Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Austria Vín 2-1 | Breiðablik sló út Austria Vín með stórkostlegri frammistöðu Árni Jóhannsson skrifar 29. júlí 2021 20:46 Blikar fagna. vísir/hulda margrét Breiðablik var rétt í þessu að slá út Austria frá Vínarborg 3-1 samanlagt í Sambandsdeild Evrópu. Virkilega góður fyrri hálfleikur og svo þéttur varnarleikur í þeim seinni skilaði þeim 2-1 sigri í dag og farseðilinn í næstu umferð. Breiðablik var mikið betra í fyrri hálfleik í dag og lagði frammistaðan framan af leik grunninn af fræknum og góðum sigri á Austria Wien. Leikurinn endaði 2-1 en Árni Vilhjálmsson og Kristinn Steindórsson skoruðu mörk heimamanna í fyrri hálfleik. Blikar voru ekkert að tvínóna við hlutina í dag og efndu loforð sitt um að keyra á andstæðing sinn alveg frá byrjun en fyrsta markið kom eftir aðeins sex mínútur. Höskuldur Gunnlaugsson komst þá upp hægri kantinn og hafði ágætt pláss til að teikna sendingu á fótinn hans Kristins Steindórssonar sem var aleinn nánast í miðjum teig gestanna til að spyrna boltanum inn fyrir línuna. Væntanlega hefur þetta sett gestina örlítið út af laginu en þeir virkuðu passívir í sínum aðgerðum og Blikar stjórnuðu leiknum allan fyrri hálfleikinn nánast. Kristinn Steindórsson skoraði fyrra mark Breiðabliks og lagði það seinna upp.vísir/hulda margrét Annað mark leit dagsins ljós 18 mínútum síðar þegar Kristinn Steindórsson fékk boltann á vinstri vængnum en hann náði mjög góðri snertingu til að drepa niður boltann og eins og Höskuldur í fyrra markinu var hann með nóg pláss til að búa sér til sendingarfæri. Hann spyrnti boltanum fyrir og þar var Árni Vilhjálmsson mættur í markteiginn eins og gammur til að dúndra boltanum í netið. Tveggja marka forskot sem var verðskuldað og Blikar í toppmálum. Gestirnir frá Vín náðu ekki að skapa sér nokkurn skapaðan hlut í sókninni og staðan í hálfleik 2-0 fyrir Breiðablik. Eins og vitað var þá komu gestirnir hærra á völlinn í seinni hálfleik enda var líf þeirra í keppninni að veði. Blikar sýndu þá afbragðs frammistöðu varnarlega og var allt skallað frá og margar sóknir stoppaðar af varnar og miðjumönnum Breiðabliks. Þau skot sem urðu til varði Anton Ari svo vel. Á 68. mínútu gerðist þó það að Viktor Örn Margeirsson ætlaði að senda þversendingu á kollega sinn í vörninni en það heppnaðist ekki betur en svo að Dominik Fritz komst inn í sendinguna og skoraði í nánast autt markið en Anton var kominn utarlega í teig sinn til að taka þátt í spili sinna manna. Pressa Austria Wien jókst örlítið við þetta en án þess þó að skapa sér nógu góð færi til að jafna leikinn. Blikar sigldu þessu heim og mæta Aberdeen frá Skotlandi í næstu umferð. Leikmenn Breiðabliks höfðu ærna ástæðu til að fagna eftir leik.vísir/hulda margrét Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik spilar skemmtilegri fótbolta en Austria Wien og eru góðir í því sem þeir gera. Að auki mættu þeir mjög einbeittir til leiks og vissu nákvæmlega hvernig þeir ætluðu að vinna einvígið. Þeim tókst að skora tvö mörk í fyrri hálfleik og verjast svo öllum aðgerðum gestanna í þeim seinni til að komast áfram. Hverjir stóðu upp úr? Það eru æði margir leikmenn Blika sem hægt væri að telja upp hérna. Allir skiluðu sinni vakt vel og þeir sem komu inn af bekknum gerðu liðið ekki slakara. Höskuldur Gunnlaugsson var valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Blika og er hann vel að því kominn en þetta var sigur liðsheildarinnar eins og menn tala um í viðtölum. Hvað gerist næst? Breiðablik verður þátttakandi í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar og fær það verkefni að kljást við Aberdeen frá Skotlandi. Fyrri leikur liðanna verður á fimmtudaginn í næstu viku en í millitíðinni leika Blikar við Víking í Pepsi Max deildinni í leik sem skiptir máli fyrir toppbaráttuna. Höskuldur: Náðum að sjokkera þá Höskuldur Gunnlaugsson átti góðan leik í kvöld.vísir/hulda margrét „Mér fannst við betra liðið heilt yfir í þessari rimmu og ég held að þeir sem hafi séð þessa leiki verði að vera sammála því“, voru fyrstu viðbrögð Höskuldar Gunnlaugssonar fyrirliða Breiðbliks í dag eftir frækinn sigur á Austria Wien. „Við áttum frábæra frammistöðu í fyrri hálfleik í dag. Hefðum getað sett þriðja markið og drepið leikinn og í seinni þá liggja þeir kannski eðlilega mikið á okkur án þess að skapa neitt. Við sýndum að við getum varist líka og mér fannst við stýra þessu frá A til Ö í dag.“ Höskuldur var spurður að því hvort það hafi komið Blikum á óvart hversu varlega Austria Wien hafi komið út í leikinn í dag verandi atvinnumannalið og í erfiðri stöðu. „Ekki miðað við fyrri leikinn. Við náðum að sjokkera þá það mikið í þeim leik þegar við tættum pressuna þeirra í sundur. Það hefur örugglega verið meðvituð taktísk ákvörðun hjá þeim að falla aðeins aftar. Þeir lentu svo mitt á milli og við náðum samt að tæta þá í okkur. Við skorum líka frekar snemma sem hjálpar til við að fá þá aðeins framar og við settum annað markið stuttu seinna þannig að þetta var bara fullkomlega upp settur leikur hjá okkur.“ Það var miklu bætt við leikinn og var Höskuldur spurður út í hvernig mönnum var farið að líða inn á vellinum. „Maður var aðeins farinn að sjá tvöfalt en þetta voru mikil hlaup. Samt einhvern veginn fór ekkert um mann. Þetta var bara varnarverkefni sem þurfti að klára. Þetta var ekkert í hættu svo sem seinustu mínúturnar.“ Að lokum var Höskuldur spurður að því hvernig honum litist á Aberdeen í næstu umferð. „Það er bara flott. Gaman að fara til Skotlands. Það er bara spennandi að vera áfram í þessari keppni.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik
Breiðablik var rétt í þessu að slá út Austria frá Vínarborg 3-1 samanlagt í Sambandsdeild Evrópu. Virkilega góður fyrri hálfleikur og svo þéttur varnarleikur í þeim seinni skilaði þeim 2-1 sigri í dag og farseðilinn í næstu umferð. Breiðablik var mikið betra í fyrri hálfleik í dag og lagði frammistaðan framan af leik grunninn af fræknum og góðum sigri á Austria Wien. Leikurinn endaði 2-1 en Árni Vilhjálmsson og Kristinn Steindórsson skoruðu mörk heimamanna í fyrri hálfleik. Blikar voru ekkert að tvínóna við hlutina í dag og efndu loforð sitt um að keyra á andstæðing sinn alveg frá byrjun en fyrsta markið kom eftir aðeins sex mínútur. Höskuldur Gunnlaugsson komst þá upp hægri kantinn og hafði ágætt pláss til að teikna sendingu á fótinn hans Kristins Steindórssonar sem var aleinn nánast í miðjum teig gestanna til að spyrna boltanum inn fyrir línuna. Væntanlega hefur þetta sett gestina örlítið út af laginu en þeir virkuðu passívir í sínum aðgerðum og Blikar stjórnuðu leiknum allan fyrri hálfleikinn nánast. Kristinn Steindórsson skoraði fyrra mark Breiðabliks og lagði það seinna upp.vísir/hulda margrét Annað mark leit dagsins ljós 18 mínútum síðar þegar Kristinn Steindórsson fékk boltann á vinstri vængnum en hann náði mjög góðri snertingu til að drepa niður boltann og eins og Höskuldur í fyrra markinu var hann með nóg pláss til að búa sér til sendingarfæri. Hann spyrnti boltanum fyrir og þar var Árni Vilhjálmsson mættur í markteiginn eins og gammur til að dúndra boltanum í netið. Tveggja marka forskot sem var verðskuldað og Blikar í toppmálum. Gestirnir frá Vín náðu ekki að skapa sér nokkurn skapaðan hlut í sókninni og staðan í hálfleik 2-0 fyrir Breiðablik. Eins og vitað var þá komu gestirnir hærra á völlinn í seinni hálfleik enda var líf þeirra í keppninni að veði. Blikar sýndu þá afbragðs frammistöðu varnarlega og var allt skallað frá og margar sóknir stoppaðar af varnar og miðjumönnum Breiðabliks. Þau skot sem urðu til varði Anton Ari svo vel. Á 68. mínútu gerðist þó það að Viktor Örn Margeirsson ætlaði að senda þversendingu á kollega sinn í vörninni en það heppnaðist ekki betur en svo að Dominik Fritz komst inn í sendinguna og skoraði í nánast autt markið en Anton var kominn utarlega í teig sinn til að taka þátt í spili sinna manna. Pressa Austria Wien jókst örlítið við þetta en án þess þó að skapa sér nógu góð færi til að jafna leikinn. Blikar sigldu þessu heim og mæta Aberdeen frá Skotlandi í næstu umferð. Leikmenn Breiðabliks höfðu ærna ástæðu til að fagna eftir leik.vísir/hulda margrét Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik spilar skemmtilegri fótbolta en Austria Wien og eru góðir í því sem þeir gera. Að auki mættu þeir mjög einbeittir til leiks og vissu nákvæmlega hvernig þeir ætluðu að vinna einvígið. Þeim tókst að skora tvö mörk í fyrri hálfleik og verjast svo öllum aðgerðum gestanna í þeim seinni til að komast áfram. Hverjir stóðu upp úr? Það eru æði margir leikmenn Blika sem hægt væri að telja upp hérna. Allir skiluðu sinni vakt vel og þeir sem komu inn af bekknum gerðu liðið ekki slakara. Höskuldur Gunnlaugsson var valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Blika og er hann vel að því kominn en þetta var sigur liðsheildarinnar eins og menn tala um í viðtölum. Hvað gerist næst? Breiðablik verður þátttakandi í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar og fær það verkefni að kljást við Aberdeen frá Skotlandi. Fyrri leikur liðanna verður á fimmtudaginn í næstu viku en í millitíðinni leika Blikar við Víking í Pepsi Max deildinni í leik sem skiptir máli fyrir toppbaráttuna. Höskuldur: Náðum að sjokkera þá Höskuldur Gunnlaugsson átti góðan leik í kvöld.vísir/hulda margrét „Mér fannst við betra liðið heilt yfir í þessari rimmu og ég held að þeir sem hafi séð þessa leiki verði að vera sammála því“, voru fyrstu viðbrögð Höskuldar Gunnlaugssonar fyrirliða Breiðbliks í dag eftir frækinn sigur á Austria Wien. „Við áttum frábæra frammistöðu í fyrri hálfleik í dag. Hefðum getað sett þriðja markið og drepið leikinn og í seinni þá liggja þeir kannski eðlilega mikið á okkur án þess að skapa neitt. Við sýndum að við getum varist líka og mér fannst við stýra þessu frá A til Ö í dag.“ Höskuldur var spurður að því hvort það hafi komið Blikum á óvart hversu varlega Austria Wien hafi komið út í leikinn í dag verandi atvinnumannalið og í erfiðri stöðu. „Ekki miðað við fyrri leikinn. Við náðum að sjokkera þá það mikið í þeim leik þegar við tættum pressuna þeirra í sundur. Það hefur örugglega verið meðvituð taktísk ákvörðun hjá þeim að falla aðeins aftar. Þeir lentu svo mitt á milli og við náðum samt að tæta þá í okkur. Við skorum líka frekar snemma sem hjálpar til við að fá þá aðeins framar og við settum annað markið stuttu seinna þannig að þetta var bara fullkomlega upp settur leikur hjá okkur.“ Það var miklu bætt við leikinn og var Höskuldur spurður út í hvernig mönnum var farið að líða inn á vellinum. „Maður var aðeins farinn að sjá tvöfalt en þetta voru mikil hlaup. Samt einhvern veginn fór ekkert um mann. Þetta var bara varnarverkefni sem þurfti að klára. Þetta var ekkert í hættu svo sem seinustu mínúturnar.“ Að lokum var Höskuldur spurður að því hvernig honum litist á Aberdeen í næstu umferð. „Það er bara flott. Gaman að fara til Skotlands. Það er bara spennandi að vera áfram í þessari keppni.“
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti