„Ég er ekkert hrædd við þetta“ Árni Sæberg og Snorri Másson skrifa 31. júlí 2021 19:42 Áslaug Sigurðardóttir er ekkert hrædd við Covid-19. Vísir/Stöð 2 „Manni finnst maður mjög öruggur,“ segir heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Grund, sem trúir að bóluefnin séu þegar búin að breyta miklu um áhrif veirunnar á daglegt líf. Enginn hefur greinst smitaður af Covid-19 á Grund frá því á þriðjudaginn, þegar starfsmaður og tveir heimilismenn sendu heila deild í sóttkví. Á hjúkrunarheimilinu Grund í Vesturbæ virðist allt vera að mjakast í eðlilegt horf eftir slæm tíðindi í upphafi þessarar viku. Stefnt er að því að leyfa heimilisfólki fljótlega að taka við gestum á ný. „Ástandið er bara mjög gott eftir atvikum en við erum ekki úr allri hættu,“ segir Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund. „Við erum bjartsýn að við sleppum við veikindi, það er aðalatriðið,“ bætir Helga við. Yfirlæknirinn segir að það sé léttir að ekki fór verr þegar starfsmaður og og tveir heimilismenn greindust smitaðir. „Við vissum auðvitað frá upphafi að við værum ekki að eiga við sama ástand og var fyrir bólusetningu, þannig að við getum sagt að við höfum verið miklu rólegri.“ segir hún þó. Helga Hansdóttir segir að bólusetningar hafi skilað góðum árangri og að hjúkrunarheimilið væri í mun verri málum ef ekki hefði verið í mun verri málum ef ekki hefði verið fyrir bólusetningar. Þá segir hún að ekki verði ráðist í jafninngripsmiklar aðgerðir núna og gert var í upphafi faraldurs Covid-19. Heimilismenn sakna heimsókna Ekki er að sjá á heimilismönnum Grundar að þeir óttist veiruna en þeir bíða spenntir eftir að mega taka við aðstandendum í heimsókn. „Það er verra að fá engan í heimsókn og maður má ekki fara neitt,“ segir Kristján Albertsson, heimilismaður á Grund og fyrrverandi bóndi. „Ég held að fólk sé mjög rólegt hérna, það fengu allir sprautur bara um leið. Svo maður er nokkuð öruggur, held ég,“ segir Áslaug Sigurðardóttir, heimilismaður á Grund og fyrrverandi bankastarfsmaður. Aðspurð segja þau Kristján og Áslaug að þau hafi engar áhyggjur af Covid-19. Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Á hjúkrunarheimilinu Grund í Vesturbæ virðist allt vera að mjakast í eðlilegt horf eftir slæm tíðindi í upphafi þessarar viku. Stefnt er að því að leyfa heimilisfólki fljótlega að taka við gestum á ný. „Ástandið er bara mjög gott eftir atvikum en við erum ekki úr allri hættu,“ segir Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund. „Við erum bjartsýn að við sleppum við veikindi, það er aðalatriðið,“ bætir Helga við. Yfirlæknirinn segir að það sé léttir að ekki fór verr þegar starfsmaður og og tveir heimilismenn greindust smitaðir. „Við vissum auðvitað frá upphafi að við værum ekki að eiga við sama ástand og var fyrir bólusetningu, þannig að við getum sagt að við höfum verið miklu rólegri.“ segir hún þó. Helga Hansdóttir segir að bólusetningar hafi skilað góðum árangri og að hjúkrunarheimilið væri í mun verri málum ef ekki hefði verið í mun verri málum ef ekki hefði verið fyrir bólusetningar. Þá segir hún að ekki verði ráðist í jafninngripsmiklar aðgerðir núna og gert var í upphafi faraldurs Covid-19. Heimilismenn sakna heimsókna Ekki er að sjá á heimilismönnum Grundar að þeir óttist veiruna en þeir bíða spenntir eftir að mega taka við aðstandendum í heimsókn. „Það er verra að fá engan í heimsókn og maður má ekki fara neitt,“ segir Kristján Albertsson, heimilismaður á Grund og fyrrverandi bóndi. „Ég held að fólk sé mjög rólegt hérna, það fengu allir sprautur bara um leið. Svo maður er nokkuð öruggur, held ég,“ segir Áslaug Sigurðardóttir, heimilismaður á Grund og fyrrverandi bankastarfsmaður. Aðspurð segja þau Kristján og Áslaug að þau hafi engar áhyggjur af Covid-19.
Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira