Íslensk forræðishyggja – Opnunartími skemmtistaða Haukur V. Alfreðsson skrifar 29. júlí 2021 09:01 Íslendingum finnst gott að hafa vit fyrir öðrum með forræðishyggju. Sér í lagi í málefnum sem varða þá sjálfa lítið sem ekkert. Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið rætt um eitt slíkt mál: Hvort tími sé kominn til að stytta opnun skemmtistaða m.v. hvað var fyrir Covid. Nýleg skoðunarkönnun Maskínu (helstu niðurstöður má sjá í þessari grein) sýndi að um tveir þriðju hlutar aðspurðra voru fylgjandi styttingu opnunartíma skemmtistaða en ekki nema um einn fimmti andvígur. Rest var nokkuð sama hvernig fer. En það sem kemur lítið á óvart og má lesa úr niðurstöðunum er að þeir sem eru ólíklegastir til að fara á skemmtistaði eru mest hlynntir styttingu og þeir sem eru líklegastir til að fara eru mest andvígir. Skoðum það ögn nánar. Því eldra sem fólk er því hlynntara styttingu er það. Að sama skapi eru þeir sem yngri eru margfalt líklegri til að vera mótfallnir. Einhleypir voru talsvert andvígari en þeir í sambúð, og öfugt með hverjir voru hlynntir. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru mun andvígari en aðrir landsmenn auk þess að þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins voru talsvert líklegri til að vera hlynntir. Hér má sjá nokkuð skýrt að ungt og einhleypt fólk er líklegast til að setja sig upp á móti breytingunum meðan að eldra fólk og fólk í sambandi er mest fylgjandi breytingunum. Það þarf ekki að leita langt til að komast að því að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem stunda skemmtistaði eru ungt fólk og sömu sögu má segja um einhleypa. Hins vegar er gamalt fólk og harðgift fólk talsvert minna að stunda skemmtistaðina, jafn einkennilegt og það nú er. Þá má einnig bæta við að mest er umræðan að beinast að djamminu í miðbæ Reykjavíkur, og aftur eru Reykvíkingar sáttastir við núverandi ástand. Já okkur Íslendingum leiðist heldur betur ekki að hafa sterkar skoðanir á hvað aðrir mega gera þó að við sjálf tengjumst málinu í raun ekkert. Vitanlega á ekki að gefa áliti þeirra sem aldrei stíga inn á skemmtistaði og finna varla fyrir tilvist þeirra gaum í þessari umræðu. Einstaklingsfrelsið En aftur að forræðishyggju og þá einstaklingsfrelsinu. Af hverju eru lög um opnun skemmtistaða eins og þau eru nú fremur en að smíða regluverk eftir t.d. staðsetningu og reglum um hávaða? Í dag (án Covid reglna) má enginn sitja á bar til lengur en klukkan eitt eftir miðnætti á sunnudögum til fimmtudaga. Á hverju byggir það? Hvað með vaktavinnu fólk sem á frí í miðri viku en ekki um helgar, væri alveg skelfilegt ef það fengi að spjalla á barnum til kl 3? Mér þykir svo einkennilegt að við treystum fullorðnu fólki fyrir að keyra þúsund kílóa stálflykki á fleygiferð en ekki til þess að ráða eigin háttartíma. Væri ekki nær að leyfa skemmtistöðum að finna út úr þessu sjálfum eftir hvernig eftirspurn neytenda er háttað í samspili við leyfilegan hávaða? Þá er hægt að hafa t.d. strangari skilyrði í úthverfum en rýmri í miðbænum. Frelsi fyrir mig en ekki þig Þegar ég byrjaði í menntaskóla mátti hafa eitt ball á önn til klukkan þrjú og skólafélagið skrifaði á miðana „ölvun ógildir miðann“ en þegar miðinn var rifinn við inngöngu á ballið rifnaði ó-ið af og eftir stóð „ölvun gildir miðann“. Böllin voru feikna skemmtilegt og margir gjörsamlega á eyrunum. Með árunum var þó horfið frá böllum til klukkan þrjú og harðar var tekið á áfengisneyslu. Til að mynda hef ég heyrt að fólk sé / hafi verið látið blása við dyrnar. Það þykir víst ekki gott að ungt fólk skemmti sér of vel né fái að stíga sín fyrstu skref í áfengis / vímuefnaneyslu meðal jafnaldra í vernduðu umhverfi. Það þykir skynsamlegra að það sé gert með ókunnugu fólki af öllum aldri í heimapartíum, eftir partíum eða á skemmistöðum. En þrátt fyrir þessa stefnubreytingu varðandi djamm ungs fólks er þá hægt að segja að betur sé komið fyrir samfélaginu varðandi fíkniefnaneyslu, almenna líðan, velgengni og fleira? Ekki get ég séð það miðað við vinsældir fíkniefna, tíðni þunglyndis eða í öðru hjá ungu fólki. Né virðist vera að þorri miðaldra fólks hafi hlotið skaða af því að fá sér í glas sem ungt fólk. Er hægt að segja að þetta viðhorf eldra fólks um að neyta ungu fólki um að fá að sletta úr klaufunum á sama máta og það sjálft hafði frelsi til áður fyrr sé að skila nokkru? Er það að fara loka barnum snemma að fara breyta nokkru nema að djammið dreifist um víðan völl, í íbúðahúsnæði með tilheyrandi raski fyrir nágranna og þar sem engir barþjónar eða dyraverðir eru til að skarast í leikinn þegar illa fer? Höfundur er þreyttur á að forræðishyggju Íslendinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Veitingastaðir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Íslendingum finnst gott að hafa vit fyrir öðrum með forræðishyggju. Sér í lagi í málefnum sem varða þá sjálfa lítið sem ekkert. Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið rætt um eitt slíkt mál: Hvort tími sé kominn til að stytta opnun skemmtistaða m.v. hvað var fyrir Covid. Nýleg skoðunarkönnun Maskínu (helstu niðurstöður má sjá í þessari grein) sýndi að um tveir þriðju hlutar aðspurðra voru fylgjandi styttingu opnunartíma skemmtistaða en ekki nema um einn fimmti andvígur. Rest var nokkuð sama hvernig fer. En það sem kemur lítið á óvart og má lesa úr niðurstöðunum er að þeir sem eru ólíklegastir til að fara á skemmtistaði eru mest hlynntir styttingu og þeir sem eru líklegastir til að fara eru mest andvígir. Skoðum það ögn nánar. Því eldra sem fólk er því hlynntara styttingu er það. Að sama skapi eru þeir sem yngri eru margfalt líklegri til að vera mótfallnir. Einhleypir voru talsvert andvígari en þeir í sambúð, og öfugt með hverjir voru hlynntir. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru mun andvígari en aðrir landsmenn auk þess að þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins voru talsvert líklegri til að vera hlynntir. Hér má sjá nokkuð skýrt að ungt og einhleypt fólk er líklegast til að setja sig upp á móti breytingunum meðan að eldra fólk og fólk í sambandi er mest fylgjandi breytingunum. Það þarf ekki að leita langt til að komast að því að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem stunda skemmtistaði eru ungt fólk og sömu sögu má segja um einhleypa. Hins vegar er gamalt fólk og harðgift fólk talsvert minna að stunda skemmtistaðina, jafn einkennilegt og það nú er. Þá má einnig bæta við að mest er umræðan að beinast að djamminu í miðbæ Reykjavíkur, og aftur eru Reykvíkingar sáttastir við núverandi ástand. Já okkur Íslendingum leiðist heldur betur ekki að hafa sterkar skoðanir á hvað aðrir mega gera þó að við sjálf tengjumst málinu í raun ekkert. Vitanlega á ekki að gefa áliti þeirra sem aldrei stíga inn á skemmtistaði og finna varla fyrir tilvist þeirra gaum í þessari umræðu. Einstaklingsfrelsið En aftur að forræðishyggju og þá einstaklingsfrelsinu. Af hverju eru lög um opnun skemmtistaða eins og þau eru nú fremur en að smíða regluverk eftir t.d. staðsetningu og reglum um hávaða? Í dag (án Covid reglna) má enginn sitja á bar til lengur en klukkan eitt eftir miðnætti á sunnudögum til fimmtudaga. Á hverju byggir það? Hvað með vaktavinnu fólk sem á frí í miðri viku en ekki um helgar, væri alveg skelfilegt ef það fengi að spjalla á barnum til kl 3? Mér þykir svo einkennilegt að við treystum fullorðnu fólki fyrir að keyra þúsund kílóa stálflykki á fleygiferð en ekki til þess að ráða eigin háttartíma. Væri ekki nær að leyfa skemmtistöðum að finna út úr þessu sjálfum eftir hvernig eftirspurn neytenda er háttað í samspili við leyfilegan hávaða? Þá er hægt að hafa t.d. strangari skilyrði í úthverfum en rýmri í miðbænum. Frelsi fyrir mig en ekki þig Þegar ég byrjaði í menntaskóla mátti hafa eitt ball á önn til klukkan þrjú og skólafélagið skrifaði á miðana „ölvun ógildir miðann“ en þegar miðinn var rifinn við inngöngu á ballið rifnaði ó-ið af og eftir stóð „ölvun gildir miðann“. Böllin voru feikna skemmtilegt og margir gjörsamlega á eyrunum. Með árunum var þó horfið frá böllum til klukkan þrjú og harðar var tekið á áfengisneyslu. Til að mynda hef ég heyrt að fólk sé / hafi verið látið blása við dyrnar. Það þykir víst ekki gott að ungt fólk skemmti sér of vel né fái að stíga sín fyrstu skref í áfengis / vímuefnaneyslu meðal jafnaldra í vernduðu umhverfi. Það þykir skynsamlegra að það sé gert með ókunnugu fólki af öllum aldri í heimapartíum, eftir partíum eða á skemmistöðum. En þrátt fyrir þessa stefnubreytingu varðandi djamm ungs fólks er þá hægt að segja að betur sé komið fyrir samfélaginu varðandi fíkniefnaneyslu, almenna líðan, velgengni og fleira? Ekki get ég séð það miðað við vinsældir fíkniefna, tíðni þunglyndis eða í öðru hjá ungu fólki. Né virðist vera að þorri miðaldra fólks hafi hlotið skaða af því að fá sér í glas sem ungt fólk. Er hægt að segja að þetta viðhorf eldra fólks um að neyta ungu fólki um að fá að sletta úr klaufunum á sama máta og það sjálft hafði frelsi til áður fyrr sé að skila nokkru? Er það að fara loka barnum snemma að fara breyta nokkru nema að djammið dreifist um víðan völl, í íbúðahúsnæði með tilheyrandi raski fyrir nágranna og þar sem engir barþjónar eða dyraverðir eru til að skarast í leikinn þegar illa fer? Höfundur er þreyttur á að forræðishyggju Íslendinga
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun