Fótbolti

Guðmundur og félagar á mikilli siglingu í MLS

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Guðmundur Þórarinsson í leik með New York City.
Guðmundur Þórarinsson í leik með New York City. Getty/Tim Bouwer

Guðmundur Þórarinsson er einn þriggja íslenskra knattspyrnumanna sem leikur í bandarísku MLS deildinni.

Guðmundur leikur með New York City sem hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu en í nótt lagði liðið Columbus Crew örugglega að velli, 4-1, á Yankee leikvangnum í New York.

Guðmundur hóf leik í vinstri bakverði og lék fyrstu 64 mínútur leiksins. Þegar Guðmundi var skipt af velli var staðan 3-0.

Þetta var þriðji sigur New York City í röð og er markatalan úr síðustu þremur leikjum 10-1.

Er liðið þar með komið upp í 3.sæti Austurdeildarinnar með 26 stig eftir 15 leiki en lið Arnórs Ingva Traustasonar, New England Revolution, trónir á toppi deildarinnar með 33 stig eftir 16 leiki.

MLS



Fleiri fréttir

Sjá meira


×