Mengun frá skemmtiferðaskipum minnki um allt að helming Heimir Már Pétursson skrifar 28. júlí 2021 19:00 Mengunin frá skemmtiferðaskipum er augljós á þessari mynd. Stöð 2/Kristinn Gauti Faxaflóahafnir stefna á að ljúka uppbyggingu fyrir raftengingu farþegaskipa í höfnum allra hafna fyrirtækisins innan fimm ára. Þannig verður dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og loftgæði almennt bætt í borginni. Risastór farþegaskip eins og það sem lá við Skarfabakka í dag er á við íslenskt bæjarfélag með þúsundir manna um borð. Á meðan þau staldra við í höfninni eru þau að brenna olíu og menga þar af leiðandi töluvert mikið. Á fágætum góðviðrisdegi eins og í Reykjavík í dag blasir mengunin við. Í ár er einungis búist við sjötíu komum skemtiferðaskipa en í góðu ári eins og 2019 komu 190 skip með 200 þúsund farþega. Miklu munar að geta tengt skipin við rafmagn á meðan þau liggja við bryggju. Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Faxaflóahafna segir ávinninginn af landtengingu skemmtiferðaskipa ekki mældan í krónum heldur loftgæðum.Stöð 2/Kristinn Gauti Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Faxaflóahafna segir rafvæðingu hafna Faxaflóahafna í raun hafa byrjað fyrir nokkrum árum. „Gamla höfnin í Reykjavík býður upp á það sem kallað er lágspennutengingar. Þannig að ferðaþjónustan þar líka er landtengd. Við erum að vinna með stóru skipafélögunum í Sundahöfn um landtengingar gámaskipanna,“segir Magnús Þór. Reiknað sé meðað því verkefni ljúki næsta vetur en það sé unnið með Veitum og ríki. „Síðan er stóra verkefnið sem eru farþegaskipin. Það er ákaflega stórt og dýrt verkefni. Það gæti verið fjárfesting upp á fjóra milljarða myndi ég áætla. Þá erum við að tala um þrjár tengingar í Sundahöfn, eina á Akranesi og eina á Miðbakkanum í gömlu höfninni,“ segir forstjóri Faxaflóahafna. Í ár er aðeins reiknað með sjötíu komum skemmtiferðaskipa til Faxaflóahafna. Árið 2019 voru komurnar hins vegar 190 og komu um tvö hundruð þúsund farþegar með þeim skipum.Stöð 2/Kristinn Gauti Búist sé við að þetta verði klárað á árunum 2025 og 2026. Þetta sé hins vegar fjárfesting sem borgi sig seint í krónum talið. Horft sé til tveggja annarra þátta. Losun gróðurhúsalofttegunda og annarra lofttegunda sem varði loftgæði, eins og brenisteinsefni og svifryk. „En við áætlum að við getum í báðum þessum þáttum minkað losun um fjörtíu til fimmtíu prósent. Þá er ég að tala um alla umferðina frá því skipin koma í okkar umsjón og inn fyrir höfnina,“ segir Magnús Þór Ásmundsson. Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Risastór farþegaskip eins og það sem lá við Skarfabakka í dag er á við íslenskt bæjarfélag með þúsundir manna um borð. Á meðan þau staldra við í höfninni eru þau að brenna olíu og menga þar af leiðandi töluvert mikið. Á fágætum góðviðrisdegi eins og í Reykjavík í dag blasir mengunin við. Í ár er einungis búist við sjötíu komum skemtiferðaskipa en í góðu ári eins og 2019 komu 190 skip með 200 þúsund farþega. Miklu munar að geta tengt skipin við rafmagn á meðan þau liggja við bryggju. Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Faxaflóahafna segir ávinninginn af landtengingu skemmtiferðaskipa ekki mældan í krónum heldur loftgæðum.Stöð 2/Kristinn Gauti Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Faxaflóahafna segir rafvæðingu hafna Faxaflóahafna í raun hafa byrjað fyrir nokkrum árum. „Gamla höfnin í Reykjavík býður upp á það sem kallað er lágspennutengingar. Þannig að ferðaþjónustan þar líka er landtengd. Við erum að vinna með stóru skipafélögunum í Sundahöfn um landtengingar gámaskipanna,“segir Magnús Þór. Reiknað sé meðað því verkefni ljúki næsta vetur en það sé unnið með Veitum og ríki. „Síðan er stóra verkefnið sem eru farþegaskipin. Það er ákaflega stórt og dýrt verkefni. Það gæti verið fjárfesting upp á fjóra milljarða myndi ég áætla. Þá erum við að tala um þrjár tengingar í Sundahöfn, eina á Akranesi og eina á Miðbakkanum í gömlu höfninni,“ segir forstjóri Faxaflóahafna. Í ár er aðeins reiknað með sjötíu komum skemmtiferðaskipa til Faxaflóahafna. Árið 2019 voru komurnar hins vegar 190 og komu um tvö hundruð þúsund farþegar með þeim skipum.Stöð 2/Kristinn Gauti Búist sé við að þetta verði klárað á árunum 2025 og 2026. Þetta sé hins vegar fjárfesting sem borgi sig seint í krónum talið. Horft sé til tveggja annarra þátta. Losun gróðurhúsalofttegunda og annarra lofttegunda sem varði loftgæði, eins og brenisteinsefni og svifryk. „En við áætlum að við getum í báðum þessum þáttum minkað losun um fjörtíu til fimmtíu prósent. Þá er ég að tala um alla umferðina frá því skipin koma í okkar umsjón og inn fyrir höfnina,“ segir Magnús Þór Ásmundsson.
Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira