Innlent

Upplýsingafundur verður haldinn klukkan ellefu í dag

Árni Sæberg skrifar
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason fara yfir stöðu mála klukkan ellefu í dag.
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason fara yfir stöðu mála klukkan ellefu í dag. Vísir/Villi

Líkt fram kom eftir síðasta upplýsingafund, þá boða almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis til upplýsingafundar klukkan 11:00 í dag, fimmtudaginn 22. júlí.

Á fundinum fara Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna yfir stöðu mála varðandi framgang Covid-19 faraldursins hér á landi síðastliðna daga. 

Í ljósi mikils fjölda þeirra sem smitast hafa síðustu daga er ærið tilefni til að upplýsa þjóðina um stöðu mála.

Hægt verður að fylgjast með upplýsingafundinum hér á Vísi í beinu streymi og textalýsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×