Kosningar 2021: Veðrabrigði í íslenskum stjórnmálum Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði skrifar 29. júlí 2021 08:00 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, rýnir í fylgi flokkanna. Skjótt skipast veður í lofti í íslenskum stjórnmálum. Fyrir mánuði virtist staða stjórnarflokkanna vera æði sterk í aðdraganda kosninga. Skælbrosandi ráðherrar lýstu endalokum sóttvarnaráðstafana – líkt og þeir höfðu raunar sumpart líka gert á svipuðum tíma í fyrra – og létu í veðri vaka að staða Íslands í fárinu væri sérdeilis góð, um margt væri það jafnvel þeim sjálfum að þakka. En nú er öldin allt önnur. Smittölur hafa rokið upp og fylgi stjórnarinnar fellur í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Þrátt fyrir að þjóðin sé nánast fullbólusett hefur ríkisstjórnin aftur sett á sverar tálmanir á landamærum – líkast til á meðal þeirra ströngustu sem nú gilda almennt á milli EES ríkja – sem og endurnýjaðar takmarkanir á afhafnafrelsi fólks innanlands. Þetta er allt önnur og miklu verri staða en lagt var upp með. Öndverð, má jafnvel segja. Um leið eru augljósir brestir komnir í stjórnarsamstarfið. Og núna þegar ljóst má vera að veiran muni ekki hverfa í fyrirsjáanlegri framtíð liggja framtíðaráætlanir ekki fyrir, allavega ekki þegar þetta er skrifað. Raunar tala stjórnarflokkarnir hver í sína áttina í þeim efnum. Já, mánuður getur verið æði langur tími í íslenskri pólitík. Í fyrri greinum hef ég margsinnis lýst því að sóttvarnarráðstafanir – og aflétting þeirra – geti hæglega orðið meginmál komandi kosninga. Þetta er jú stóra mál okkar tíma. Og þótt um stutta hríð hafi kannski virst sem málið myndi vera úr sögunni eru stjórnmál sóttarinnar nú komin aftur fram af meiri þunga en nokkru sinni fyrr. Ríkisstjórnir sem mögulegt væri að mynda miðað við nýjustu könnunina.Ragnar Visage Markmið á reiki Lengst af lýstu stjórnmálaflokkarnir margir hverjir ekki skýrri afstöðu tilsóttvarnaráðstafanaog virtust telja það málefni læknavísindanna að sjá um pólitík sóttarinnar. Ekki síst þess vegna hafa markmiðin hérlendis verið heldur á reiki. Fyrst var talað um að fletja kúrfuna til að vernda heilbrigðiskerfið. Þegar það hafði náðst virtist stefnan um stund vera að halda veirunni alfarið úti – með öllum þeim hömlum sem því fylgir. Svo komst smám saman á sá skilningur að við bólusetningu þjóðarinnar yrði öllum ráðstöfunum aflétt, en jafnvel þótt vitað væri að bólusetning kæmi ekki í veg fyrir að fjölmargir myndu geta smitast voru menn vongóðir um að veikindin yrðu tiltölulega lítil. Mánuði síðar fór það plan semsé út um þúfur og þjóðin situr uppi svaralaus um framtíðaráætlanir stjórnvalda og stefnu stjórnmálaflokkanna í málinu. Ragnar Visage Flokkarnir þýfgaðir svara Á meðan málið virtist vera bráðavandi sem hægt væri að fela sérfræðingum að ráða bug á komust stjórnmálaflokkarnir upp með að halda sig til hlés í umræðunni – eflaust var það skynsamlegast á meðan gripið var til neyðarráðstafana. Þegar hásetar eru á fullu að ausa bátinn eftir brotsjó fer ekki vel á því að skipstjórinn, stýrimaðurinn og vélstjórinn trufli verkið með rifrildi um framtíðarstefnu skipsins. En nú þegar ljóst er að veiran verður með okkur til fyrirsjáanlegrar framtíðar verða forystumennirnir að setja fram skýra stefnu út úr vandanum. Síðustu vendingar – þegar afléttingaráætlanir fóru út um þúfur við skyndilega hækkandi smittölur bólusettra – valda því að stjórnmálaflokkarnir munu ekki lengur komast upp með að skila auðu í stjórnmálum sóttarinnar – kjósendur munu krefja þá svara, bæði um veiruvarnir og ekki síður um afléttingu þeirra. Lýðræðið gengur jú út á að kjósendur fái að velja á milli ólíkra sjónarmiða, meta sjálfir á markaðstorgi hugmyndanna hvaða stefnu þeir viljum fylgja. Hvert á markmiðið í sóttvarnarmálum að vera? Hvar á jafnvægislínan á milli útbreiðslu veirunnar og athafnafrelsis fólks að liggja? Til hvað langrar framtíðar má gera ráð fyrir að sóttvarnaráðstafanir vari? Við hvaða markalínu á að aflétta höftum? Og í hvaða röð? Eiga einhverjar þeirra kannski að vara til frambúðar? Hvað með faraldra framtíðarinnar, á að bregðast eins við þeim? Og svo framvegis. Og svo framvegis. Þetta eru pólitískar spurningar, ekki bara læknisfræðilegar. Í þessu ljósi skulum við skoða stöðu flokkanna hvers fyrir sig í nýrri skoðanakönnun Maskinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkur sígur Þó svo að Sjálfstæðisflokkur teljist enn sá stærsti í landinu þá mælist hann nú samt með minnsta fylgi sem hann hefur fengið í reglulegum könnunum Maskínu síðustu átta mánuði, með aðeins 20,9 prósent. Á milli mánaða missir Sjálfstæðisflokkur næstum þrjú prósentustig. Lengi vel naut flokkurinn þeirrar breiddar sem birtist í mismunandi afstöðu ólíkra arma flokksins til sóttvarnaráðstafana. Þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn hafi vissulega staðið að þeim takmörkunum sem settar hafa verið í tíð ríkisstjórnarinnar þá var það líka einkum innan hans sem frelsissjónarmið fengu að hljóma. Um hríð sá flokkurinn landinu í raun bæði fyrir stjórn og stjórnarandstöðu í sóttvarnarmálum. Í seinni tíð hafa frjálslyndisraddirnar fremur hljóðnað með slöku gengi helstu frelsissinnanna í prófkjörum flokksins – kannski fyrir utan þau fáu skipti sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur veifað frelsisflagginu. Allt að einu, þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki enn sett fram sérlega skýra stefnu í sóttvarnarmálum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Forysta VinstriGrænna Í fyrri greinum hef ég lýst því hvað Vinstri Grænir hafa siglt góðan byr á þessu kjörtímabili. En nú er hann ögn að snúast. VG mælist nú með 14,1 prósent og missir um prósentustig á milli mánaða. Augljóst er að VG hefur ráðið mestu um stjórnarstefnuna í sóttvarnarmálum enda standa ráðherrar þeirra í stafni málsins, þær Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðismálaráðherra. En jafnvel þó svo að svolítið hafi sveigst af leið sýnist mér flokkurinn í tiltölulega sterkri stöðu. Öfugt við Sjálfstæðisflokkinn sem virðist hafa meiri ónot af tálmununum hefur VG ekki átt í miklum vandræðum með að tala máli þeirra. Þá fæst ekki annað séð en að kjósendur flokksins séu almennt ánægðir með forystu flokksins í málinu og ætlist til þess eins að halda stefnunni til streitu – láti Sjálfstæðisflokkinn ekki komast upp með neitt múður. – Staðreyndin er nefnilega sú að kjósendur VG eru sáttari við tálmanir sóttvarna heldur en sambúðina við Sjálfstæðisflokk. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Flokkurinn bætir við sig í nýjustu könnuninni.Vísir/Vilhelm Samfylking réttir út kútnum Þó svo að Samfylkingin sé enn í verulegri fylgislægð réttir hún ögn úr kútnum í nýrri könnun Maskínu og mælist nú með 13,7 prósent. Bætir við sig 1,3 prósentustigi á milli mánaða. Samfylking á meðal annars rætur í frjálslyndum lífsviðhorfum og framan af var ekki alveg ljóst hver afstaða flokksins yrði til þeirra frelsisskerðinga sem gripið hefur verið til í faraldrinum. En smám saman hefur flokkurinn verið að fikra sig yfir á strangari hliðina í málinu og gagnrýnir nú ríkisstjórnina einkum fyrir að ganga ekki nægjanlega langt í sóttvarnarmálum. Píratar bæta við sig Píratar hafa löngum flaggað fána frelsis og einstaklingsbundinna réttinda en líkt og Samfylking hafa þeir ekki tekið það merki upp í sóttvarnarmálum nú. Í allra síðust tíð má merkja að flokkurinn aðhyllist jafnvel strangari sóttvarnastefnu en ríkisstjórnin hefur haldið úti – í það minnsta hafa sumir fulltrúar Pírata kallað eftir skjótari viðbrögðum. Í nýrri könnun Maskínu bæta Píratar við sig um prósentustigi og mælast nú með 12,7 prósenta fylgi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir leiðir Viðreisn en fylgi flokksins stendur í stað í 12,3 prósentum.Vísir/Vilhelm Viðreisn stendur í stað Næst í fylgisröðinni er Viðreisn en fylgi hennar haggast ekki í könnuninni, mælist enn með 12,3 prósent. Þá er lítið að frétta hvað varðar afstöðu flokksins til sóttvarna. Þrátt fyrir að stilla sér fram sem málsvörum frjálslyndis í íslenskum stjórnmálum hafa þau sjónarmið flokksins ekki mikið heyrst í sóttvarnarmálum. Fulltrúar flokksins hafa verið heldur þögulir í málinu og óljóst hver stefna flokksins er bæði til þeirra tálmana sem settar hafa verið sem og til framtíðarráðstafanna. Framsókn á fallanda fæti Fram að núverandi könnun hafði Framsóknarflokkur stöðugt bætt við sig í fylgi í þessum mánaðarlegu könnunum Maskínu. En nú snýst sú fylgisþróun við. Flokkurinn tapar 1,5 prósentustigi á milli mánaða og mælist að þessu sinni með 9,9 prósent. Líkt og VG virðast fulltrúar Framsóknar sæmilega sáttir við stjórnarstefnuna í sóttvarnamálum en kannski geldur flokkurinn þess að forysta málsins er jú nánast alfarið í höndum annara – semsé hjá ráðherrum VG. Sósíalistar hafa sótt í sig veðrið. Gunnar Smári Egilsson leiðir flokkinn.Vísir/Arnar Sósíalistar sækja í sig veðrið Auk fyrrgreinds fylgistaps Sjálfstæðisflokks eru helstu tíðindin í júlíkönnun Maskínu kannski einkum þau að Sósíalistar bæta verulega við sig, fara á milli mánaða upp um nálega tvö prósentustig og mælast nú með 6,3 prósent fylgi –semsé vel yfir þröskuldi. Talsmenn Sósíalista hafa sótt í sig veðrið í sóttvarnarmálum og hafa gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir lausatök. En ljóst má vera að kjósendur sem aðhyllast sósíalíska lífsskoðun eru líklegir til þess að hallast að ströngum sóttvörnum. Kannski nýtur flokkurinn þess nú. Miðflokkur treður marvaða Miðflokkurinn virðist heldur vaklandi sóttvarnarmálum. Í upphafi faraldursins gagnrýndi forystan ríkisstjórnina fyrir að bregðast ekki nægjanlega hart við en í seinni tíð hafa einstaka fulltrúar frekar lýst efasemdum um sumar þær ráðstafanir sem settar hafa verið. Enn hafa Miðflokksmenn þó ekki sýnt á spilin hvað varðar sjálfstæða stefnu flokksins í málinu. Í júlíkönnun Maskínu tosast Miðflokkur örlítið upp á við, bætir við sig hálfu prósentustigi og mælist nú með 5,5 prósenta fylgi. Flokkur fólksins undir þröskuldi Líkast til hefur Flokkur fólksins lýst skýrastri stefnu allra íslenskra stjórnmálaflokka í sóttvarnarmálinu. Hefur gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega fyrir linkind og lausatök, til að mynda fyrir að harðlæsa ekki landamærunum svo nánast enginn komist yfir þau misserum og jafnvel árum saman. Flokkurinn hefur þó ekki notið grjótharðrar stefnu sinnar í sóttvarnarmálum og mælist enn undir þröskuldi, með aðeins 4,5 prósent atkvæða. Sóttvarnir munu líklegast spila stóra rullu í komandi kosningum.Vísir/vilhelm Átök um sóttvarnarráðstafanir Líkt og ég nefndi að ofan má leiða líkum að því að kjósendur muni ekki lengur líða stjórnmálaflokknum það að fara undan í flæmingi við að lýsa afstöðu til sóttvarna. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr verður árans sóttin líkast til allt um lykjandi kosningabaráttunni og flokkarnir geta einfaldlega ekki skilað auðu í máli málanna – jafnvel þótt margir þeirra vilji það helst af öllu. Þá eru vísbendingar um að sú samstaða sem lengi var í landinu í sóttvarnarmálum sé farin að bresta. Og það allrækilega. Alþingiskosningar fara fram 25. september 2021. Fram að þeim mun fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar birta reglulega niðurstöður skoðanakannana Maskínu er snúa að kosningunum. Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Kosningar 2021: Sterk staða stjórnarflokkanna Í nýrri skoðanakönnun Maskínu má tína til töluverð tíðindi sem áhugavert er að staldra við. Jafnvel þó svo að stuðningur við ríkisstjórnina sem slíka dali nokkuð, fari úr 47,7 prósentum í 42,5 prósent þá styrkja stjórnarflokkarnir þrír allir stöðu sína á milli mánaða, mjög mismikið þó. 29. júní 2021 11:01 Kosningar 2021: Fjörugt stjórnmálasumar framundan Tiltölulega litlar breytingar eru á milli mánaða í maí-könnun Maskínu. 26. maí 2021 10:30 Kosningar 2021: Stjórn og stjórnarandstaða sama flokks Öndvert við það sem gjarnan gerist þegar líður á krísur álíka þeirri sem nú hrellir okkur öll eykst ánægja með störf ríkisstjórnarinnar í nýrri könnun Maskínu. 48,2 prósent aðspurðra eru ánægð með ríkisstjórnina. 19. apríl 2021 06:01 Kosningar 2021: Línur leggjast Hálfu ári fyrir kosningar eru línur svolítið farnar leggjast hvað varðar fylgi flokkanna – þótt enn geti allmargt vitaskuld gerst. Við samlestur á núna fjórum mánaðarlegum skoðanakönnunum Maskínu má greina ýmsa strauma sem ástæða er til að gefa nokkurn gaum. 22. mars 2021 07:00 Kosningar 2021: Stjórnmál á tímum sóttarinnar Tiltölulega litlar breytingar er að sjá á fylgi flokkanna í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætum sjó og er sá eini sem segja má að njóti umtalsverðs fylgis – stöðugt með vel yfir fimmtung atkvæða. Hefur þó dalað í öðrum nýlegum könnunum, svo sem hjá MMR. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimmtán prósenta fylgi könnun Maskínu. 22. febrúar 2021 06:45 Kosningar 2021: Stjórnmálaviðhorfið í upphafi kosningaárs Í haust fara alþingiskosningar fram við sérstæðar aðstæður, líkast til undir lok skæðasta heimsfaraldurs í lifandi manna minnum (vonandi verður hann ekki enn í miklum gangi). Við – ásamt heimsbyggðinni allri – verðum þá væntanlega á fyrstu stigum í uppgjöri við hann og viðbrögðin við honum. 25. janúar 2021 06:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Fyrir mánuði virtist staða stjórnarflokkanna vera æði sterk í aðdraganda kosninga. Skælbrosandi ráðherrar lýstu endalokum sóttvarnaráðstafana – líkt og þeir höfðu raunar sumpart líka gert á svipuðum tíma í fyrra – og létu í veðri vaka að staða Íslands í fárinu væri sérdeilis góð, um margt væri það jafnvel þeim sjálfum að þakka. En nú er öldin allt önnur. Smittölur hafa rokið upp og fylgi stjórnarinnar fellur í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Þrátt fyrir að þjóðin sé nánast fullbólusett hefur ríkisstjórnin aftur sett á sverar tálmanir á landamærum – líkast til á meðal þeirra ströngustu sem nú gilda almennt á milli EES ríkja – sem og endurnýjaðar takmarkanir á afhafnafrelsi fólks