Skattinum gert að afhenda skýrslur Trumps Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 31. júlí 2021 10:43 Donald Trump, fyrrverandi forseti, hefur reynt að halda skýrslunum fyrir sig um árabil. EPA/MICHAEL REYNOLDS Dómsmálaráðuneytið í Bandaríkjunum hefur skipað skattayfirvöldum að afhenda þingnefnd skattskýrslur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa reynt að fá gögnin afhent um árabil í gegn um dómskerfið án árangurs. Ráðuneytið segir að þingnefndin hafi nú fært fullnægjandi rök fyrir því að hún eigi rétt á að fá að sjá skýrslurnar, að því er segir í frétt AP um málið. Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, er að vonum ánægð með tíðindin. „Í dag hefur ríkisstjórn Biden [núverandi Bandaríkjaforseta] unnið sigur fyrir hönd réttlætisins,“ segir í tilkynningu frá henni í gær. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.AP/J. Scott Applewhite „Aðgangur að skattskýrslum fyrrverandi forsetans Donalds Trumps varðar þjóðaröryggi. Bandaríska þjóðin á rétt á að fá að vita allt um hans hagsmunaárekstra í starfi og hvernig hann gróf undan öryggi og lýðræði okkar sem forseti,“ segir í tilkynningu Pelosi. Hefur aldrei viljað gera gögnin opinber Forsetaframbjóðendur hafa venju samkvæmt gert öll skattgögn sín opinber um leið og þeir fara í framboð, þó það sé ekkert í lögum sem skyldar þá til þess. Trump ákvað aftur á móti að halda sínum skattskýrslum fyrir sig þegar hann bauð sig fram til forseta árið 2016 og hefur harðneitað að gefa þær upp síðan. Frá því að Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 2018 hafa þeir ítrekað gert tilraunir til að fá skýrslurnar afhentar í gegn um dómstóla. The New York Times hefur áður komist yfir hluta skattskýrslnanna sem sýna að Trump hafi komist upp með að greiða nánast enga skatta árin áður en hann tók við embætti. Ákæra var gefin út á hendur Trump Organization, fyrirtæki fyrrverandi forsetans, í þessum mánuði vegna meintra skattalagabrota eftir um tveggja ára rannsókn saksóknara. Fjármálastjóri fyrirtækisins var einnig ákærður. Sjá einnig: Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Trump á enn bankareikning í Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn með bankareikning í Kína þar sem hann hefur reynt að landa viðskiptasamningum í gegnum tíðina. Forsetinn hefur ekki gefið upp bankareikninginn í opinberri hagsmunaskráningu sinni en upplýsingar um hann er að finna í skattskýrslum hans. 21. október 2020 23:21 Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28. júní 2021 23:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Fleiri fréttir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sjá meira
Ráðuneytið segir að þingnefndin hafi nú fært fullnægjandi rök fyrir því að hún eigi rétt á að fá að sjá skýrslurnar, að því er segir í frétt AP um málið. Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, er að vonum ánægð með tíðindin. „Í dag hefur ríkisstjórn Biden [núverandi Bandaríkjaforseta] unnið sigur fyrir hönd réttlætisins,“ segir í tilkynningu frá henni í gær. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.AP/J. Scott Applewhite „Aðgangur að skattskýrslum fyrrverandi forsetans Donalds Trumps varðar þjóðaröryggi. Bandaríska þjóðin á rétt á að fá að vita allt um hans hagsmunaárekstra í starfi og hvernig hann gróf undan öryggi og lýðræði okkar sem forseti,“ segir í tilkynningu Pelosi. Hefur aldrei viljað gera gögnin opinber Forsetaframbjóðendur hafa venju samkvæmt gert öll skattgögn sín opinber um leið og þeir fara í framboð, þó það sé ekkert í lögum sem skyldar þá til þess. Trump ákvað aftur á móti að halda sínum skattskýrslum fyrir sig þegar hann bauð sig fram til forseta árið 2016 og hefur harðneitað að gefa þær upp síðan. Frá því að Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 2018 hafa þeir ítrekað gert tilraunir til að fá skýrslurnar afhentar í gegn um dómstóla. The New York Times hefur áður komist yfir hluta skattskýrslnanna sem sýna að Trump hafi komist upp með að greiða nánast enga skatta árin áður en hann tók við embætti. Ákæra var gefin út á hendur Trump Organization, fyrirtæki fyrrverandi forsetans, í þessum mánuði vegna meintra skattalagabrota eftir um tveggja ára rannsókn saksóknara. Fjármálastjóri fyrirtækisins var einnig ákærður. Sjá einnig: Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Trump á enn bankareikning í Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn með bankareikning í Kína þar sem hann hefur reynt að landa viðskiptasamningum í gegnum tíðina. Forsetinn hefur ekki gefið upp bankareikninginn í opinberri hagsmunaskráningu sinni en upplýsingar um hann er að finna í skattskýrslum hans. 21. október 2020 23:21 Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28. júní 2021 23:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Fleiri fréttir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sjá meira
Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21
Trump á enn bankareikning í Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn með bankareikning í Kína þar sem hann hefur reynt að landa viðskiptasamningum í gegnum tíðina. Forsetinn hefur ekki gefið upp bankareikninginn í opinberri hagsmunaskráningu sinni en upplýsingar um hann er að finna í skattskýrslum hans. 21. október 2020 23:21
Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28. júní 2021 23:01