Báðir eru þeir miklir þúsundlista smiðir, Jón helst í tónum og Hákon jafnframt í mynd. Báðir eru þeir því vel að verkefninu komnir.
Tónlist þeirra gleiðgosa er í anda níunda áratugarins, og eru þeir óhræddir við tilraunastarfsemi og að velta sér upp úr tengslum tækni og tónlistar. Samkvæmt Jóni vinnur dúóið hörðum höndum að annarri breiðskífu sinni en áður hefur það sent frá sér breiðskífuna Vroom Vroom Vroom og smáskífuna Beep Bleep Bloop.
Tilraunagleðin hefur skilað sér í þessu og hinu, hinu og þessu. Allt frá lagi sem er jafnlangt og aksturstími Hvalfjarðarganganna yfir í 360 gráðu upplifun af bifvélaverkstæði í lagi um eitt uppáhalds smurefni landsmanna.
„Lagalistanum vantar ekkert til þó drengirnir séu uppteknir. Listinn er rúnturinn frá byrjun kvölds til endaloka.“ Svo lýsa rúntbúntin sjálf uppröðun sinni á lögum í ákveðna úthugsaða runu til áhlustunar. „Lögin eru valin af mikilli natni og nostrað stórkostlega við uppröðun þeirra svo að enginn verði svikinn.“ Svei mér þá. Það er þá ekki eftir neinu að bíða.