„Rétt að anda rólega og líta björtum augum fram á veginn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og skrifa 22. júlí 2021 17:10 Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans. Stöð 2 Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala, telur nokkurs konar „panik“ ástand ríkja eftir fregnir dagsins. Hann telur rétt að þjóðin andi rólega og minni sig á að hér sé þorri þjóðar bólusettur og að við séum vel í stakk búin til að takast á við fjórðu bylgju faraldursins. 78 tilfelli greindust innanlands í gær og tilkynnti Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi almannavarna að hann væri með tillögur að auknum takmörkunum á borðinu. Getum verið stolt af árangrinum Ragnar minnir á þá staðreynd að flest séum við bólusett og að bráðum verði fleiri bólusettir. Bólusetning hindri alvarlega sjúkdóma af völdum Covid-19 og dragi verulega úr dánartíðni. Þetta styður hann með breskri tölfræði. „Ég held að það sé rétt að anda rólega og líta björtum augum fram á veginn. Við erum yfir níutíu prósent bólusett sem dregur virkilega úr líkum á alvarlegum veikindum og dánartíðni. Við getum verið ofboðslega stolt af þessum árangri að hafa bólusett þorra þjóðar þegar þessi fjórða bylgja fer af stað,“ segir Ragnar Freyr í samtali við fréttastofu. Ástandið krítískt „Það er búið að vera svo mikið „panik“ í fjölmiðlum í dag þannig að mér fannst rétt að líta björtum augum fram á vegin þó að ástandið sé krítískt. Við höfum náð ótrúlegum árangri í bólusetningum þannig að við erum eins vel í stakk búin til að takast á við þessa fjórðu bylgju og hægt er að vera.“ Þá telur hann rökrétt að stjórnvöld blási til stórsóknar í heilbrigðismálum svo hægt sé að lifa með veirunni. „Ég held að frekar en að skerða frelsi okkar verulega þá ættu stjórnvöld að blása til stórsóknar í heilbrigðiskerfinu. Fleiri úrræði, hlusta á starfsmenn á gólfinu sem flestir hafa ótal hugmyndir um það hvernig betur megi fara með þennan sameiginlega sjóð okkar. Covid-19 göngudeildin er skínandi dæmi þess. Hún er hugmynd okkar sem vorum á gólfinu og hefur skilað árangri. Við ættum að blása til stórsóknar til að styðja við heilbrigðiskerfið svo að við getum lifað með sjúkdómnum.“ Inntur eftir því hvort ekki sé ráðlegt að herða tökin innanlands í ljósi stöðunnar segir hann að þar sem aðgerðir hafi ekki verið kynntar sé réttast að tjá sig ekki frekar um það. „Þórólfur, Alma og Víðir hafa ekki svikið okkur hingað til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Annar stór dagur í sýnatöku Stór dagur hefur verið í Covid-sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og stefnir í að hann verði sambærilegur gærdeginum þegar tekin voru sýni hjá um þrjú þúsund einstaklingum. Hefur fjöldinn ekki verið meiri frá því um miðjan apríl. 22. júlí 2021 15:52 „Öll alveg ógeðslega fúl og pirruð yfir þessu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ekkert annað í stöðunni en að þjóðin taki höndum saman og takist á við nýjar sóttvarnaaðgerðir. 22. júlí 2021 13:36 „Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. 22. júlí 2021 13:30 Leggur til takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira
78 tilfelli greindust innanlands í gær og tilkynnti Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi almannavarna að hann væri með tillögur að auknum takmörkunum á borðinu. Getum verið stolt af árangrinum Ragnar minnir á þá staðreynd að flest séum við bólusett og að bráðum verði fleiri bólusettir. Bólusetning hindri alvarlega sjúkdóma af völdum Covid-19 og dragi verulega úr dánartíðni. Þetta styður hann með breskri tölfræði. „Ég held að það sé rétt að anda rólega og líta björtum augum fram á veginn. Við erum yfir níutíu prósent bólusett sem dregur virkilega úr líkum á alvarlegum veikindum og dánartíðni. Við getum verið ofboðslega stolt af þessum árangri að hafa bólusett þorra þjóðar þegar þessi fjórða bylgja fer af stað,“ segir Ragnar Freyr í samtali við fréttastofu. Ástandið krítískt „Það er búið að vera svo mikið „panik“ í fjölmiðlum í dag þannig að mér fannst rétt að líta björtum augum fram á vegin þó að ástandið sé krítískt. Við höfum náð ótrúlegum árangri í bólusetningum þannig að við erum eins vel í stakk búin til að takast á við þessa fjórðu bylgju og hægt er að vera.“ Þá telur hann rökrétt að stjórnvöld blási til stórsóknar í heilbrigðismálum svo hægt sé að lifa með veirunni. „Ég held að frekar en að skerða frelsi okkar verulega þá ættu stjórnvöld að blása til stórsóknar í heilbrigðiskerfinu. Fleiri úrræði, hlusta á starfsmenn á gólfinu sem flestir hafa ótal hugmyndir um það hvernig betur megi fara með þennan sameiginlega sjóð okkar. Covid-19 göngudeildin er skínandi dæmi þess. Hún er hugmynd okkar sem vorum á gólfinu og hefur skilað árangri. Við ættum að blása til stórsóknar til að styðja við heilbrigðiskerfið svo að við getum lifað með sjúkdómnum.“ Inntur eftir því hvort ekki sé ráðlegt að herða tökin innanlands í ljósi stöðunnar segir hann að þar sem aðgerðir hafi ekki verið kynntar sé réttast að tjá sig ekki frekar um það. „Þórólfur, Alma og Víðir hafa ekki svikið okkur hingað til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Annar stór dagur í sýnatöku Stór dagur hefur verið í Covid-sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og stefnir í að hann verði sambærilegur gærdeginum þegar tekin voru sýni hjá um þrjú þúsund einstaklingum. Hefur fjöldinn ekki verið meiri frá því um miðjan apríl. 22. júlí 2021 15:52 „Öll alveg ógeðslega fúl og pirruð yfir þessu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ekkert annað í stöðunni en að þjóðin taki höndum saman og takist á við nýjar sóttvarnaaðgerðir. 22. júlí 2021 13:36 „Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. 22. júlí 2021 13:30 Leggur til takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira
Annar stór dagur í sýnatöku Stór dagur hefur verið í Covid-sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og stefnir í að hann verði sambærilegur gærdeginum þegar tekin voru sýni hjá um þrjú þúsund einstaklingum. Hefur fjöldinn ekki verið meiri frá því um miðjan apríl. 22. júlí 2021 15:52
„Öll alveg ógeðslega fúl og pirruð yfir þessu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ekkert annað í stöðunni en að þjóðin taki höndum saman og takist á við nýjar sóttvarnaaðgerðir. 22. júlí 2021 13:36
„Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. 22. júlí 2021 13:30
Leggur til takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14