Flestir smitaðra tengjast Bankastræti club og EM-ferð til London Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2021 12:07 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann íhugar innanlandsaðgerðir en bindur vonir við að þær myndu standa stutt yfir. Flestir smituðu undanfarna daga tengjast skemmtistaðnum Bankastræti club og utanlandsferð til London. Ekki hafa fleiri greinst með veiruna síðan í október í fyrra. Af þeim sem greindust voru 43 fullbólusettir, tveir hálfbólusettir og þrjátíu og átta utan sóttkvíar. Yfir fimm hundruð eru í sóttkví og 223 í einangrun. Smit hafa komið upp víða; starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist með kórónuveiruna í gær og smit tveggja má rekja til listahátíðarinnar Lunga á Seyðisfirði um helgina, samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðunni. „Við sjáum líka á þessum niðurstöðum frá raðgreiningu hjá Íslenskri erfðagreiningu að þetta eru margar tegundir af delta-afbrigðinu sem segir að þetta hefur lekið ansi mikið gegnum landamærin,“ segir Þórólfur. Flestir smituðu með Janssen Enn sem komið er tengist flestir smituðum sem voru á skemmtistaðnum Bankastræti club og hóp sem fór til London í kringum úrslitaleik Evrópumóts karla í knattspyrnu. „Auk þess var einstaklingur lagður inn á Landspítalann í gær með öndunarerfiðleika og lungnabólgu, fullbólusettur, þannig að þetta er að raungerast þessar áhyggjur sem maður hafði.“ Þá hefur ekki tekist að ráða í mun á veikindum eftir því hvaða bóluefni smitaðir hafa fengið. „Hins vegar hafa flestir sem eru að veikjast núna fengið Janssen-bóluefnið en það segir kannski ekki allt og ekki hægt að draga víðtækar ályktanir af því því þetta er aldurshópur sem var bólusettur með Janssen hvort sem var. Svo er líka hugsanlegt að það sé ekki liðið nógu langt frá bólusetningunni til að full vernd hafi verið komin, það tekur þrjár, kannski fjórar vikur.“ Vonar að aðgerðir myndu standa stutt Þórólfur kveðst íhuga innanlandsaðgerðir en gefur ekki upp hvenær hann gæti lagt þær til. Því fyrr því betra þó. „Það eru líka að koma upplýsingar frá Ísrael um aukna tíðni smita og alvarlegra veikinda af völdum Delta-afbrigðisins hjá bólusettum þannig að þetta er óþægilegt og við gætum lent í því sama ef þetta heldur áfram eins og það hefur gert núna,“ segir Þórólfur. Hann á ekki von á hertari aðgerðum á landamærum en taka gildi á miðnætti 27. júlí, samkvæmt tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins í dag. „Ef verður farið í takmarkanir innanlands þá vonandi myndu þær standa tiltölulega stuttan tíma og hægt að aflétta tiltölulega fljótt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Ekki hafa fleiri greinst með veiruna síðan í október í fyrra. Af þeim sem greindust voru 43 fullbólusettir, tveir hálfbólusettir og þrjátíu og átta utan sóttkvíar. Yfir fimm hundruð eru í sóttkví og 223 í einangrun. Smit hafa komið upp víða; starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist með kórónuveiruna í gær og smit tveggja má rekja til listahátíðarinnar Lunga á Seyðisfirði um helgina, samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðunni. „Við sjáum líka á þessum niðurstöðum frá raðgreiningu hjá Íslenskri erfðagreiningu að þetta eru margar tegundir af delta-afbrigðinu sem segir að þetta hefur lekið ansi mikið gegnum landamærin,“ segir Þórólfur. Flestir smituðu með Janssen Enn sem komið er tengist flestir smituðum sem voru á skemmtistaðnum Bankastræti club og hóp sem fór til London í kringum úrslitaleik Evrópumóts karla í knattspyrnu. „Auk þess var einstaklingur lagður inn á Landspítalann í gær með öndunarerfiðleika og lungnabólgu, fullbólusettur, þannig að þetta er að raungerast þessar áhyggjur sem maður hafði.“ Þá hefur ekki tekist að ráða í mun á veikindum eftir því hvaða bóluefni smitaðir hafa fengið. „Hins vegar hafa flestir sem eru að veikjast núna fengið Janssen-bóluefnið en það segir kannski ekki allt og ekki hægt að draga víðtækar ályktanir af því því þetta er aldurshópur sem var bólusettur með Janssen hvort sem var. Svo er líka hugsanlegt að það sé ekki liðið nógu langt frá bólusetningunni til að full vernd hafi verið komin, það tekur þrjár, kannski fjórar vikur.“ Vonar að aðgerðir myndu standa stutt Þórólfur kveðst íhuga innanlandsaðgerðir en gefur ekki upp hvenær hann gæti lagt þær til. Því fyrr því betra þó. „Það eru líka að koma upplýsingar frá Ísrael um aukna tíðni smita og alvarlegra veikinda af völdum Delta-afbrigðisins hjá bólusettum þannig að þetta er óþægilegt og við gætum lent í því sama ef þetta heldur áfram eins og það hefur gert núna,“ segir Þórólfur. Hann á ekki von á hertari aðgerðum á landamærum en taka gildi á miðnætti 27. júlí, samkvæmt tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins í dag. „Ef verður farið í takmarkanir innanlands þá vonandi myndu þær standa tiltölulega stuttan tíma og hægt að aflétta tiltölulega fljótt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent