Innlent

Keyrði inn í Ís­búð Vestur­bæjar

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Ökumaður keyrði inn í Ísbúð Vesturbæjar fyrr í dag. Framkvæmdarstjóri ísbúðarinnar telur að um algjört óhapp hafi verið að ræða.
Ökumaður keyrði inn í Ísbúð Vesturbæjar fyrr í dag. Framkvæmdarstjóri ísbúðarinnar telur að um algjört óhapp hafi verið að ræða. Vísir

Ökumaður bifreiðar keyrði inn í Ísbúð Vesturbæjar í Bæjarlind fyrr í dag. Engin alvarleg slys urðu á fólki en starfsfólk ísbúðarinnar er í töluverðu áfalli.

Lögreglu barst tilkynning um óhappið rétt eftir klukkan 14 í dag. Lögreglan getur veitt litlar upplýsingar um málið að svo stöddu en segir þó að engin meiriháttar slys hafi orðið á fólki. Starfsfólk sé þó í miklu áfalli og dráttarbíll hafi verið kallaður á staðinn.

Á myndum sem fréttastofu bárust má sjá svarta bifreið sem hafði ekið framhliðinni inn í rúður á framhlið búðarinnar. Þá voru tveir lögreglubílar mættir á vettvang.

Katla Guðjónsdóttir, framkvæmdarstjóri Ísbúðar Vesturbæjar, var ekki viðstödd atvikið en hún telur að um algjört óhapp hafi verið að ræða. Ökumaðurinn hafi verið eldri kona sem einnig hafi bakkað á aðra bifreið áður en hún ók inn í búðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×