Erlent

Allt á floti í miðhluta Kína

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þessi mynd er tekin í borginni Zhengzhou.
Þessi mynd er tekin í borginni Zhengzhou. AP/Chinatopix

Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti.

Talið er að minnst tólf hafi látist í flóðunum í borginni Zhengzhou. Yfirvöld í Henan-héraði, þar sem um 94 milljónir manns búa, hafa gefið út hæstu mögulegu veðurviðvörun vegna óvanalega mikillar rigningar.

Myndir á samfélagsmiðlum sýna hvernig heilu göturnar er á floti og eitt myndband virðist meðal annars sýna lestarvagn hálffullan af vatni. Talið er að rigningarmagnið í Zhengzhou síðustu þrjá daga jafnist á við það sem yfirleitt rignir á einu ári.

Fréttastofa Sky greinir frá því í dag hafi rigningin mælst 200 millimetrar á einum klukkutíma. Til samanburðar var rigningin sem orsakaði gríðarmikil flóð í Þýskalandi í síðustu viku vera 182 millimetrar yfir þrjá daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×