Viðskipti erlent

Vesen á Snapchat

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það er vesen á Snapchat.
Það er vesen á Snapchat. vísir/getty

Töluvert fjöldi notenda samfélagsmiðilsins Snapchat virðist hafa lent í vandræðum með að komast inn í smáforritið í gærkvöldi. Fyrirtækið segist hafa komist fyrir vandann, sem plagar þó suma notendur að einhverju leyti enn.

Ef marka má vefinn Downdetector, sem tekur saman hversu margar tilkynningar berast um þegar tiltekin vefþjónusta liggur niðri, lentu meira en 125 þúsund notendur Snapchat í vandræðum með að komast inn í forritið í gær.

Hrundi forritið í hvert sinn sem notendur reyndu að opna það, á sama hátt og sjá má hér fyrir ofan.  Rétt fyrir miðnætti á íslenskum tíma sendi fyrirtækið út tilkynningu á Twitter um að það vissi af vandanum, og unnið væri að leiðréttingu. Fimm tímum síðar gaf Snapchat út að fyrirtækið hefði leyst vandann.

Benti það jafn framt á að ef forritið væri enn að haga sér illa, það er að hrynja þegar það er opnað, gæti verið gott fyrir notendur að uppfæra forritið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×