ekki lifa lengur“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að breska konungsfjölskyldan hafi skapað svo rasískt andrúmsloft að hún hafi á tímabili verið í sjálfsvígshugleiðingum á meðan hún gekk með fyrsta barn og sitt og Harrys Bretaprins, Archie. 8. mars 2021 06:42 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Ég er ekki að skrifa þetta sem prinsinn sem ég var þegar ég fæddist, heldur sem maðurinn sem ég er orðinn í dag,“ segir Harry í tilkynningu sinni. Í lýsingu á bókinni segir að hún muni innihalda reynslusögur, ævintýri, sorg og lexíur. Farið verður yfir æskuárin, fullorðinsárin og allt þar á milli, svo sem lífið innan veggja hallarinnar, árin í hernum og lífið sem eiginmaður og faðir. Samkvæmt heimildarmanni Us Weekly er konungsfjölskyldan á nálum yfir væntanlegri ævisögu Harrys og eru Bretaprinsarnir Karl og Vilhjálmur taldir vera sérstaklega stressaðir. Einlægt viðtal Opruh Winfrey við hjónin Harry og Meghan var afhjúpandi fyrir bresku konungsfjölskylduna og vakti fyrir vikið heimsathygli.Getty/Harpo Productions/Joe Pugliese Síðan Harry og eiginkona hans Meghan Markle komu fram í einlægu viðtali hjá spjallþáttadrottningunni Opruh Winfrey fyrr á árinu, hefur prinsinn ekki veigrað sér við að tala hreinskilnislega um konungsfjölskylduna. Þar deildu hjónin því meðal annars að breska konungsfjölskyldan hafi skapað svo rasískt andrúmsloft að Meghan hafi á tímabili verið í sjálfsvígshugleiðingum. Því kann konungsfjölskyldan að óttast hvaða leyndarmál koma upp á yfirborðið næst. Að sögn heimildarmanns hefur konungsfjölskyldan ekki fengið að lesa yfir neitt sem mun birtast í bókinni og veit því ekki hvers er að vænta. Feðgarnir Karl og Vilhjálmur eru taldir vera sérstaklega stressaðir yfir því hvað Harry kann að opinbera í sjálfsævisögu sinni.Getty/Chris Jackson Útgáfufyrirtækið Penguin Random House mun gefa ævisöguna út og mun allur hagnaður af bókinni renna til góðgerðamála. „Harry prins hefur tekið saman ótrúlega lífsreynslu sína sem prins, hermaður og talsmaður hinna ýmsu félagsmála. Hann hefur skipað sér sess sem heimsleiðtogi, þekktur fyrir hugrekki og hreinskilni. Þess vegna erum við full tilhlökkun að gefa út heiðarlega og áhrifaríka sögu hans,“ segir Markus Dohle, forstjóri útgáfufyrirtækisins. Prinsinn kveðst vera einstaklega þakklátur fyrir það að fá tækifæri til þess að deila því sem hann hefur lært í gegnum tíðina og segist hann hlakka til þess að fólk heyri sannleikann frá fyrstu hendi. „Ég vona að með því að segja mína sögu, sjái fólk að sama hvaðan við komum, eigum við meira sameiginlegt en fólk heldur.“
Kóngafólk Bretland Bókaútgáfa Harry og Meghan Tengdar fréttir Sakar Markle og Harry um „lygar á alheimsskala“ Piers Morgan heldur fast í þær fullyrðingar sínar að Meghan Markle og Harry Bretaprins hafi logið í viðtali við Opruh Winfrey á dögunum og segist njóta stuðnings verulegs meirihluta bresku þjóðarinnar. 6. apríl 2021 07:59 Bræðurnir hafi alltaf átt „flókið“ samband við föður sinn Karl Bretaprins á ekki hefðbundið fegðasamband við syni sína Vilhjálm og Harry. Þetta hefur People eftir heimildarmanni sínum sem er sagður þekkja vel til innan konungsfjölskyldunnar. Sambandið hafi alltaf verið flókið. 19. mars 2021 20:20 Álit Breta á Meghan og Harry aldrei verið verra Álit bresks almennings á hjónunum Meghan Markle og Harry prins hefur aldrei verið eins slæmt og núna eftir að umdeilt viðtal Opruh Winfrey við hjónin var sýnt. Viðtalið vakti heimsathygli þar sem þau greindu meðal annars frá því að fjölskyldumeðlimir Harry hafi lýst áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra áður en hann fæddist. 12. mars 2021 17:34 Meghan Markle: „Ég vildi ekki lifa lengur“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að breska konungsfjölskyldan hafi skapað svo rasískt andrúmsloft að hún hafi á tímabili verið í sjálfsvígshugleiðingum á meðan hún gekk með fyrsta barn og sitt og Harrys Bretaprins, Archie. 8. mars 2021 06:42 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Sakar Markle og Harry um „lygar á alheimsskala“ Piers Morgan heldur fast í þær fullyrðingar sínar að Meghan Markle og Harry Bretaprins hafi logið í viðtali við Opruh Winfrey á dögunum og segist njóta stuðnings verulegs meirihluta bresku þjóðarinnar. 6. apríl 2021 07:59
Bræðurnir hafi alltaf átt „flókið“ samband við föður sinn Karl Bretaprins á ekki hefðbundið fegðasamband við syni sína Vilhjálm og Harry. Þetta hefur People eftir heimildarmanni sínum sem er sagður þekkja vel til innan konungsfjölskyldunnar. Sambandið hafi alltaf verið flókið. 19. mars 2021 20:20
Álit Breta á Meghan og Harry aldrei verið verra Álit bresks almennings á hjónunum Meghan Markle og Harry prins hefur aldrei verið eins slæmt og núna eftir að umdeilt viðtal Opruh Winfrey við hjónin var sýnt. Viðtalið vakti heimsathygli þar sem þau greindu meðal annars frá því að fjölskyldumeðlimir Harry hafi lýst áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra áður en hann fæddist. 12. mars 2021 17:34
Meghan Markle: „Ég vildi ekki lifa lengur“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að breska konungsfjölskyldan hafi skapað svo rasískt andrúmsloft að hún hafi á tímabili verið í sjálfsvígshugleiðingum á meðan hún gekk með fyrsta barn og sitt og Harrys Bretaprins, Archie. 8. mars 2021 06:42