Kína vill ekki áframhaldandi rannsókn WHO á uppruna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2021 07:44 Frá sýningu um kórónuveiruna á Náttúruminjasafni Wuhan. Getty Kína hefur hafnað tillögu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um áframhaldandi rannsókn á uppruna kórónuveirunnar. Ein af tilgátum stofnunarinnar er sú að veiran hafi sloppið út af kínverskri tilraunarstofu en sú kenning hefur ekki fallið í kramið meðal kínverskra stjórnvalda. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, lagði til fyrr í þessum mánuði að rannsókn hennar á upprunar kórónuveirunnar færi upp á annað stig. Stofnunin hefur þegar sent teymi vísindamanna til Wuhan, þar sem fyrstu smitin greindust fyrir tæpum tveimur árum, en þeir gátu aðeins rannsakað málið í tvær vikur í það skiptið. Nú vill WHO senda teymi til Wuhan til að skoða markaði og rannsóknarstofur og hefur stofnunin kallað eftir því að kínversk stjórnvöld verði liðleg og tryggi algera gegnsæi við rannsóknina. Fréttastofa Reuters greinir frá. „Við munum ekki samþykkja svona upprunarakningar áætlun, sem að mörgu leyti hundsar almenna þekkingu og fer gegn vísindum,“ sagði Zeng Yixin, aðstoðarráðherra í heilbrigðisnefnd Kína. Hann segist hafa verið hissa þegar hann hafi lesið tillögu WHO. Þar hafi Kína verið sakað um að reglur um rannsóknarstofur hafi verið brotnar og orðið til þess að veiran hafi lekið út í samfélagið á meðan á rannsókn á henni stóð. Yfirmaður WHO sagði fyrr í þessum mánuði að rannsókn á uppruna kórónuveirufaraldursins í Kína væri strand vegna skorts á frumgögnum frá fyrstu dögum faraldursins í Kína. Kína hefur haldið því fram að ekki sé hægt að afhenda gögnin vegna viðkvæmra upplýsinga um fólkið sem þar er að finna. „Við vonum að WHO taki til greina tillögur kínverskra sérfræðinga og hugsi um rannsókn á uppruna veirunnar sem vísindalegt mál og skilji pólitíkina eftir,“ sagði Zeng. Eins og flestir muna greindist fyrsta Covid-19 smitið í borginni Wuhan í nóvember 2019. Talið er að veiran hafi borist í mannfólk frá dýrum sem voru til sölu á matarmarkaði í borginni. Margir, þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti, hafa velt upp þeirri spurningu hvort veiran hafi mögulega borist í dýrin eftir leka úr rannsóknarstofu í borginni. Kína hefur hins vegar harðneitað þeirri kenningu og hvatt WHO til að víkka sjóndeildarhringinn og rannsaka hvort uppruna veirunnar megi rekja til annarra landa. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kallar eftir auknu gagnsæi í rannsókn á uppruna veirunnar Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Xavier Becerra, hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) til þess að hafa næsta hluta rannsóknar á uppruna kórónuveirunnar gagnsærri en rannsóknin hefur hingað til verið. 25. maí 2021 23:40 Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. 29. mars 2021 09:08 Neita að afhenda frumgögn um fyrstu kórónuveirutilfellin Kínversk yfirvöld hafa neitað að afhenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, mikilvæg gögn um kórónuveirufaraldurinn. 13. febrúar 2021 23:29 Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9. febrúar 2021 21:21 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, lagði til fyrr í þessum mánuði að rannsókn hennar á upprunar kórónuveirunnar færi upp á annað stig. Stofnunin hefur þegar sent teymi vísindamanna til Wuhan, þar sem fyrstu smitin greindust fyrir tæpum tveimur árum, en þeir gátu aðeins rannsakað málið í tvær vikur í það skiptið. Nú vill WHO senda teymi til Wuhan til að skoða markaði og rannsóknarstofur og hefur stofnunin kallað eftir því að kínversk stjórnvöld verði liðleg og tryggi algera gegnsæi við rannsóknina. Fréttastofa Reuters greinir frá. „Við munum ekki samþykkja svona upprunarakningar áætlun, sem að mörgu leyti hundsar almenna þekkingu og fer gegn vísindum,“ sagði Zeng Yixin, aðstoðarráðherra í heilbrigðisnefnd Kína. Hann segist hafa verið hissa þegar hann hafi lesið tillögu WHO. Þar hafi Kína verið sakað um að reglur um rannsóknarstofur hafi verið brotnar og orðið til þess að veiran hafi lekið út í samfélagið á meðan á rannsókn á henni stóð. Yfirmaður WHO sagði fyrr í þessum mánuði að rannsókn á uppruna kórónuveirufaraldursins í Kína væri strand vegna skorts á frumgögnum frá fyrstu dögum faraldursins í Kína. Kína hefur haldið því fram að ekki sé hægt að afhenda gögnin vegna viðkvæmra upplýsinga um fólkið sem þar er að finna. „Við vonum að WHO taki til greina tillögur kínverskra sérfræðinga og hugsi um rannsókn á uppruna veirunnar sem vísindalegt mál og skilji pólitíkina eftir,“ sagði Zeng. Eins og flestir muna greindist fyrsta Covid-19 smitið í borginni Wuhan í nóvember 2019. Talið er að veiran hafi borist í mannfólk frá dýrum sem voru til sölu á matarmarkaði í borginni. Margir, þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti, hafa velt upp þeirri spurningu hvort veiran hafi mögulega borist í dýrin eftir leka úr rannsóknarstofu í borginni. Kína hefur hins vegar harðneitað þeirri kenningu og hvatt WHO til að víkka sjóndeildarhringinn og rannsaka hvort uppruna veirunnar megi rekja til annarra landa.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kallar eftir auknu gagnsæi í rannsókn á uppruna veirunnar Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Xavier Becerra, hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) til þess að hafa næsta hluta rannsóknar á uppruna kórónuveirunnar gagnsærri en rannsóknin hefur hingað til verið. 25. maí 2021 23:40 Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. 29. mars 2021 09:08 Neita að afhenda frumgögn um fyrstu kórónuveirutilfellin Kínversk yfirvöld hafa neitað að afhenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, mikilvæg gögn um kórónuveirufaraldurinn. 13. febrúar 2021 23:29 Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9. febrúar 2021 21:21 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Kallar eftir auknu gagnsæi í rannsókn á uppruna veirunnar Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Xavier Becerra, hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) til þess að hafa næsta hluta rannsóknar á uppruna kórónuveirunnar gagnsærri en rannsóknin hefur hingað til verið. 25. maí 2021 23:40
Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. 29. mars 2021 09:08
Neita að afhenda frumgögn um fyrstu kórónuveirutilfellin Kínversk yfirvöld hafa neitað að afhenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, mikilvæg gögn um kórónuveirufaraldurinn. 13. febrúar 2021 23:29
Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9. febrúar 2021 21:21
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent