Hægt verður að fylgjast með viðtölum við ráðherra í beinni útsendingu á Vísi strax að loknum fundi og í textalýsingu hér fyrir neðan. Nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis er til umræðu á ríkisstjórnarfundinum sem fram fer á Hótel Valaskjálf.
Þórólfur hefur gefið út að hann leggi til að sóttvarnatakmarkanir verði teknar upp innanlands á ný til að bregðast við varhugaverðri þróun faraldursins síðustu daga.
Einnig verður hægt að fylgjast með útsendingunni á Stöð 2 Vísi á myndlyklum Vodafone og Símans.