Skattinum gert að afhenda skýrslur Trumps Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 31. júlí 2021 10:43 Donald Trump, fyrrverandi forseti, hefur reynt að halda skýrslunum fyrir sig um árabil. EPA/MICHAEL REYNOLDS Dómsmálaráðuneytið í Bandaríkjunum hefur skipað skattayfirvöldum að afhenda þingnefnd skattskýrslur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa reynt að fá gögnin afhent um árabil í gegn um dómskerfið án árangurs. Ráðuneytið segir að þingnefndin hafi nú fært fullnægjandi rök fyrir því að hún eigi rétt á að fá að sjá skýrslurnar, að því er segir í frétt AP um málið. Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, er að vonum ánægð með tíðindin. „Í dag hefur ríkisstjórn Biden [núverandi Bandaríkjaforseta] unnið sigur fyrir hönd réttlætisins,“ segir í tilkynningu frá henni í gær. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.AP/J. Scott Applewhite „Aðgangur að skattskýrslum fyrrverandi forsetans Donalds Trumps varðar þjóðaröryggi. Bandaríska þjóðin á rétt á að fá að vita allt um hans hagsmunaárekstra í starfi og hvernig hann gróf undan öryggi og lýðræði okkar sem forseti,“ segir í tilkynningu Pelosi. Hefur aldrei viljað gera gögnin opinber Forsetaframbjóðendur hafa venju samkvæmt gert öll skattgögn sín opinber um leið og þeir fara í framboð, þó það sé ekkert í lögum sem skyldar þá til þess. Trump ákvað aftur á móti að halda sínum skattskýrslum fyrir sig þegar hann bauð sig fram til forseta árið 2016 og hefur harðneitað að gefa þær upp síðan. Frá því að Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 2018 hafa þeir ítrekað gert tilraunir til að fá skýrslurnar afhentar í gegn um dómstóla. The New York Times hefur áður komist yfir hluta skattskýrslnanna sem sýna að Trump hafi komist upp með að greiða nánast enga skatta árin áður en hann tók við embætti. Ákæra var gefin út á hendur Trump Organization, fyrirtæki fyrrverandi forsetans, í þessum mánuði vegna meintra skattalagabrota eftir um tveggja ára rannsókn saksóknara. Fjármálastjóri fyrirtækisins var einnig ákærður. Sjá einnig: Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Trump á enn bankareikning í Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn með bankareikning í Kína þar sem hann hefur reynt að landa viðskiptasamningum í gegnum tíðina. Forsetinn hefur ekki gefið upp bankareikninginn í opinberri hagsmunaskráningu sinni en upplýsingar um hann er að finna í skattskýrslum hans. 21. október 2020 23:21 Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28. júní 2021 23:01 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Ráðuneytið segir að þingnefndin hafi nú fært fullnægjandi rök fyrir því að hún eigi rétt á að fá að sjá skýrslurnar, að því er segir í frétt AP um málið. Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, er að vonum ánægð með tíðindin. „Í dag hefur ríkisstjórn Biden [núverandi Bandaríkjaforseta] unnið sigur fyrir hönd réttlætisins,“ segir í tilkynningu frá henni í gær. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.AP/J. Scott Applewhite „Aðgangur að skattskýrslum fyrrverandi forsetans Donalds Trumps varðar þjóðaröryggi. Bandaríska þjóðin á rétt á að fá að vita allt um hans hagsmunaárekstra í starfi og hvernig hann gróf undan öryggi og lýðræði okkar sem forseti,“ segir í tilkynningu Pelosi. Hefur aldrei viljað gera gögnin opinber Forsetaframbjóðendur hafa venju samkvæmt gert öll skattgögn sín opinber um leið og þeir fara í framboð, þó það sé ekkert í lögum sem skyldar þá til þess. Trump ákvað aftur á móti að halda sínum skattskýrslum fyrir sig þegar hann bauð sig fram til forseta árið 2016 og hefur harðneitað að gefa þær upp síðan. Frá því að Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 2018 hafa þeir ítrekað gert tilraunir til að fá skýrslurnar afhentar í gegn um dómstóla. The New York Times hefur áður komist yfir hluta skattskýrslnanna sem sýna að Trump hafi komist upp með að greiða nánast enga skatta árin áður en hann tók við embætti. Ákæra var gefin út á hendur Trump Organization, fyrirtæki fyrrverandi forsetans, í þessum mánuði vegna meintra skattalagabrota eftir um tveggja ára rannsókn saksóknara. Fjármálastjóri fyrirtækisins var einnig ákærður. Sjá einnig: Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Trump á enn bankareikning í Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn með bankareikning í Kína þar sem hann hefur reynt að landa viðskiptasamningum í gegnum tíðina. Forsetinn hefur ekki gefið upp bankareikninginn í opinberri hagsmunaskráningu sinni en upplýsingar um hann er að finna í skattskýrslum hans. 21. október 2020 23:21 Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28. júní 2021 23:01 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21
Trump á enn bankareikning í Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn með bankareikning í Kína þar sem hann hefur reynt að landa viðskiptasamningum í gegnum tíðina. Forsetinn hefur ekki gefið upp bankareikninginn í opinberri hagsmunaskráningu sinni en upplýsingar um hann er að finna í skattskýrslum hans. 21. október 2020 23:21
Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28. júní 2021 23:01