Þeir hafi öllu að tapa en muni refsa ef Blikar gefa „heimskuleg færi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. júlí 2021 20:01 Höskuldur segir Blika hafa trú á verkefninu gegn Austria Wien á morgun. Vísir/Vilhelm Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði karlaliðs Breiðabliks, segist spenntur fyrir komandi verkefni liðsins gegn Austria Wien í Sambandsdeild Evrópu. Liðin skildu jöfn, 1-1, í Vín í síðustu viku og mætast að nýju á Kópavogsvelli annað kvöld. Blikar áttu góðan leik ytra gegn sterku atvinnumannaliði Austria. Höskuldur segir Blika mæta svipað til leiks annað kvöld, þeir muni ekki leggjast aftur á völlinn heldur pressa austurríska liðið. Leikurinn hefst klukkan 17:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „[Við mætum] bara svipað og við mættum úti, við ætlum að tækla þá eins og önnur lið, bara mæta með okkar hörðu pressu og hugrakka spil, það var í rauninni sem skilaði okkur þessum úrslitum frekar en að mæta passívir og kannski vera í einhverri miðblokk og vernda eitthvað sem við eigum ekkert,“ segir Höskuldur og bætir við: „Við ætlum bara að sækja til sigurs, við höfum þannig séð engu að tapa og þeir hafa öllu að tapa. Við stillum þessu dálítið svoleiðis upp.“ Klippa: Höskuldur Gunnlaugs Gott að fá 50/50 leik í Kópavogi Úrslitin í fyrri leiknum voru á meðal þeirra betri sem íslensk lið hafa náð í Evrópukeppni á útivelli síðustu misseri. Blikar hefðu getað stolið sigrinum í lokin þar sem skot Gísla Eyjólfssonar í uppbótartíma fór hársbreidd framhjá marki. „Það hefði náttúrulega verið betra ef Gísli hefði sett hann fimm sentímetrum innar og tekið sigur en þetta eru vissulega stór úrslit og gaman að það er bara 50/50 leikur í seinni leiknum upp á að komast áfram og við náttúrulega á heimavelli á okkar gervigrasi þar sem okkur líður vel, á Kópavogsvelli, eins og úrslitin hafa sýnt. Þannig að við mætum bara hugrakkir og með sjálfstraust.“ segir Höskuldur sem segir trú á verkefninu það mikilvægasta. „Maður verður að trúa, fyrst í hausnum, og sú trú er alveg til staðar, maður finnur það alveg í andrúmsloftinu í klefanum, ákefð á æfingum og frammistöðunni okkar að við mætum bara með kassann úti.“ Með tíu sinnum hærri laun en Blikar Þrátt fyrir að Blikar hafi trú á verkefninu segir Höskuldur Blika ekki mæta hrokafulla til leiks. „Þetta er náttúrulega sögulegt stórveldi með atvinnumönnum á tíu sinnum hærri launum en við, þetta eru alvöru gæjar og alvöru skepna þetta Austria Wien lið. Við erum að sjálfsögðu ekki með neinn hroka í okkar nálgun og vitum alveg að ef við gefum einhver færi á okkur, einhver heimskuleg færi, þá refsa þeir okkur. Góð lið refsa og þokkalega þegar komið er á þetta stig. Þeir eru með mjög hávaxið lið svo föst leikatriði verða varasöm, að fá þau á okkur á hættulegum stöðum, við ætlum að gefa sem minnst af þeim. Svo er bara að vera klárir í pressunni, ég myndi segja að það sé lykill.“ segir Höskuldur og bætir við: „Við fengum alveg færi til að setja fleiri en eitt mark þarna úti og við höfum í sumar, eftir því sem hefur liðið á, skapað okkur þvílíkt mikið af færum. Svo það er kannski aðallega bara að bera sérstaklega mikla virðingu fyrir varnarleiknum.“ Viðtalið við Höskuld má sjá að ofan. Leikur Breiðabliks og Austria Wien hefst klukkan 17:30 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 17:15. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Fleiri fréttir Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Sjá meira
Blikar áttu góðan leik ytra gegn sterku atvinnumannaliði Austria. Höskuldur segir Blika mæta svipað til leiks annað kvöld, þeir muni ekki leggjast aftur á völlinn heldur pressa austurríska liðið. Leikurinn hefst klukkan 17:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „[Við mætum] bara svipað og við mættum úti, við ætlum að tækla þá eins og önnur lið, bara mæta með okkar hörðu pressu og hugrakka spil, það var í rauninni sem skilaði okkur þessum úrslitum frekar en að mæta passívir og kannski vera í einhverri miðblokk og vernda eitthvað sem við eigum ekkert,“ segir Höskuldur og bætir við: „Við ætlum bara að sækja til sigurs, við höfum þannig séð engu að tapa og þeir hafa öllu að tapa. Við stillum þessu dálítið svoleiðis upp.“ Klippa: Höskuldur Gunnlaugs Gott að fá 50/50 leik í Kópavogi Úrslitin í fyrri leiknum voru á meðal þeirra betri sem íslensk lið hafa náð í Evrópukeppni á útivelli síðustu misseri. Blikar hefðu getað stolið sigrinum í lokin þar sem skot Gísla Eyjólfssonar í uppbótartíma fór hársbreidd framhjá marki. „Það hefði náttúrulega verið betra ef Gísli hefði sett hann fimm sentímetrum innar og tekið sigur en þetta eru vissulega stór úrslit og gaman að það er bara 50/50 leikur í seinni leiknum upp á að komast áfram og við náttúrulega á heimavelli á okkar gervigrasi þar sem okkur líður vel, á Kópavogsvelli, eins og úrslitin hafa sýnt. Þannig að við mætum bara hugrakkir og með sjálfstraust.“ segir Höskuldur sem segir trú á verkefninu það mikilvægasta. „Maður verður að trúa, fyrst í hausnum, og sú trú er alveg til staðar, maður finnur það alveg í andrúmsloftinu í klefanum, ákefð á æfingum og frammistöðunni okkar að við mætum bara með kassann úti.“ Með tíu sinnum hærri laun en Blikar Þrátt fyrir að Blikar hafi trú á verkefninu segir Höskuldur Blika ekki mæta hrokafulla til leiks. „Þetta er náttúrulega sögulegt stórveldi með atvinnumönnum á tíu sinnum hærri launum en við, þetta eru alvöru gæjar og alvöru skepna þetta Austria Wien lið. Við erum að sjálfsögðu ekki með neinn hroka í okkar nálgun og vitum alveg að ef við gefum einhver færi á okkur, einhver heimskuleg færi, þá refsa þeir okkur. Góð lið refsa og þokkalega þegar komið er á þetta stig. Þeir eru með mjög hávaxið lið svo föst leikatriði verða varasöm, að fá þau á okkur á hættulegum stöðum, við ætlum að gefa sem minnst af þeim. Svo er bara að vera klárir í pressunni, ég myndi segja að það sé lykill.“ segir Höskuldur og bætir við: „Við fengum alveg færi til að setja fleiri en eitt mark þarna úti og við höfum í sumar, eftir því sem hefur liðið á, skapað okkur þvílíkt mikið af færum. Svo það er kannski aðallega bara að bera sérstaklega mikla virðingu fyrir varnarleiknum.“ Viðtalið við Höskuld má sjá að ofan. Leikur Breiðabliks og Austria Wien hefst klukkan 17:30 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 17:15.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Fleiri fréttir Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Sjá meira