Hert á reglum um sóttkví Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. júlí 2021 12:10 Kamilla Sigríður segir fjölgun smita mikið áhyggjuefni. Hert verður á reglum um sóttkví sem verða þá eins og þær voru áður en bólusetningar hófust hér á landi. Ekki verður lengur tekið tillit til þess hvort útsettur einstaklingur sé bólusettur eða ekki, segir sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis. Dregið var úr skilyrðum um sóttkví í byrjun mánaðar og gert að matsatriði hverju sinni hvort bólusettur einstaklingur þurfi að fara í sóttkví eða ekki. Embætti landlæknis hyggst hins vegar uppfæra þær leiðbeiningar í dag í ljósi mikillar fjölgunar kórónuveirusmita undanfarna daga. 71 greindist með kórónuveiruna í gær, þar af voru 54 utan sóttkvíar. Tveir eru á sjúkrahúsi. „Við höfum verið með þrengri skilgreiningar á því hverjir þurfa að fara í sóttkví vegna þess hversu vel bólusett við erum. En við ætlum að skoða það að fara bara aftur til fyrri viðmiða með það og taka þá ekki lengur bólusetningarnar með eins og við gerðum lengi framan af þegar bólusetningarnar byrjuðu,” segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnasviði embættis læknis. Þannig þurfti bólusettur almenningur og ferðamenn á heimili með aðila í sóttkví ekki að vera í sóttkví. Við minniháttar útsetningu, s.s. ef samstarfsmaður er smitaður eða samferðamaður á ferðalagi, má í stað sóttkvíar beita smitgát í 14 daga. Smitgát þýðir að hafa eftirlit með einkennum og ekki umgangast viðkvæma einstaklinga. „Einstaklingar sem eru í sama heimili og einhver sem er smitaður, eða kunningjar, einstaklingar sem hafa verið saman að skemmta sér eða á sömu skemmtistöðunum eða á ferðalagi erlendis í sama hópi og svo framvegis,“ segir Kamilla. Hins vegar verða ekki gerðar breytingar á lengd sóttkvíar sem stendur. „Við höfum í rauninni bara góða reynslu af því að nota sjö daga sýnatöku í lokin. Við höfum ekki fengið vísbendingar um að það þurfi að endurskoða en við verðum áfram með vakandi auga fyrir því hvort það fari að koma upp smit eftir að sóttkví hjá einstaklingi er lokið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Dregið var úr skilyrðum um sóttkví í byrjun mánaðar og gert að matsatriði hverju sinni hvort bólusettur einstaklingur þurfi að fara í sóttkví eða ekki. Embætti landlæknis hyggst hins vegar uppfæra þær leiðbeiningar í dag í ljósi mikillar fjölgunar kórónuveirusmita undanfarna daga. 71 greindist með kórónuveiruna í gær, þar af voru 54 utan sóttkvíar. Tveir eru á sjúkrahúsi. „Við höfum verið með þrengri skilgreiningar á því hverjir þurfa að fara í sóttkví vegna þess hversu vel bólusett við erum. En við ætlum að skoða það að fara bara aftur til fyrri viðmiða með það og taka þá ekki lengur bólusetningarnar með eins og við gerðum lengi framan af þegar bólusetningarnar byrjuðu,” segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnasviði embættis læknis. Þannig þurfti bólusettur almenningur og ferðamenn á heimili með aðila í sóttkví ekki að vera í sóttkví. Við minniháttar útsetningu, s.s. ef samstarfsmaður er smitaður eða samferðamaður á ferðalagi, má í stað sóttkvíar beita smitgát í 14 daga. Smitgát þýðir að hafa eftirlit með einkennum og ekki umgangast viðkvæma einstaklinga. „Einstaklingar sem eru í sama heimili og einhver sem er smitaður, eða kunningjar, einstaklingar sem hafa verið saman að skemmta sér eða á sömu skemmtistöðunum eða á ferðalagi erlendis í sama hópi og svo framvegis,“ segir Kamilla. Hins vegar verða ekki gerðar breytingar á lengd sóttkvíar sem stendur. „Við höfum í rauninni bara góða reynslu af því að nota sjö daga sýnatöku í lokin. Við höfum ekki fengið vísbendingar um að það þurfi að endurskoða en við verðum áfram með vakandi auga fyrir því hvort það fari að koma upp smit eftir að sóttkví hjá einstaklingi er lokið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira