Innlent

Aldrei fleiri greinst á einum degi: 145 greindust innanlands

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Sýnataka vegna Covid 19 hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu
Sýnataka vegna Covid 19 hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu

Í gær greindust 145 einstaklingar með Covid-19 innanlands. Aldrei hafa fleiri greinst innanlands á einum degi.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Af þeim sem greind­ust inn­an­lands í gær voru 47 í sótt­kví en 98 utan sóttkvíar við greiningu.

Af þeim sem greindust í gær voru 38 óbólusettir. 

Óvíst er hvort hér séu á ferð lokatölur frá gærdeginum en almannavarnir hafa undanfarna daga ekki náð að taka þau jákvæðu sýni með í uppfærðri tölfræði sem hafa greinst seint að kvöldi. Nú í dag hafa til dæmis tólf jákvæð sýni bæst við tölurnar frá því á fimmtudag. 

Því má jafnvel búast við að þessi metfjöldi smitaðra á einum sólarhring eigi eftir að verða enn meiri.

Tveir greindust með virkt smit við landamærin og voru þeir báðir óbólusettir.

Alls eru nú í 1.213 ein­angr­un á landinu, 2.429 í sótt­kví og 1.009 í skimunarsóttkví.

Uppfærðar tölur frá því í fyrradag

Greint var frá því í gær að 112 hefðu greist smitaðir innanlands á fimmtudaginn. Síðan hafa bæst við tólf jákvæð sýni sem voru tekinn þann daginn en hafa ekki verið greind fyrr en seint í gær. 

Heildarfjöldi smitaðra eftir sýnatökurnar á fimmtudag er því 124 en ekki 112.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×