Daniella Levine Cava, borgarstjóri Miami-Dade, lýsti þessu yfir í dag og er ekki talið að fleiri hafi verið í húsinu. Áfram verður þó leitað í rústunum sem hafa að mestu verið fluttar í vöruskemmu.
Cava lofaði björgunarsveitar- og slökkviliðsmenn sem tóku þátt í leitinni og það starf sem þeir unnu á 33 dögum. AP fréttaveitan segir þá hafa unnið í tólf tíma vöktum og hefur eftir ráðamönnum að starfið hafi tekið á tilfinningar þeirra.
Frá blaðamannafundi Cava í dag.
Hluti hins tólf hæða byggingar, Champlain Towers South, hrundi um miðja nótt 24. júní. Allir nema einn dóu þegar húsið hrundi. Þessi eini dó á sjúkrahúsi.
Sérfræðingar segja bygginguna mögulega hafa verið gallaða en eigendur hússins vissu af því að þörf var á umfangsmiklum og kostnaðarsömum viðgerðum en húsið var byggt árið 1981.
Sjá einnig: Byggingarfulltrúi sagði húsið sem hrundi í „mjög góðu ástandi“
Hér má sjá myndband af því þegar húsið hrundi.
Í grein AP segir óljóst hvað eigi að verða um lóðina. Dómari sem er með nokkur dómsmál vegna hrunsins á sinni könnu vill að lóðin verði seld. Talið er að verðið gæti farið yfir hundrað milljónir dala. Einhverjir eigendur vilja endurreisa húsið og aðrir vilja að reistur verði minnisvarði á lóðinni.
Hér má hlusta á símtöl Neyðarlínunnar eftir að húsið hrundi.