Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Árni Sæberg skrifar 2. ágúst 2021 22:49 Eggert Eyjólfsson segir stöðuna á bráðamóttökunni alvarlega. Vísir/Vilhelm Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. Eggert benti á stöðu mála á bráðamóttökunni í Facebookfærslu í kvöld vegna fréttar Vísis af rútuslysi. Hann hefur áhyggjur af því að bráðamóttakan gæti ekki tekist á við alvarlegt hópslys ef slíkt kæmi upp. „Það er alveg augljóst að ef það hefðu verið fleiri en einn eða tveir alvarlega slasaðir í þessu slysi þá hefði Landspítalinn ekki getað sinnt þeim,“ segir Eggert í samtali við Vísi. „Við náttúrulega hefðum reynt að hlaupa hraðar og sinna tveimur þremur sjúklingum hver læknir en það boðar ekki gott þegar þú átt von á þrjátíu eða fjörutíu sjúklingum og þú ert með kannski fjögur eða fimm pláss á bráðamóttökunni til að skoða fólkið og engin pláss á sjúkrahúsinu til að leggja það inn,“ bætir hann við. Einungis eitt laust pláss fyrir alvarlega slasaða Samkvæmt færslunni er staðan á bráðamóttökunni í kvöld eftirfarandi: Laus pláss til að skoða mikið slasaða - 1 Laus pláss til að skoða nokkuð slasaða - 3 Laus pláss til að skoða lítið slasaða - 5 Laus pláss á gjörgæslu - 1 Laus pláss á almennum deildum - mínus 9 Eggert segir að starfsfólk Landspítalans hafi talað um þessa alvarlegu stöðu í mörg ár en að það hafi því miður talað fyrir daufum eyrum. Auk plássleysis er alvarleg mannekla ástæða þess að ekki sé hægt að taka við fleiri sjúklingum. Eggert segir að á hverjum tíma sé einungis einn vakthafandi sérfræðingur í bráðalækningum á vakt. Sá læknir hafi oftast einungis einn eða tvo minna reynda lækna sér til handar auk læknanema. Þá eru hjúkrunarfræðingar á deildinni alvarlega undirmannaðir. Eggert segir að enn eigi eftir að manna fjögur hundruð vaktir hjúkrunarfræðinga í sumar. Hópslysaáætlun Landspítalans gerir ráð fyrir að bráðamóttakan væri rýmd „Landspítalinn er með hópslysaáætlun sem gerir ráð fyrir að þeir sjúklingar sem geti útskrifast séu útskrifaðir strax og að bráðamóttakan verði tæmd af fólki sem þarf ekki lífsnauðsynlega að vera þar,“ segir Eggert. Eggert bendir á að hópslysaáætlun breyti því ekki að það sé bara einn sérfræðingur í bráðalækningum á vakt. Hann segir að Félag bráðalækna hafi bent á þá alvarlegu stöðu fyrr í sumar. „Ef eitthvað alvarlegt gerist er reynt að hringja fólk út og virkja fólk til að koma og hjálpa og maður myndi að sjálfsögðu gera það en það breytir því ekki að staðan á sjúkrahúsinu er bara ómöguleg,“ segir Eggert. Eggert segist vildi óska þess að ráðamenn hefðu hlustað á varnaðarorð lækna um að heilbrigðiskerfið sé ekki í stakk búið til að takast á við álag af völdum aukningu ferðamanna. Bent hafi verið á það fyrir rúmlega tíu árum síðan. „Heilbrigðiskerfið okkar á mjög bágt með það að sinna bara þeim sem búa hér, hvað þá gestum landsins,“ segir hann. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Eggert benti á stöðu mála á bráðamóttökunni í Facebookfærslu í kvöld vegna fréttar Vísis af rútuslysi. Hann hefur áhyggjur af því að bráðamóttakan gæti ekki tekist á við alvarlegt hópslys ef slíkt kæmi upp. „Það er alveg augljóst að ef það hefðu verið fleiri en einn eða tveir alvarlega slasaðir í þessu slysi þá hefði Landspítalinn ekki getað sinnt þeim,“ segir Eggert í samtali við Vísi. „Við náttúrulega hefðum reynt að hlaupa hraðar og sinna tveimur þremur sjúklingum hver læknir en það boðar ekki gott þegar þú átt von á þrjátíu eða fjörutíu sjúklingum og þú ert með kannski fjögur eða fimm pláss á bráðamóttökunni til að skoða fólkið og engin pláss á sjúkrahúsinu til að leggja það inn,“ bætir hann við. Einungis eitt laust pláss fyrir alvarlega slasaða Samkvæmt færslunni er staðan á bráðamóttökunni í kvöld eftirfarandi: Laus pláss til að skoða mikið slasaða - 1 Laus pláss til að skoða nokkuð slasaða - 3 Laus pláss til að skoða lítið slasaða - 5 Laus pláss á gjörgæslu - 1 Laus pláss á almennum deildum - mínus 9 Eggert segir að starfsfólk Landspítalans hafi talað um þessa alvarlegu stöðu í mörg ár en að það hafi því miður talað fyrir daufum eyrum. Auk plássleysis er alvarleg mannekla ástæða þess að ekki sé hægt að taka við fleiri sjúklingum. Eggert segir að á hverjum tíma sé einungis einn vakthafandi sérfræðingur í bráðalækningum á vakt. Sá læknir hafi oftast einungis einn eða tvo minna reynda lækna sér til handar auk læknanema. Þá eru hjúkrunarfræðingar á deildinni alvarlega undirmannaðir. Eggert segir að enn eigi eftir að manna fjögur hundruð vaktir hjúkrunarfræðinga í sumar. Hópslysaáætlun Landspítalans gerir ráð fyrir að bráðamóttakan væri rýmd „Landspítalinn er með hópslysaáætlun sem gerir ráð fyrir að þeir sjúklingar sem geti útskrifast séu útskrifaðir strax og að bráðamóttakan verði tæmd af fólki sem þarf ekki lífsnauðsynlega að vera þar,“ segir Eggert. Eggert bendir á að hópslysaáætlun breyti því ekki að það sé bara einn sérfræðingur í bráðalækningum á vakt. Hann segir að Félag bráðalækna hafi bent á þá alvarlegu stöðu fyrr í sumar. „Ef eitthvað alvarlegt gerist er reynt að hringja fólk út og virkja fólk til að koma og hjálpa og maður myndi að sjálfsögðu gera það en það breytir því ekki að staðan á sjúkrahúsinu er bara ómöguleg,“ segir Eggert. Eggert segist vildi óska þess að ráðamenn hefðu hlustað á varnaðarorð lækna um að heilbrigðiskerfið sé ekki í stakk búið til að takast á við álag af völdum aukningu ferðamanna. Bent hafi verið á það fyrir rúmlega tíu árum síðan. „Heilbrigðiskerfið okkar á mjög bágt með það að sinna bara þeim sem búa hér, hvað þá gestum landsins,“ segir hann.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31