innanlands. Þetta er allt önnur og miklu verri staða en lagt var upp með. Öndverð, má jafnvel segja. Um leið eru augljósir brestir komnir í stjórnarsamstarfið. Og núna þegar ljóst má vera að veiran muni ekki hverfa í fyrirsjáanlegri framtíð liggja framtíðaráætlanir ekki fyrir, allavega ekki þegar þetta er skrifað. Raunar tala stjórnarflokkarnir hver í sína áttina í þeim efnum. Já, mánuður getur verið æði langur tími í íslenskri pólitík. Í fyrri greinum hef ég margsinnis lýst því að sóttvarnarráðstafanir – og aflétting þeirra – geti hæglega orðið meginmál komandi kosninga. Þetta er jú stóra mál okkar tíma. Og þótt um stutta hríð hafi kannski virst sem málið myndi vera úr sögunni eru stjórnmál sóttarinnar nú komin aftur fram af meiri þunga en nokkru sinni fyrr. Ríkisstjórnir sem mögulegt væri að mynda miðað við nýjustu könnunina.Ragnar Visage Markmið á reiki Lengst af lýstu stjórnmálaflokkarnir margir hverjir ekki skýrri afstöðu tilsóttvarnaráðstafanaog virtust telja það málefni læknavísindanna að sjá um pólitík sóttarinnar. Ekki síst þess vegna hafa markmiðin hérlendis verið heldur á reiki. Fyrst var talað um að fletja kúrfuna til að vernda heilbrigðiskerfið. Þegar það hafði náðst virtist stefnan um stund vera að halda veirunni alfarið úti – með öllum þeim hömlum sem því fylgir. Svo komst smám saman á sá skilningur að við bólusetningu þjóðarinnar yrði öllum ráðstöfunum aflétt, en jafnvel þótt vitað væri að bólusetning kæmi ekki í veg fyrir að fjölmargir myndu geta smitast voru menn vongóðir um að veikindin yrðu tiltölulega lítil. Mánuði síðar fór það plan semsé út um þúfur og þjóðin situr uppi svaralaus um framtíðaráætlanir stjórnvalda og stefnu stjórnmálaflokkanna í málinu. Ragnar Visage Flokkarnir þýfgaðir svara Á meðan málið virtist vera bráðavandi sem hægt væri að fela sérfræðingum að ráða bug á komust stjórnmálaflokkarnir upp með að halda sig til hlés í umræðunni – eflaust var það skynsamlegast á meðan gripið var til neyðarráðstafana. Þegar hásetar eru á fullu að ausa bátinn eftir brotsjó fer ekki vel á því að skipstjórinn, stýrimaðurinn og vélstjórinn trufli verkið með rifrildi um framtíðarstefnu skipsins. En nú þegar ljóst er að veiran verður með okkur til fyrirsjáanlegrar framtíðar verða forystumennirnir að setja fram skýra stefnu út úr vandanum. Síðustu vendingar – þegar afléttingaráætlanir fóru út um þúfur við skyndilega hækkandi smittölur bólusettra – valda því að stjórnmálaflokkarnir munu ekki lengur komast upp með að skila auðu í stjórnmálum sóttarinnar – kjósendur munu krefja þá svara, bæði um veiruvarnir og ekki síður um afléttingu þeirra. Lýðræðið gengur jú út á að kjósendur fái að velja á milli ólíkra sjónarmiða, meta sjálfir á markaðstorgi hugmyndanna hvaða stefnu þeir viljum fylgja. Hvert á markmiðið í sóttvarnarmálum að vera? Hvar á jafnvægislínan á milli útbreiðslu veirunnar og athafnafrelsis fólks að liggja? Til hvað langrar framtíðar má gera ráð fyrir að sóttvarnaráðstafanir vari? Við hvaða markalínu á að aflétta höftum? Og í hvaða röð? Eiga einhverjar þeirra kannski að vara til frambúðar? Hvað með faraldra framtíðarinnar, á að bregðast eins við þeim? Og svo framvegis. Og svo framvegis. Þetta eru pólitískar spurningar, ekki bara læknisfræðilegar. Í þessu ljósi skulum við skoða stöðu flokkanna hvers fyrir sig í nýrri skoðanakönnun Maskinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkur sígur Þó svo að Sjálfstæðisflokkur teljist enn sá stærsti í landinu þá mælist hann nú samt með minnsta fylgi sem hann hefur fengið í reglulegum könnunum Maskínu síðustu átta mánuði, með aðeins 20,9 prósent. Á milli mánaða missir Sjálfstæðisflokkur næstum þrjú prósentustig. Lengi vel naut flokkurinn þeirrar breiddar sem birtist í mismunandi afstöðu ólíkra arma flokksins til sóttvarnaráðstafana. Þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn hafi vissulega staðið að þeim takmörkunum sem settar hafa verið í tíð ríkisstjórnarinnar þá var það líka einkum innan hans sem frelsissjónarmið fengu að hljóma. Um hríð sá flokkurinn landinu í raun bæði fyrir stjórn og stjórnarandstöðu í sóttvarnarmálum. Í seinni tíð hafa frjálslyndisraddirnar fremur hljóðnað með slöku gengi helstu frelsissinnanna í prófkjörum flokksins – kannski fyrir utan þau fáu skipti sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur veifað frelsisflagginu. Allt að einu, þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki enn sett fram sérlega skýra stefnu í sóttvarnarmálum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Forysta VinstriGrænna Í fyrri greinum hef ég lýst því hvað Vinstri Grænir hafa siglt góðan byr á þessu kjörtímabili. En nú er hann ögn að snúast. VG mælist nú með 14,1 prósent og missir um prósentustig á milli mánaða. Augljóst er að VG hefur ráðið mestu um stjórnarstefnuna í sóttvarnarmálum enda standa ráðherrar þeirra í stafni málsins, þær Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðismálaráðherra. En jafnvel þó svo að svolítið hafi sveigst af leið sýnist mér flokkurinn í tiltölulega sterkri stöðu. Öfugt við Sjálfstæðisflokkinn sem virðist hafa meiri ónot af tálmununum hefur VG ekki átt í miklum vandræðum með að tala máli þeirra. Þá fæst ekki annað séð en að kjósendur flokksins séu almennt ánægðir með forystu flokksins í málinu og ætlist til þess eins að halda stefnunni til streitu – láti Sjálfstæðisflokkinn ekki komast upp með neitt múður. – Staðreyndin er nefnilega sú að kjósendur VG eru sáttari við tálmanir sóttvarna heldur en sambúðina við Sjálfstæðisflokk. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Flokkurinn bætir við sig í nýjustu könnuninni.Vísir/Vilhelm Samfylking réttir út kútnum Þó svo að Samfylkingin sé enn í verulegri fylgislægð réttir hún ögn úr kútnum í nýrri könnun Maskínu og mælist nú með 13,7 prósent. Bætir við sig 1,3 prósentustigi á milli mánaða. Samfylking á meðal annars rætur í frjálslyndum lífsviðhorfum og framan af var ekki alveg ljóst hver afstaða flokksins yrði til þeirra frelsisskerðinga sem gripið hefur verið til í faraldrinum. En smám saman hefur flokkurinn verið að fikra sig yfir á strangari hliðina í málinu og gagnrýnir nú ríkisstjórnina einkum fyrir að ganga ekki nægjanlega langt í sóttvarnarmálum. Píratar bæta við sig Píratar hafa löngum flaggað fána frelsis og einstaklingsbundinna réttinda en líkt og Samfylking hafa þeir ekki tekið það merki upp í sóttvarnarmálum nú. Í allra síðust tíð má merkja að flokkurinn aðhyllist jafnvel strangari sóttvarnastefnu en ríkisstjórnin hefur haldið úti – í það minnsta hafa sumir fulltrúar Pírata kallað eftir skjótari viðbrögðum. Í nýrri könnun Maskínu bæta Píratar við sig um prósentustigi og mælast nú með 12,7 prósenta fylgi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir leiðir Viðreisn en fylgi flokksins stendur í stað í 12,3 prósentum.Vísir/Vilhelm Viðreisn stendur í stað Næst í fylgisröðinni er Viðreisn en fylgi hennar haggast ekki í könnuninni, mælist enn með 12,3 prósent. Þá er lítið að frétta hvað varðar afstöðu flokksins til sóttvarna. Þrátt