Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júlí 2021 21:59 Borgarfjörður eystri þar sem Bræðslan fer nú fram. Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. Þannig hefur aðaltónleikunum á Bræðslunni á Borgarfirði eystri á morgun verið flýtt um klukkutíma, væntanlega svo að þeir rúmist innan tvö hundruð manna samkomutakmarkana sem taka gildi á miðnætti annað kvöld. Þá mun FM Belfast ekki vera með DJ-set í Fjarðarborg eftir Bræðsluna eins og til stóð en DJ-partýið hefur verið fært fram um einn sólarhing, og fer það því fram í kvöld. Vekja aðstandendur Bræðslunnar einnig athygli á því að tjaldsvæðið á Borgarfirði eystri muni ekki taka við fleiri gestum vegna yfirvofandi samkomutakmarkana. Steinþór Helgi Arnsteinsson, sumarvagnstjóri á Vagninum á Flateyri hvetur einnig alla til þess að nýta tækifærið og skella sér vestur á „síðasta djammið“ eins og hann orðar það, framundan sé rave á Vagninum. SÍÐASTA DJAMMIÐ! GÖNNIÐ Á FLATEYRI. RAVE Í NÓTT! pic.twitter.com/NdSIelZ1tC— Steinþór Helgi (@StationHelgi) July 23, 2021 Eins og fram hefur komið skoða Vestmannaeyingar nú hvort mögulegt sé að seinka Þjóðhátíð um nokkrar vikur. Hún átti að fara fram um Verslunarmannahelgina en formaður Þjóðhátíðarnefndar segir að erfitt verði að halda hátíðina þá vegna þeirra samkomutakmarkana sem taka gildi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjar, tekur undir þessar vangaveltur á Facebook í stöðuuppfærslu undir yfirskriftinni „Döpur, svekkt og pirruð!“ Þar spyr hún hvort ekki sé borðleggjandi að fresta Þjóðhátið í stað þess að slá hana af, enda gilda samkomutakmarkanir sem nú eru að taka gildi til 13. ágúst. Skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri hafa hins vegar tekið þá ákvörðun að aflýsa hátíðinni annað árið í röð, segja Akureyringar að ekki sé ráðlagt að stefna þúsundum manna saman miðað við uppgang Covid-19 á undanförnum dögum. Skipuleggjendur Druslugöngunnar taka í svipaðan streng en hún átti að fara fram á morgun klukkan tvö. Engar takmarkanir gilda því um hana en skipuleggjendur segja í uppfærslu á Facebook að þeir hafi tekið þá ákvörðun að fresta hátíðinni um óákveðinn tíma. „Þrátt fyrir að takmarkanirnar taki ekki gildi fyrr en annað kvöld finnst okkur mikilvægt að fylgja fyrirmælum stjórnvalda og sýna þá samfélagslegu ábyrgð að gera það sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir áframhaldandi útbreiðslu smita.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bræðslan Þjóðhátíð í Eyjum Druslugangan Tengdar fréttir Einni með öllu á Akureyri aflýst Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann. 23. júlí 2021 20:15 Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. 23. júlí 2021 20:02 Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31 Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Sjá meira
Þannig hefur aðaltónleikunum á Bræðslunni á Borgarfirði eystri á morgun verið flýtt um klukkutíma, væntanlega svo að þeir rúmist innan tvö hundruð manna samkomutakmarkana sem taka gildi á miðnætti annað kvöld. Þá mun FM Belfast ekki vera með DJ-set í Fjarðarborg eftir Bræðsluna eins og til stóð en DJ-partýið hefur verið fært fram um einn sólarhing, og fer það því fram í kvöld. Vekja aðstandendur Bræðslunnar einnig athygli á því að tjaldsvæðið á Borgarfirði eystri muni ekki taka við fleiri gestum vegna yfirvofandi samkomutakmarkana. Steinþór Helgi Arnsteinsson, sumarvagnstjóri á Vagninum á Flateyri hvetur einnig alla til þess að nýta tækifærið og skella sér vestur á „síðasta djammið“ eins og hann orðar það, framundan sé rave á Vagninum. SÍÐASTA DJAMMIÐ! GÖNNIÐ Á FLATEYRI. RAVE Í NÓTT! pic.twitter.com/NdSIelZ1tC— Steinþór Helgi (@StationHelgi) July 23, 2021 Eins og fram hefur komið skoða Vestmannaeyingar nú hvort mögulegt sé að seinka Þjóðhátíð um nokkrar vikur. Hún átti að fara fram um Verslunarmannahelgina en formaður Þjóðhátíðarnefndar segir að erfitt verði að halda hátíðina þá vegna þeirra samkomutakmarkana sem taka gildi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjar, tekur undir þessar vangaveltur á Facebook í stöðuuppfærslu undir yfirskriftinni „Döpur, svekkt og pirruð!“ Þar spyr hún hvort ekki sé borðleggjandi að fresta Þjóðhátið í stað þess að slá hana af, enda gilda samkomutakmarkanir sem nú eru að taka gildi til 13. ágúst. Skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri hafa hins vegar tekið þá ákvörðun að aflýsa hátíðinni annað árið í röð, segja Akureyringar að ekki sé ráðlagt að stefna þúsundum manna saman miðað við uppgang Covid-19 á undanförnum dögum. Skipuleggjendur Druslugöngunnar taka í svipaðan streng en hún átti að fara fram á morgun klukkan tvö. Engar takmarkanir gilda því um hana en skipuleggjendur segja í uppfærslu á Facebook að þeir hafi tekið þá ákvörðun að fresta hátíðinni um óákveðinn tíma. „Þrátt fyrir að takmarkanirnar taki ekki gildi fyrr en annað kvöld finnst okkur mikilvægt að fylgja fyrirmælum stjórnvalda og sýna þá samfélagslegu ábyrgð að gera það sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir áframhaldandi útbreiðslu smita.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bræðslan Þjóðhátíð í Eyjum Druslugangan Tengdar fréttir Einni með öllu á Akureyri aflýst Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann. 23. júlí 2021 20:15 Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. 23. júlí 2021 20:02 Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31 Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Sjá meira
Einni með öllu á Akureyri aflýst Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann. 23. júlí 2021 20:15
Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. 23. júlí 2021 20:02
Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31
Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05