Svíþjóð í 8-liða úrslit og önnur markasúpa hjá Sambíu Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 11:00 Þær sænsku tryggðu farseðilinn í 8-liða úrslit eftir sterkan endurkomusigur. Francois Nel/Getty Images Þremur leikjum er lokið í fótboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í dag. Svíþjóð fylgdi sigri sínum á Bandaríkjunum eftir með því að vinna Ástralíu og átta mörk voru skoruð í leik Sambíu gegn Kína. Þrír riðlar eru á mótinu þar sem tvö efstu lið hvers riðils fara í 8-liða úrslit auk tveggja sem ná bestum árangri í þriðja sæti. Fyrsti leikur dagsins var milli Síle og Kanada í E-riðli. Þar skoraði Janine Beckie tvö mörk fyrir þær kanadísku í 2-1 sigri en Karen Araya minnkaði muninn fyrir Síle úr vítaspyrnu á 57. mínútu. Kanada er eftir sigurinn á toppi riðilsins með fjögur stig, eftir jafntefli við Japan í fyrsta leik. Síle er hins vegar án stiga eftir tap fyrir liði Bretlands. Bretland og Japan mætast í leik sem hófst klukkan 10:30. Fyrst til að skora þrennu tvo leiki í röð Í F-riðli áttust við Kína og Sambía. Bæði lið höfðu hlotið afhroð í fyrsta leik; Kína 5-0 fyrir Brasilíu og Sambía 10-3 fyrir Hollandi. Þær kínversku byrjuðu betur þar sem Shuang Wang var komin með þrennu eftir aðeins 23 mínútna leik, en Racheal Kundananji hafði jafnað 1-1 á 15. mínútu áður en tvö mörk Wang komu Kína 3-1 yfir. 21-year-old Barbra Banda has scored back-to-back hat-tricks in Zambia's first-ever matches at the Olympic Games No other women's player has EVER scored two hat-tricks at one Olympics pic.twitter.com/MVv4gdkq5T— Goal (@goal) July 24, 2021 Barbra Banda, sem skoraði þrennu í tapi Sambíu fyrir Hollandi, minnkaði muninn í 3-2 úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé og bætti við mörkum á 46. og 69. mínútu til að koma Sambíu yfir. Shuang Wang var þó ekki hætt og skoraði fjórða sitt fyrir Kína á 83. mínútu. Þar við sat og 4-4 úrslit leiksins. Banda varð fyrsti leikmaður í sögu Ólympíuleikanna til að skora þrennu tvo leiki í röð en alls hefur 21 mark verið skorað í fyrstu tveimur leikjum Sambíu á mótinu. Stórleikur Hollands og Brasilíu í riðlinum hefst klukkan 11:00. Þær sænsku komu til baka Í G-riðli mættust Svíþjóð og Ástralía sem bæði höfðu fagnað sigri í fyrsta leik sínum. Svíþjóð vann gríðarsterkan 3-0 sigur á heimsmeisturum Bandaríkjanna á meðan Ástralía vann 2-1 í grannaslag gegn Nýja-Sjálandi. Fridolina Rolfö, sem er nýgengin í raðir Spánarmeistara Barcelona, kom Svíum yfir á 20. mínútu leiksins. Stórstjarnan Sam Kerr, sem skoraði 21 mark í 22 leikjum fyrir Englandsmeistara Chelsea á nýliðinni leiktíð, jafnaði hins vegar á 36. mínútu áður en hún kom Ástralíu yfir á þriðju mínútu síðari hálfleiks. Klara för kvartsfinal 4-2 | #SWEAUS | #Tokyo2020 pic.twitter.com/3Y69vjnI1B— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) July 24, 2021 Aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Lina Hurtig, leikmaður Juventus, fyrir Svía og Rolfö kom Svíum í forystu í annað sinn í leiknum á 63. mínútu. Markamaskínan Stina Blackstenius, sem er markahæst í sænsku úrvalsdeildinni, innsiglaði þá 4-2 sigur Svíþjóðar á 81. mínútu. 4-2 sigur þeirra sænsku þýðir að þær hafa tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum mótsins. Klukkan 11:30 hefst leikur Bandaríkjanna og Nýja-Sjálands í sama riðli. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira
