Mömmurnar Anníe Mist og Kara báðar barnlausar á heimsleikunum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2021 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir hefur eytt síðustu dögum í Bandaríkjunum til að venjast aðstæðum. Instagram/@anniethorisdottir Tvær af reyndustu keppendunum á heimsleikunum í CrossFit eru að kynnast nýrri tilfinningu í Madison í ár þar sem heimsmeistaramótið hefst á miðvikudaginn kemur. CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir frá Íslandi og Kara Saunders frá Ástralíu eru sterkari fyrirmyndir fyrir íþróttamömmur alls staðar í heiminum enda báðar búnar að tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit sem hefjast í vikunni. Anníe Mist keppir á heimsleikunum innan við ári að hún eignaðist Freyju Mist og Kara er að keppa á sínum öðrum heimsleikunum eftir að hún eignaðist Scottie fyrir rúmum tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Báðar er þær aftur á móti að keppa í fyrsta sinn í Madison sem mömmur því úrslitin í fyrra fóru fram í gegnum netið og Köru tókst þá ekki að tryggja sér sæti í fimm manna ofurúrslitum. Anníe Mist og Kara hafa þurft að fórna miklu á leið sinni á leikana enda annað en að segja það að komast aftur í hóp þeirra hraustustu í heimi eftir að hafa eignast barn. Ef þær væru spurðar sjálfar þá er kannski stærsta fórnin þessar vikur sem eru núna í gangi. Þær eru nefnilega mættar barnlausar til Madison. Anníe Mist fékk bara vegabréfsáritun til Bandaríkjanna fyrir sig og þjálfara sinn en ekki fyrir manninn sinn Frederik Ægidius. Anníe mátti taka hina ellefu mánaða Freyju Mist með sér en ekki neinn af sínum nánustu til að sjá um hana með hún væri að keppa. Anníe Mist reyndi að finna leiðir til að geta tekið Freyju Mist með sér en gafst upp á endanum og fór ein út. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Svipaða sögu er að segja af Köru. Hún ákvað að skilja Scottie sína eftir heims í Ástralíu enda myndu mikill tímamismunur og löng sóttkví við heimkomuna gera hinni 26 mánaða gömlu dóttur hennar erfitt fyrir. Þær Freyja Mist og Scottie eru því heima hjá pöbbum sínum og CrossFit drottningarnar munu bara geta séð þær í gegnum netið þann tíma sem þær eru í Bandaríkjunum. Þetta er skiljanlega mjög erfitt andlega fyrir mömmurnar sem þær hafa báðar sagt frá á samfélagsmiðlum. CrossFit Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Sjá meira
CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir frá Íslandi og Kara Saunders frá Ástralíu eru sterkari fyrirmyndir fyrir íþróttamömmur alls staðar í heiminum enda báðar búnar að tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit sem hefjast í vikunni. Anníe Mist keppir á heimsleikunum innan við ári að hún eignaðist Freyju Mist og Kara er að keppa á sínum öðrum heimsleikunum eftir að hún eignaðist Scottie fyrir rúmum tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Báðar er þær aftur á móti að keppa í fyrsta sinn í Madison sem mömmur því úrslitin í fyrra fóru fram í gegnum netið og Köru tókst þá ekki að tryggja sér sæti í fimm manna ofurúrslitum. Anníe Mist og Kara hafa þurft að fórna miklu á leið sinni á leikana enda annað en að segja það að komast aftur í hóp þeirra hraustustu í heimi eftir að hafa eignast barn. Ef þær væru spurðar sjálfar þá er kannski stærsta fórnin þessar vikur sem eru núna í gangi. Þær eru nefnilega mættar barnlausar til Madison. Anníe Mist fékk bara vegabréfsáritun til Bandaríkjanna fyrir sig og þjálfara sinn en ekki fyrir manninn sinn Frederik Ægidius. Anníe mátti taka hina ellefu mánaða Freyju Mist með sér en ekki neinn af sínum nánustu til að sjá um hana með hún væri að keppa. Anníe Mist reyndi að finna leiðir til að geta tekið Freyju Mist með sér en gafst upp á endanum og fór ein út. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Svipaða sögu er að segja af Köru. Hún ákvað að skilja Scottie sína eftir heims í Ástralíu enda myndu mikill tímamismunur og löng sóttkví við heimkomuna gera hinni 26 mánaða gömlu dóttur hennar erfitt fyrir. Þær Freyja Mist og Scottie eru því heima hjá pöbbum sínum og CrossFit drottningarnar munu bara geta séð þær í gegnum netið þann tíma sem þær eru í Bandaríkjunum. Þetta er skiljanlega mjög erfitt andlega fyrir mömmurnar sem þær hafa báðar sagt frá á samfélagsmiðlum.
CrossFit Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Sjá meira