Vonar að kindurnar í dalnum jarmi undir með sér Árni Sæberg skrifar 1. ágúst 2021 19:54 Magnús Kjartan Eyjólfsson mun stýra brekkusöng fyrir tómum Herjólfsdal í kvöld. Vísir/Stöð 2 Brekkusöngur á Þjóðhátíð fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt í sextíu manns hafa unnið að uppsetningu enda var ákveðið að bjóða upp á dagskrá í fullri stærð og svo getur fólk keypt sér aðgang að streymi. Einvalið tónlistarfólks mun koma fram á stóra sviðinu í Herjólfsdal í kvöld þrátt fyrir að engum verði hleypt inn í dalinn. Þrátt fyrir að lögregla muni sjá til þess að engir gestir verði í dalnum fékk Svava Kristín Grétarsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, þó að laumast í dalinn og skoða sviðið. Hún ræddi einnig við Magnús Kjartan Eyjólfsson sem mun stýra brekkusöngnum í fyrsta skipti í kvöld. Ljóst er að Eyjamenn munu ekki láta sér leiðast í kvöld en búist er við að þeir hópist saman, í hæfilega stóra hópa, og horfi saman á brekkusönginn. Þá munu þeir eflaust taka hraustlega undir og skemmta sér fram á kvöld eins og þeim einum er lagið. „Þetta bara leggst ofsalega vel í mig. Ég var svolítið stressaður í gær, yfir hvernig væri að spila svona fyrir engan í brekkunni en svo horfði ég bara inn í dalinn og sagði þetta verður bara geggjað,“ segir Magnús Kjartan í samtali við fréttastofu. Hann segir ekkert jafnast á við aðstæðurnar í dalnum og að hann sé búinn að reka augun í nokkrar kindur sem hann vonar að muni jarma undir með sér í kvöld. „Þetta verður bara fínt sko, ég hlakka mikið til,“ segir Magnús. Hann segir að það hafi verið erfitt að setja saman lagalista fyrir kvöldið enda séu ofboðslega mörg lög sem koma til greina. „Þegar ég var ráðinn var gert ráð fyrir að það yrðu hérna tuttugu þúsund manns í brekkunni og þá var ég kominn með nokkur lög sem eru kannski ekki þessi týpísku brekkulög, sem fólk hefði getað sungið með í brekkunni en ég dró aðeins úr því þegar ég áttaði mig á því að fólk ætti að vera fyrir framan sjónvarpið að syngja með,“ segir Magnús Kjartan. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
Einvalið tónlistarfólks mun koma fram á stóra sviðinu í Herjólfsdal í kvöld þrátt fyrir að engum verði hleypt inn í dalinn. Þrátt fyrir að lögregla muni sjá til þess að engir gestir verði í dalnum fékk Svava Kristín Grétarsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, þó að laumast í dalinn og skoða sviðið. Hún ræddi einnig við Magnús Kjartan Eyjólfsson sem mun stýra brekkusöngnum í fyrsta skipti í kvöld. Ljóst er að Eyjamenn munu ekki láta sér leiðast í kvöld en búist er við að þeir hópist saman, í hæfilega stóra hópa, og horfi saman á brekkusönginn. Þá munu þeir eflaust taka hraustlega undir og skemmta sér fram á kvöld eins og þeim einum er lagið. „Þetta bara leggst ofsalega vel í mig. Ég var svolítið stressaður í gær, yfir hvernig væri að spila svona fyrir engan í brekkunni en svo horfði ég bara inn í dalinn og sagði þetta verður bara geggjað,“ segir Magnús Kjartan í samtali við fréttastofu. Hann segir ekkert jafnast á við aðstæðurnar í dalnum og að hann sé búinn að reka augun í nokkrar kindur sem hann vonar að muni jarma undir með sér í kvöld. „Þetta verður bara fínt sko, ég hlakka mikið til,“ segir Magnús. Hann segir að það hafi verið erfitt að setja saman lagalista fyrir kvöldið enda séu ofboðslega mörg lög sem koma til greina. „Þegar ég var ráðinn var gert ráð fyrir að það yrðu hérna tuttugu þúsund manns í brekkunni og þá var ég kominn með nokkur lög sem eru kannski ekki þessi týpísku brekkulög, sem fólk hefði getað sungið með í brekkunni en ég dró aðeins úr því þegar ég áttaði mig á því að fólk ætti að vera fyrir framan sjónvarpið að syngja með,“ segir Magnús Kjartan.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira