Katrín Jakobsdóttir skuldar þér ekki afsökunarbeiðni Þórarinn Hjartarson skrifar 30. júlí 2021 08:31 Nýjasta barefli stjórnarandstöðunnar er að krefja Katrínu Jakobsdóttur um afsökunarbeiðni fyrir að klúðra aðgerðum vegna Covid-19. Hingað til hefur helsta umkvörtunarefni stjórnarandstöðunnar verið að frelsissviptingarnar vegna veirunnar hafi ekki gengið lengra en raun ber vitni. Þau hafa fullyrt að það sem vel hefur gengið sé sóttvarnarlækni að þakka en ekki stjórnvöldum. Nú þegar bakslag á sér stað í baráttunni krefjast þau hins vegar þess að stjórnvöld að biðji þjóðina afsökunar. Áður vildi stjórnarandstaðan ekki veita ríkisstjórninni hrós fyrir það að vel hafi gengi í Covid, en nú þegar að illa gengur krefjast þau þess að ríkisstjórnin beri ábyrgð. Þessi þversögn og tvískinnungur er að sjálfsögðu flestum augljós. Þetta er, hins vegar, því miður vísbending um það hvað koma skal í komandi kosningabaráttu. Svandís Svavarsdóttir sagði nýverið að hún vonaðist til að baráttan við veiruna yrði ekki gerð að pólitísku bitbeini, líkt og hún kallaði það. Það fráleit hugmynd. Fyrirbæri sem hefur haft áhrif á allt okkar líf, með engum fyrirsjáanlegum endi, mun að sjálfsögðu verða pólitískt bitbein. En afstaða stjórnmálaflokkanna á ekki að vísa til þess hvernig stjórnvöld hafa hagað málum hingað til, heldur til þess hvernig þeir sjái fyrir sér að haga hlutunum í framhaldi, verði þeir kosnir. Ásökunum stjórnarandstöðunnar má líkja við það að í kjölfar EM 2016 hefðu Íslendingar krafið landsliðið um afsökunarbeiðni fyrir það að hafa tapað 5-2 gegn Frökkum. Stjórnarandstöðunni væri nær að sannfæra kjósendur um eigið ágæti, frekar en að fjölyrða um það hvað aðrir eru ómögulegir. Katrín skuldar þér ekki afsökunarbeiðni. Þórólfur skuldar þér ekki afsökunarbeiðni. Enginn skuldar þér afsökunarbeiðni. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Nýjasta barefli stjórnarandstöðunnar er að krefja Katrínu Jakobsdóttur um afsökunarbeiðni fyrir að klúðra aðgerðum vegna Covid-19. Hingað til hefur helsta umkvörtunarefni stjórnarandstöðunnar verið að frelsissviptingarnar vegna veirunnar hafi ekki gengið lengra en raun ber vitni. Þau hafa fullyrt að það sem vel hefur gengið sé sóttvarnarlækni að þakka en ekki stjórnvöldum. Nú þegar bakslag á sér stað í baráttunni krefjast þau hins vegar þess að stjórnvöld að biðji þjóðina afsökunar. Áður vildi stjórnarandstaðan ekki veita ríkisstjórninni hrós fyrir það að vel hafi gengi í Covid, en nú þegar að illa gengur krefjast þau þess að ríkisstjórnin beri ábyrgð. Þessi þversögn og tvískinnungur er að sjálfsögðu flestum augljós. Þetta er, hins vegar, því miður vísbending um það hvað koma skal í komandi kosningabaráttu. Svandís Svavarsdóttir sagði nýverið að hún vonaðist til að baráttan við veiruna yrði ekki gerð að pólitísku bitbeini, líkt og hún kallaði það. Það fráleit hugmynd. Fyrirbæri sem hefur haft áhrif á allt okkar líf, með engum fyrirsjáanlegum endi, mun að sjálfsögðu verða pólitískt bitbein. En afstaða stjórnmálaflokkanna á ekki að vísa til þess hvernig stjórnvöld hafa hagað málum hingað til, heldur til þess hvernig þeir sjái fyrir sér að haga hlutunum í framhaldi, verði þeir kosnir. Ásökunum stjórnarandstöðunnar má líkja við það að í kjölfar EM 2016 hefðu Íslendingar krafið landsliðið um afsökunarbeiðni fyrir það að hafa tapað 5-2 gegn Frökkum. Stjórnarandstöðunni væri nær að sannfæra kjósendur um eigið ágæti, frekar en að fjölyrða um það hvað aðrir eru ómögulegir. Katrín skuldar þér ekki afsökunarbeiðni. Þórólfur skuldar þér ekki afsökunarbeiðni. Enginn skuldar þér afsökunarbeiðni. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar