„Það verður gaman að berjast á hinum enda töflunnar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júlí 2021 19:31 Guðrún Arnardóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við sænska liðið Rosengård. Mynd/Skjáskot Guðrún Arnardóttir mun fylla skarð Glódísar Perlu Viggósdóttir hjá Rosengård, en hún skrifaði undir tveggja ára samning við sænska félagið í dag. „Þetta gerðist allt frekar hratt,“ sagði Guðrún í samtali við Helenu Ólafsdóttir í dag. „Ég heyrði bara af áhuganum fyrir þrem viku eða svo og ég var náttúrulega samningsbundin Djurgården út tímabilið þannig að þeir þurftu að komast að samkomulagi um að leyfa mér að fara.“ Guðrún er að fara frá liði sem situr í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og yfir í lið sem itur á toppi deildarinnar. Hún segir að markmið Rosengård sé að vinna deildina. „Það er auðvitað markmiðið hjá klúbbnum og ég vona að ég geti hjálpað til við að ná því markmiði. Það verður gaman að prófa það, maður er búin að vera í botnbaráttunni síðan maður kom til Svíþjóðar þannig að það verður gaman að prófa að vera á hinum enda töflunnar. Vonandi náum við að taka bikarinn.“ Eins og áður segir er Guðrún að fylla í skarð Glódísar Perlu sem á dögunum samdi við Þýskalandsmeistara Bayern München. Hún segir að þrátt fyrir að Rosengård hafi misst þrjá leikmenn sé liðið virkilega sterkt. „Auðvitað er pressa, en ég er að koma inn í rosalega sterkt lið þó að þær hafi misst Glódísi og tvo aðra leikmenn núna. En að sama skapi hafa þær líka fengið fleiri nýja inn þannig að það verður rosaleg samkeppni.“ „Ég verð bara að fókusa á að standa mig vel og koma mér inn í liðið.“ Guðrún hefur nú spilað í Svíþjóð í tvö og hálft ár. Hún segir að deildin úti í Svíþjóð sé mjög jöfn og að þar liggi munurinn á sænska og íslenska boltanum. „Deildin úti er náttúrulega rosalega jöfn, og hefur einhvernvegin alltaf verið. Þó að kannski seinustu tvö ár hafi það veri Rosengård og Häkken þarna á toppnum þá geta öll lið tekið stig af hvort öðru. Það gerir deildina svo skemmtilega, að allir leikir eru alvöru leikir, sama hvort þú ert að mæta botnliðinu eða toppliðinu.“ Viðtalið við Guðrúnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Guðrún Arnardóttir Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Sænski boltinn Tengdar fréttir Guðrún fyllir skarð Glódísar hjá Rosengård Guðrún Arnardóttir hefur samið við Rosengård. Hún kemur til liðsins frá Djurgården. 22. júlí 2021 09:21 Glódís Perla semur við Þýskalandsmeistara Bayern Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur samið við Þýskalandsmeistara Bayern München. Skrifar hún undir samning til ársins 2024. 9. júlí 2021 11:09 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
„Þetta gerðist allt frekar hratt,“ sagði Guðrún í samtali við Helenu Ólafsdóttir í dag. „Ég heyrði bara af áhuganum fyrir þrem viku eða svo og ég var náttúrulega samningsbundin Djurgården út tímabilið þannig að þeir þurftu að komast að samkomulagi um að leyfa mér að fara.“ Guðrún er að fara frá liði sem situr í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og yfir í lið sem itur á toppi deildarinnar. Hún segir að markmið Rosengård sé að vinna deildina. „Það er auðvitað markmiðið hjá klúbbnum og ég vona að ég geti hjálpað til við að ná því markmiði. Það verður gaman að prófa það, maður er búin að vera í botnbaráttunni síðan maður kom til Svíþjóðar þannig að það verður gaman að prófa að vera á hinum enda töflunnar. Vonandi náum við að taka bikarinn.“ Eins og áður segir er Guðrún að fylla í skarð Glódísar Perlu sem á dögunum samdi við Þýskalandsmeistara Bayern München. Hún segir að þrátt fyrir að Rosengård hafi misst þrjá leikmenn sé liðið virkilega sterkt. „Auðvitað er pressa, en ég er að koma inn í rosalega sterkt lið þó að þær hafi misst Glódísi og tvo aðra leikmenn núna. En að sama skapi hafa þær líka fengið fleiri nýja inn þannig að það verður rosaleg samkeppni.“ „Ég verð bara að fókusa á að standa mig vel og koma mér inn í liðið.“ Guðrún hefur nú spilað í Svíþjóð í tvö og hálft ár. Hún segir að deildin úti í Svíþjóð sé mjög jöfn og að þar liggi munurinn á sænska og íslenska boltanum. „Deildin úti er náttúrulega rosalega jöfn, og hefur einhvernvegin alltaf verið. Þó að kannski seinustu tvö ár hafi það veri Rosengård og Häkken þarna á toppnum þá geta öll lið tekið stig af hvort öðru. Það gerir deildina svo skemmtilega, að allir leikir eru alvöru leikir, sama hvort þú ert að mæta botnliðinu eða toppliðinu.“ Viðtalið við Guðrúnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Guðrún Arnardóttir Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Guðrún fyllir skarð Glódísar hjá Rosengård Guðrún Arnardóttir hefur samið við Rosengård. Hún kemur til liðsins frá Djurgården. 22. júlí 2021 09:21 Glódís Perla semur við Þýskalandsmeistara Bayern Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur samið við Þýskalandsmeistara Bayern München. Skrifar hún undir samning til ársins 2024. 9. júlí 2021 11:09 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Guðrún fyllir skarð Glódísar hjá Rosengård Guðrún Arnardóttir hefur samið við Rosengård. Hún kemur til liðsins frá Djurgården. 22. júlí 2021 09:21
Glódís Perla semur við Þýskalandsmeistara Bayern Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur samið við Þýskalandsmeistara Bayern München. Skrifar hún undir samning til ársins 2024. 9. júlí 2021 11:09