Telja að innan við eitt prósent bólusettra sem smitist þurfi innlögn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 27. júlí 2021 20:00 Alma Möller landlæknir segir að há smittíðni ráðist af bólusettum sem hafi smitast og smiti aðra. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna innanlands og í gær eða 123 og voru 88 utan sóttkvíar. Langflestir hafa smitast af öðrum Íslendingum að sögn yfirlögregluþjóns. Ekki hefur tekist að rekja smit allra innanlands vegna gríðarlegrar fjölgunar síðustu daga. Til samanburðar greindust flestir í þriðju bylgju veirunnar í september 2020, eða 99, og 106 manns þegar faraldurinn var í mestri siglingu í mars í fyrra. Sex sjúklingar eru á spítala vegna Covid. Nú eru 745 í einangrun þar af 74 börn. Og um 2.030 manns í sóttkví. Langflestir smitaðra hafa verið bólusettir og eru með Delta-afbrigði kórónuveirunnar en það hefur reynst skæðara en önnur afbrigði veirunnar. Það þykir þó sýnt að bólusetningin virkar. „Hlutfall óbólusettra meðal smitaðra er hærra en almennt gerist og gengur í samfélaginu sem sýnir að bólusetningin er að gera sitt gagn,“ segir Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi Almannavarna í morgun. „Bólusettir geta fengið veiruna í sig og geta smitað aðra. Það er þess vegna sem við erum í þessari stöðu að vera með háa smittíðni,“ sagði Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundinum. Bakvarðasveitin verið virkjuð á ný í heilbrigðisþjónustu vegna mikils álags. Þá hefur verið í ljósi stöðu faraldursins að bjóða barnshafandi konum bólusetningu. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort að herða þurfi aðgerðir en það veltur á hversu margir veikjast alvarlega. „Við vitum ekki hvaða hlutfall bólusettra sem veikjast munu þurfa spítalainnlögn. Við erum að áætla eins og er að það geti verið 0,5 til 1 prósent,“ sagði Alma. Ljóst er að einhverjir þurfa að fá þriðju bólusetninguna með bóluefni Pfizer. „Við höfum náttúrulega ekki safnað upp einhverjum lager af bóluefnum af því að við erum tiltölulega nýbúin að klára okkar stóra bólusetningarátak. Það eru áfram að tínast inn sendingar til landsins,“ sagði Kamilla í dag. Þá þurfi mögulega að bólusetja þá sem hafa fengið Jansen aftur. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir að ekki hafi tekist að rekja öll smit. „Við erum með hópa þar sem við finnum ekki hvaðan upprunalega smitið kemur þó að í sumum tilfellum höfum við fundið það en í allt of mörgum tilfellum sjáum við það ekki,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, í samtali við fréttastofu í dag. Það heyrir til undantekninga að ferðamenn beri smit til landsins. „Það eru langmest Íslendingar að smita. Hitt er undantekningartilfelli,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Voru ekki send strax í sóttkví þrátt fyrir mörg smit um borð Mistök leiddu til þess að hluti farþega um borð í flugi frá Krít var ekki sendur strax í sóttkví þegar fjöldi útskriftarnema frá Flensborgarskólanum greindist með Covid-19. 27. júlí 2021 18:00 „Við hljótum að halda niðri í okkur andanum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hvetur til þess að ráðist verði í mikla bólusetningarherferð hér á landi, í senn á meðal þeirra sem ekkert bóluefni hafa fengið, þeirra sem fengu Janssen og þeirra sem eldri eru og hafa þegar fengið tvær sprautur. Sömuleiðis eigi að hugleiða alvarlega að bólusetja börnin. 27. júlí 2021 16:40 123 smit greind í gær: Aldrei fleiri greinst á einum degi Nú liggur fyrir að fjöldi innanlandsmita í gær reyndist 123 talsins eftir að farið hefur verið yfir öll sýnin sem tekin voru í gær. Tvö smit greindust á landamærunum. 27. júlí 2021 16:26 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Sjá meira
Til samanburðar greindust flestir í þriðju bylgju veirunnar í september 2020, eða 99, og 106 manns þegar faraldurinn var í mestri siglingu í mars í fyrra. Sex sjúklingar eru á spítala vegna Covid. Nú eru 745 í einangrun þar af 74 börn. Og um 2.030 manns í sóttkví. Langflestir smitaðra hafa verið bólusettir og eru með Delta-afbrigði kórónuveirunnar en það hefur reynst skæðara en önnur afbrigði veirunnar. Það þykir þó sýnt að bólusetningin virkar. „Hlutfall óbólusettra meðal smitaðra er hærra en almennt gerist og gengur í samfélaginu sem sýnir að bólusetningin er að gera sitt gagn,“ segir Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi Almannavarna í morgun. „Bólusettir geta fengið veiruna í sig og geta smitað aðra. Það er þess vegna sem við erum í þessari stöðu að vera með háa smittíðni,“ sagði Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundinum. Bakvarðasveitin verið virkjuð á ný í heilbrigðisþjónustu vegna mikils álags. Þá hefur verið í ljósi stöðu faraldursins að bjóða barnshafandi konum bólusetningu. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort að herða þurfi aðgerðir en það veltur á hversu margir veikjast alvarlega. „Við vitum ekki hvaða hlutfall bólusettra sem veikjast munu þurfa spítalainnlögn. Við erum að áætla eins og er að það geti verið 0,5 til 1 prósent,“ sagði Alma. Ljóst er að einhverjir þurfa að fá þriðju bólusetninguna með bóluefni Pfizer. „Við höfum náttúrulega ekki safnað upp einhverjum lager af bóluefnum af því að við erum tiltölulega nýbúin að klára okkar stóra bólusetningarátak. Það eru áfram að tínast inn sendingar til landsins,“ sagði Kamilla í dag. Þá þurfi mögulega að bólusetja þá sem hafa fengið Jansen aftur. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir að ekki hafi tekist að rekja öll smit. „Við erum með hópa þar sem við finnum ekki hvaðan upprunalega smitið kemur þó að í sumum tilfellum höfum við fundið það en í allt of mörgum tilfellum sjáum við það ekki,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, í samtali við fréttastofu í dag. Það heyrir til undantekninga að ferðamenn beri smit til landsins. „Það eru langmest Íslendingar að smita. Hitt er undantekningartilfelli,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Voru ekki send strax í sóttkví þrátt fyrir mörg smit um borð Mistök leiddu til þess að hluti farþega um borð í flugi frá Krít var ekki sendur strax í sóttkví þegar fjöldi útskriftarnema frá Flensborgarskólanum greindist með Covid-19. 27. júlí 2021 18:00 „Við hljótum að halda niðri í okkur andanum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hvetur til þess að ráðist verði í mikla bólusetningarherferð hér á landi, í senn á meðal þeirra sem ekkert bóluefni hafa fengið, þeirra sem fengu Janssen og þeirra sem eldri eru og hafa þegar fengið tvær sprautur. Sömuleiðis eigi að hugleiða alvarlega að bólusetja börnin. 27. júlí 2021 16:40 123 smit greind í gær: Aldrei fleiri greinst á einum degi Nú liggur fyrir að fjöldi innanlandsmita í gær reyndist 123 talsins eftir að farið hefur verið yfir öll sýnin sem tekin voru í gær. Tvö smit greindust á landamærunum. 27. júlí 2021 16:26 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Sjá meira
Voru ekki send strax í sóttkví þrátt fyrir mörg smit um borð Mistök leiddu til þess að hluti farþega um borð í flugi frá Krít var ekki sendur strax í sóttkví þegar fjöldi útskriftarnema frá Flensborgarskólanum greindist með Covid-19. 27. júlí 2021 18:00
„Við hljótum að halda niðri í okkur andanum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hvetur til þess að ráðist verði í mikla bólusetningarherferð hér á landi, í senn á meðal þeirra sem ekkert bóluefni hafa fengið, þeirra sem fengu Janssen og þeirra sem eldri eru og hafa þegar fengið tvær sprautur. Sömuleiðis eigi að hugleiða alvarlega að bólusetja börnin. 27. júlí 2021 16:40
123 smit greind í gær: Aldrei fleiri greinst á einum degi Nú liggur fyrir að fjöldi innanlandsmita í gær reyndist 123 talsins eftir að farið hefur verið yfir öll sýnin sem tekin voru í gær. Tvö smit greindust á landamærunum. 27. júlí 2021 16:26