fyrir að stilla sér fram sem málsvörum frjálslyndis í íslenskum stjórnmálum hafa þau sjónarmið flokksins ekki mikið heyrst í sóttvarnarmálum. Fulltrúar flokksins hafa verið heldur þögulir í málinu og óljóst hver stefna flokksins er bæði til þeirra tálmana sem settar hafa verið sem og til framtíðarráðstafanna. Framsókn á fallanda fæti Fram að núverandi könnun hafði Framsóknarflokkur stöðugt bætt við sig í fylgi í þessum mánaðarlegu könnunum Maskínu. En nú snýst sú fylgisþróun við. Flokkurinn tapar 1,5 prósentustigi á milli mánaða og mælist að þessu sinni með 9,9 prósent. Líkt og VG virðast fulltrúar Framsóknar sæmilega sáttir við stjórnarstefnuna í sóttvarnamálum en kannski geldur flokkurinn þess að forysta málsins er jú nánast alfarið í höndum annara – semsé hjá ráðherrum VG. Sósíalistar hafa sótt í sig veðrið. Gunnar Smári Egilsson leiðir flokkinn.Vísir/Arnar Sósíalistar sækja í sig veðrið Auk fyrrgreinds fylgistaps Sjálfstæðisflokks eru helstu tíðindin í júlíkönnun Maskínu kannski einkum þau að Sósíalistar bæta verulega við sig, fara á milli mánaða upp um nálega tvö prósentustig og mælast nú með 6,3 prósent fylgi –semsé vel yfir þröskuldi. Talsmenn Sósíalista hafa sótt í sig veðrið í sóttvarnarmálum og hafa gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir lausatök. En ljóst má vera að kjósendur sem aðhyllast sósíalíska lífsskoðun eru líklegir til þess að hallast að ströngum sóttvörnum. Kannski nýtur flokkurinn þess nú. Miðflokkur treður marvaða Miðflokkurinn virðist heldur vaklandi sóttvarnarmálum. Í upphafi faraldursins gagnrýndi forystan ríkisstjórnina fyrir að bregðast ekki nægjanlega hart við en í seinni tíð hafa einstaka fulltrúar frekar lýst efasemdum um sumar þær ráðstafanir sem settar hafa verið. Enn hafa Miðflokksmenn þó ekki sýnt á spilin hvað varðar sjálfstæða stefnu flokksins í málinu. Í júlíkönnun Maskínu tosast Miðflokkur örlítið upp á við, bætir við sig hálfu prósentustigi og mælist nú með 5,5 prósenta fylgi. Flokkur fólksins undir þröskuldi Líkast til hefur Flokkur fólksins lýst skýrastri stefnu allra íslenskra stjórnmálaflokka í sóttvarnarmálinu. Hefur gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega fyrir linkind og lausatök, til að mynda fyrir að harðlæsa ekki landamærunum svo nánast enginn komist yfir þau misserum og jafnvel árum saman. Flokkurinn hefur þó ekki notið grjótharðrar stefnu sinnar í sóttvarnarmálum og mælist enn undir þröskuldi, með aðeins 4,5 prósent atkvæða. Sóttvarnir munu líklegast spila stóra rullu í komandi kosningum.Vísir/vilhelm Átök um sóttvarnarráðstafanir Líkt og ég nefndi að ofan má leiða líkum að því að kjósendur muni ekki lengur líða stjórnmálaflokknum það að fara undan í flæmingi við að lýsa afstöðu til sóttvarna. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr verður árans sóttin líkast til allt um lykjandi kosningabaráttunni og flokkarnir geta einfaldlega ekki skilað auðu í máli málanna – jafnvel þótt margir þeirra vilji það helst af öllu. Þá eru vísbendingar um að sú samstaða sem lengi var í landinu í sóttvarnarmálum sé farin að bresta. Og það allrækilega. Alþingiskosningar fara fram 25. september 2021. Fram að þeim mun fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar birta reglulega niðurstöður skoðanakannana Maskínu er snúa að kosningunum.
Alþingiskosningar fara fram 25. september 2021. Fram að þeim mun fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar birta reglulega niðurstöður skoðanakannana Maskínu er snúa að kosningunum.
Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Kosningar 2021: Sterk staða stjórnarflokkanna Í nýrri skoðanakönnun Maskínu má tína til töluverð tíðindi sem áhugavert er að staldra við. Jafnvel þó svo að stuðningur við ríkisstjórnina sem slíka dali nokkuð, fari úr 47,7 prósentum í 42,5 prósent þá styrkja stjórnarflokkarnir þrír allir stöðu sína á milli mánaða, mjög mismikið þó. 29. júní 2021 11:01 Kosningar 2021: Fjörugt stjórnmálasumar framundan Tiltölulega litlar breytingar eru á milli mánaða í maí-könnun Maskínu. 26. maí 2021 10:30 Kosningar 2021: Stjórn og stjórnarandstaða sama flokks Öndvert við það sem gjarnan gerist þegar líður á krísur álíka þeirri sem nú hrellir okkur öll eykst ánægja með störf ríkisstjórnarinnar í nýrri könnun Maskínu. 48,2 prósent aðspurðra eru ánægð með ríkisstjórnina. 19. apríl 2021 06:01 Kosningar 2021: Línur leggjast Hálfu ári fyrir kosningar eru línur svolítið farnar leggjast hvað varðar fylgi flokkanna – þótt enn geti allmargt vitaskuld gerst. Við samlestur á núna fjórum mánaðarlegum skoðanakönnunum Maskínu má greina ýmsa strauma sem ástæða er til að gefa nokkurn gaum. 22. mars 2021 07:00 Kosningar 2021: Stjórnmál á tímum sóttarinnar Tiltölulega litlar breytingar er að sjá á fylgi flokkanna í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætum sjó og er sá eini sem segja má að njóti umtalsverðs fylgis – stöðugt með vel yfir fimmtung atkvæða. Hefur þó dalað í öðrum nýlegum könnunum, svo sem hjá MMR. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimmtán prósenta fylgi könnun Maskínu. 22. febrúar 2021 06:45 Kosningar 2021: Stjórnmálaviðhorfið í upphafi kosningaárs Í haust fara alþingiskosningar fram við sérstæðar aðstæður, líkast til undir lok skæðasta heimsfaraldurs í lifandi manna minnum (vonandi verður hann ekki enn í miklum gangi). Við – ásamt heimsbyggðinni allri – verðum þá væntanlega á fyrstu stigum í uppgjöri við hann og viðbrögðin við honum. 25. janúar 2021 06:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Kosningar 2021: Sterk staða stjórnarflokkanna Í nýrri skoðanakönnun Maskínu má tína til töluverð tíðindi sem áhugavert er að staldra við. Jafnvel þó svo að stuðningur við ríkisstjórnina sem slíka dali nokkuð, fari úr 47,7 prósentum í 42,5 prósent þá styrkja stjórnarflokkarnir þrír allir stöðu sína á milli mánaða, mjög mismikið þó. 29. júní 2021 11:01
Kosningar 2021: Fjörugt stjórnmálasumar framundan Tiltölulega litlar breytingar eru á milli mánaða í maí-könnun Maskínu. 26. maí 2021 10:30
Kosningar 2021: Stjórn og stjórnarandstaða sama flokks Öndvert við það sem gjarnan gerist þegar líður á krísur álíka þeirri sem nú hrellir okkur öll eykst ánægja með störf ríkisstjórnarinnar í nýrri könnun Maskínu. 48,2 prósent aðspurðra eru ánægð með ríkisstjórnina. 19. apríl 2021 06:01
Kosningar 2021: Línur leggjast Hálfu ári fyrir kosningar eru línur svolítið farnar leggjast hvað varðar fylgi flokkanna – þótt enn geti allmargt vitaskuld gerst. Við samlestur á núna fjórum mánaðarlegum skoðanakönnunum Maskínu má greina ýmsa strauma sem ástæða er til að gefa nokkurn gaum. 22. mars 2021 07:00
Kosningar 2021: Stjórnmál á tímum sóttarinnar Tiltölulega litlar breytingar er að sjá á fylgi flokkanna í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætum sjó og er sá eini sem segja má að njóti umtalsverðs fylgis – stöðugt með vel yfir fimmtung atkvæða. Hefur þó dalað í öðrum nýlegum könnunum, svo sem hjá MMR. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimmtán prósenta fylgi könnun Maskínu. 22. febrúar 2021 06:45
Kosningar 2021: Stjórnmálaviðhorfið í upphafi kosningaárs Í haust fara alþingiskosningar fram við sérstæðar aðstæður, líkast til undir lok skæðasta heimsfaraldurs í lifandi manna minnum (vonandi verður hann ekki enn í miklum gangi). Við – ásamt heimsbyggðinni allri – verðum þá væntanlega á fyrstu stigum í uppgjöri við hann og viðbrögðin við honum. 25. janúar 2021 06:30