Þrír riðlar eru á mótinu þar sem tvö efstu lið hvers riðils fara í 8-liða úrslit auk tveggja sem ná bestum árangri í þriðja sæti. Fyrsti leikur dagsins var milli Síle og Kanada í E-riðli. Þar skoraði Janine Beckie tvö mörk fyrir þær kanadísku í 2-1 sigri en Karen Araya minnkaði muninn fyrir Síle úr vítaspyrnu á 57. mínútu. Kanada er eftir sigurinn á toppi riðilsins með fjögur stig, eftir jafntefli við Japan í fyrsta leik. Síle er hins vegar án stiga eftir tap fyrir liði Bretlands. Bretland og Japan mætast í leik sem hófst klukkan 10:30. Fyrst til að skora þrennu tvo leiki í röð Í F-riðli áttust við Kína og Sambía. Bæði lið höfðu hlotið afhroð í fyrsta leik; Kína 5-0 fyrir Brasilíu og Sambía 10-3 fyrir Hollandi. Þær kínversku byrjuðu betur þar sem Shuang Wang var komin með þrennu eftir aðeins 23 mínútna leik, en Racheal Kundananji hafði jafnað 1-1 á 15. mínútu áður en tvö mörk Wang komu Kína 3-1 yfir. 21-year-old Barbra Banda has scored back-to-back hat-tricks in Zambia's first-ever matches at the Olympic Games No other women's player has EVER scored two hat-tricks at one Olympics pic.twitter.com/MVv4gdkq5T— Goal (@goal) July 24, 2021 Barbra Banda, sem skoraði þrennu í tapi Sambíu fyrir Hollandi, minnkaði muninn í 3-2 úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé og bætti við mörkum á 46. og 69. mínútu til að koma Sambíu yfir. Shuang Wang var þó ekki hætt og skoraði fjórða sitt fyrir Kína á 83. mínútu. Þar við sat og 4-4 úrslit leiksins. Banda varð fyrsti leikmaður í sögu Ólympíuleikanna til að skora þrennu tvo leiki í röð en alls hefur 21 mark verið skorað í fyrstu tveimur leikjum Sambíu á mótinu. Stórleikur Hollands og Brasilíu í riðlinum hefst klukkan 11:00. Þær sænsku komu til baka Í G-riðli mættust Svíþjóð og Ástralía sem bæði höfðu fagnað sigri í fyrsta leik sínum. Svíþjóð vann gríðarsterkan 3-0 sigur á heimsmeisturum Bandaríkjanna á meðan Ástralía vann 2-1 í grannaslag gegn Nýja-Sjálandi. Fridolina Rolfö, sem er nýgengin í raðir Spánarmeistara Barcelona, kom Svíum yfir á 20. mínútu leiksins. Stórstjarnan Sam Kerr, sem skoraði 21 mark í 22 leikjum fyrir Englandsmeistara Chelsea á nýliðinni leiktíð, jafnaði hins vegar á 36. mínútu áður en hún kom Ástralíu yfir á þriðju mínútu síðari hálfleiks. Klara för kvartsfinal 4-2 | #SWEAUS | #Tokyo2020 pic.twitter.com/3Y69vjnI1B— Svensk Fotboll (@svenskfotboll) July 24, 2021 Aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Lina Hurtig, leikmaður Juventus, fyrir Svía og Rolfö kom Svíum í forystu í annað sinn í leiknum á 63. mínútu. Markamaskínan Stina Blackstenius, sem er markahæst í sænsku úrvalsdeildinni, innsiglaði þá 4-2 sigur Svíþjóðar á 81. mínútu. 4-2 sigur þeirra sænsku þýðir að þær hafa tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum mótsins. Klukkan 11:30 hefst leikur Bandaríkjanna og Nýja-Sjálands í sama riðli.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira