Innlent

Met­fjöldi greindist í fyrra­dag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í skimun fyrir kórónuveirunni á síðustu dögum.
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í skimun fyrir kórónuveirunni á síðustu dögum. Vísir/Ragnar

Nú liggur fyrir endanleg tala þeirra sem greindust með kórónuveiruna innanlands í fyrradag, 129 manns. Er það mesti fjöldi sem greinst hefur á einum degi hér á landi. Fyrra met nýgreindra var 123, en sá fjöldi greindist á mánudag og aftur á þriðjudag.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Þegar tölur yfir þá sem greindust í fyrradag voru birtar í gær kom fram að 118 hefðu greinst, en ellefu hafa bæst við þá tölu síðan þá.

Almannavarnir hafa nú þann háttinn á að ef tölfræðivinnslu við greind sýni er ekki lokið klukkan ellefu daginn eftir, er bætt við endanlega tölu nýgreindra klukkan ellefu daginn eftir það, sólarhring síðar.

Fram kemur á covid.is að í dag hafi 112 hafi greinst í gær, en ekki liggur fyrir hvort það er endanleg tala greindra eða ekki. Þannig mun endanleg tala þeirra sem greindust í gær líklega ekki liggja fyrir fyrr en klukkan ellefu á morgun.


Tengdar fréttir

112 greindust innanlands

Í gær greindust 112 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 35 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 73 voru fullbólusettir. Áttatíu voru utan sóttkvíar við greiningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×