Jafnaðarmenn og verkalýðshreyfingin Kjartan Valgarðsson skrifar 29. júlí 2021 13:30 Ég heyrði af einstæðri, fjögurra barna móður um daginn sem vinnur venjulegan vinnudag og síðan aukavinnu um kvöld og helgar til að ná endum saman. Hún fær litlar sem engar barnabætur en myndi fá u.þ.b. andvirði launa aukavinnunnar ef tekjuskerðingar barnabótakerfisins yrðu afnumdar. Og hefði þá meiri tíma með börnum sínum. Fyrir þessa konu berst Samfylkingin. Fyrir þessa konu berst verkalýðshreyfingin. Samfylkingin er stjórnmálasamtök verkalýðshreyfingarinnar. Jafnaðarhreyfingin á Íslandi er runnin af sömu rót og hreyfing launafólks, á sér sameiginlega sögu, sama upphaf og sömu hugsjónir. Samfylkingin leggur m.a. áherslu á kjör fjölskyldna í komandi kosningabaráttu. Stefna okkar jafnaðarmanna er samhljóða stefnu ASÍ, við berjumst fyrir að fjölskyldur beri meir út býtum, að skattkerfið taki tillit til mismunandi framfærslubyrði með afnámi tekjuskerðinga í barnabótakerfinu og að þær verði greiddar út mánaðarlega. Það togast á hagsmunir í samfélaginu, stjórnmálabaráttan snýst að mestu um hvernig við eigum að skipta arðinum af samfélagsstarfseminni. Í þessu reiptogi togast á þeir sem eiga og þeir sem vinna. Þessi veruleiki er fyrir augunum á okkur á hverjum degi, í fyrirsögnum fjölmiðla, í samtölum vinnufélaga, í skrifum stjórnmálafólks og forystufólks stéttarfélaga. Íslenskir jafnaðarmenn berjast með launþegasamtökunum, toga með þeim í sömu átt og vinna með þeim að því að auka jöfnuð. Við stöndum á bremsunum með verkalýðshreyfingunni til að koma í veg fyrir einkavæðingu í heilbrigðis-, skóla- og velferðarkerfinu sem mun auka misskiptingu og ójöfnuð eins og veruleikinn í Svíþjóð er nú talandi dæmi um og sannarlega víti til að varast. Velferðar-, heilbrigðis- og skólakerfi okkar eru til að auka lífsgæði fólks og fjölskyldna, en ekki til að greiða eigendum fyrirtækja arð bæta almenna menntun og færni, en ekki til að breyta nemendum í viðskiptavini tryggja almenna heilbrigði allra án tillits til tekna, en ekki til að tryggja ofurgróða örfárra sérfræðilækna eða eigenda fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Erindi jafnaðarmanna og verkslýðshreyfingarinnar er skýrt: við vinnum saman að hagsmunum venjulegs, vinnandi fólks, innan og utan fjölskyldna, sambúðarfólks og einstæðra foreldra, fólks í vinnu og þeirra sem leita að vinnu. Þess vegna skipta kosningarnar í september svo miklu máli. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Kjartan Valgarðsson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heyrði af einstæðri, fjögurra barna móður um daginn sem vinnur venjulegan vinnudag og síðan aukavinnu um kvöld og helgar til að ná endum saman. Hún fær litlar sem engar barnabætur en myndi fá u.þ.b. andvirði launa aukavinnunnar ef tekjuskerðingar barnabótakerfisins yrðu afnumdar. Og hefði þá meiri tíma með börnum sínum. Fyrir þessa konu berst Samfylkingin. Fyrir þessa konu berst verkalýðshreyfingin. Samfylkingin er stjórnmálasamtök verkalýðshreyfingarinnar. Jafnaðarhreyfingin á Íslandi er runnin af sömu rót og hreyfing launafólks, á sér sameiginlega sögu, sama upphaf og sömu hugsjónir. Samfylkingin leggur m.a. áherslu á kjör fjölskyldna í komandi kosningabaráttu. Stefna okkar jafnaðarmanna er samhljóða stefnu ASÍ, við berjumst fyrir að fjölskyldur beri meir út býtum, að skattkerfið taki tillit til mismunandi framfærslubyrði með afnámi tekjuskerðinga í barnabótakerfinu og að þær verði greiddar út mánaðarlega. Það togast á hagsmunir í samfélaginu, stjórnmálabaráttan snýst að mestu um hvernig við eigum að skipta arðinum af samfélagsstarfseminni. Í þessu reiptogi togast á þeir sem eiga og þeir sem vinna. Þessi veruleiki er fyrir augunum á okkur á hverjum degi, í fyrirsögnum fjölmiðla, í samtölum vinnufélaga, í skrifum stjórnmálafólks og forystufólks stéttarfélaga. Íslenskir jafnaðarmenn berjast með launþegasamtökunum, toga með þeim í sömu átt og vinna með þeim að því að auka jöfnuð. Við stöndum á bremsunum með verkalýðshreyfingunni til að koma í veg fyrir einkavæðingu í heilbrigðis-, skóla- og velferðarkerfinu sem mun auka misskiptingu og ójöfnuð eins og veruleikinn í Svíþjóð er nú talandi dæmi um og sannarlega víti til að varast. Velferðar-, heilbrigðis- og skólakerfi okkar eru til að auka lífsgæði fólks og fjölskyldna, en ekki til að greiða eigendum fyrirtækja arð bæta almenna menntun og færni, en ekki til að breyta nemendum í viðskiptavini tryggja almenna heilbrigði allra án tillits til tekna, en ekki til að tryggja ofurgróða örfárra sérfræðilækna eða eigenda fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Erindi jafnaðarmanna og verkslýðshreyfingarinnar er skýrt: við vinnum saman að hagsmunum venjulegs, vinnandi fólks, innan og utan fjölskyldna, sambúðarfólks og einstæðra foreldra, fólks í vinnu og þeirra sem leita að vinnu. Þess vegna skipta kosningarnar í september svo miklu máli. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar