Fjölbreytt atvinna fyrir alla! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 24. júlí 2021 14:31 Öflugt atvinnulíf er grunnur að sterku samfélagi, á þeim grunni byggjum við öflugt velferðarkerfi með góðri menntun og ríku menningarlífi. Það kom skýrt í ljós í Covid kreppunni þegar fjöldi fólks missti vinnuna, hve mikilvægt það er að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og sýna viðbragðsflýti þegar kreppir að. Við brugðumst við af krafti með öflugum vinnumarkaðsaðgerðum, brúuðum bilið og vorum tilbúin þegar landið byrjaði að rísa að nýju. Það er okkur að takast vel og sýnir að samstilltar aðgerðir verkalýðshreyfingar, atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar með þátttöku almennings í landinu eru að skila árangri. Nú eru aftur blikur á lofti hvað Covid varðar en þá er bara að spýta í lófana og taka enn einn snúninginn, við kunnum sporin og vitum að saman skilum við bestum árangri. Það er full ástæða til bjartsýni. Á þessu kjörtímabili höfum við verið að styrkja innviði landsins og leggja grunn að enn fjölbreyttara atvinnulífi um land allt með fjármagnaðri öflugri nýsköpunarstefnu sem nær til landsins alls og snertir allar greinar til sjávar og sveita, ferðaþjónustu eða menningu. Það skiptir máli að leyfa öllum atvinnugreinum að þróast og blómstra, stórum sem og smáum því sprotarnir vaxa og verða burðugir, það er mikilvægt í okkar dreifbýla landi að skapa slík skilyrði svo að fjölbreytt fyrirtæki fái blómstrað, skapi störf og efli búsetuskilyrði og atvinnuöryggi. Með ljósleiðaravæðingu og háhraðatengingum um land allt eru skilyrðin orðin allt önnur til að skapa sér vinnu hvar sem er á landinu og setja niður fyrirtæki eða útibú, þar á hið opinbera að ganga fram með góðu fordæmi, ekki síður en einkaaðilar. Reynslan í Covid hefur sýnt að viljinn er allt sem þarf til að gera alvöru út störfum án staðsetninga. Ekki síður mikilvæg eru þau störf sem að fyrir eru, og hafa komið til vegna baráttu stjórnmálamanna. Það var því mikið fagnaðarefni nýverið þegar tókst að tryggja afla til Strandveiða út sumarið 2021 og baráttan skilaði sér að lokum. Hvert einasta starf skiptir miklu máli og mikilvægt að atvinnulífið fái tækifæri til að nýta staðbundnar auðlindir og tækifæri til atvinnusköpunar á sjálfbærann máta líkt og á við um strandveiðar. Við í VG leggjum alla áherslu á að 48 dagar verði tryggðir til framtíðar með nægum aflaheimildum svo treysta megi strandveiðar enn frekar og skapa nauðsynlegan fyrirsjáanleika við veiðarnar. Ég tel það nauðsynlegt að eiða óvissu enda stóð aldrei annað til þegar við breyttum Strandveiðum í dagakerfi árið 2019. Allt leggst þetta saman og eykur fjölbreytni og styrkir búsetuskilyrði. Ég mun setja atvinnumál, kjör launafólks og starfsskilyrði víðsvegar um landið á oddinn í kosningabaráttunni framundan, ég trúi því að þannig treystum við byggð og búsetu um allt land! Höfundur er formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Lilja Rafney Magnúsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Öflugt atvinnulíf er grunnur að sterku samfélagi, á þeim grunni byggjum við öflugt velferðarkerfi með góðri menntun og ríku menningarlífi. Það kom skýrt í ljós í Covid kreppunni þegar fjöldi fólks missti vinnuna, hve mikilvægt það er að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og sýna viðbragðsflýti þegar kreppir að. Við brugðumst við af krafti með öflugum vinnumarkaðsaðgerðum, brúuðum bilið og vorum tilbúin þegar landið byrjaði að rísa að nýju. Það er okkur að takast vel og sýnir að samstilltar aðgerðir verkalýðshreyfingar, atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar með þátttöku almennings í landinu eru að skila árangri. Nú eru aftur blikur á lofti hvað Covid varðar en þá er bara að spýta í lófana og taka enn einn snúninginn, við kunnum sporin og vitum að saman skilum við bestum árangri. Það er full ástæða til bjartsýni. Á þessu kjörtímabili höfum við verið að styrkja innviði landsins og leggja grunn að enn fjölbreyttara atvinnulífi um land allt með fjármagnaðri öflugri nýsköpunarstefnu sem nær til landsins alls og snertir allar greinar til sjávar og sveita, ferðaþjónustu eða menningu. Það skiptir máli að leyfa öllum atvinnugreinum að þróast og blómstra, stórum sem og smáum því sprotarnir vaxa og verða burðugir, það er mikilvægt í okkar dreifbýla landi að skapa slík skilyrði svo að fjölbreytt fyrirtæki fái blómstrað, skapi störf og efli búsetuskilyrði og atvinnuöryggi. Með ljósleiðaravæðingu og háhraðatengingum um land allt eru skilyrðin orðin allt önnur til að skapa sér vinnu hvar sem er á landinu og setja niður fyrirtæki eða útibú, þar á hið opinbera að ganga fram með góðu fordæmi, ekki síður en einkaaðilar. Reynslan í Covid hefur sýnt að viljinn er allt sem þarf til að gera alvöru út störfum án staðsetninga. Ekki síður mikilvæg eru þau störf sem að fyrir eru, og hafa komið til vegna baráttu stjórnmálamanna. Það var því mikið fagnaðarefni nýverið þegar tókst að tryggja afla til Strandveiða út sumarið 2021 og baráttan skilaði sér að lokum. Hvert einasta starf skiptir miklu máli og mikilvægt að atvinnulífið fái tækifæri til að nýta staðbundnar auðlindir og tækifæri til atvinnusköpunar á sjálfbærann máta líkt og á við um strandveiðar. Við í VG leggjum alla áherslu á að 48 dagar verði tryggðir til framtíðar með nægum aflaheimildum svo treysta megi strandveiðar enn frekar og skapa nauðsynlegan fyrirsjáanleika við veiðarnar. Ég tel það nauðsynlegt að eiða óvissu enda stóð aldrei annað til þegar við breyttum Strandveiðum í dagakerfi árið 2019. Allt leggst þetta saman og eykur fjölbreytni og styrkir búsetuskilyrði. Ég mun setja atvinnumál, kjör launafólks og starfsskilyrði víðsvegar um landið á oddinn í kosningabaráttunni framundan, ég trúi því að þannig treystum við byggð og búsetu um allt land! Höfundur er formaður atvinnuveganefndar.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun