Mesti klaufi Ólympíuleikanna eða féll hún bara á eigin hroka? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 10:00 Shericka Jackson kom bara á léttu skokki í markið og missti af undanúrslitunum og um leið af tækifærinu að vinna til verðlauna í 200 metra hlaupinu. AP/Petr David Josek Shericka Jackson frá Jamaíku er einn besti spretthlaupari heims. Hún verður þó hvergi sjáanleg þegar keppt verður í úrslitahlaupi 200 metranna á Ólympíuleikanna í Tókýó í dag. Ástæðan er ekki getuleysi eða meiðsli heldur ótrúlegur endir á hlaupi hennar í undanrásum 200 metranna. 'That s just arrogance. Just assume your opponents can t catch you. Really poor'What on earth was she thinking?! #Olympics #Tokyo2020 https://t.co/XqnNlpdUuM— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 2, 2021 Það er ekki hægt að kenna reynsluleysi um enda Shericka orðin 27 ára gömul. Hæfileikarnir eru til staðar og það sýndi hún í 100 metra hlaupinu þar sem hún fékk bronsverðlaun en hennar besta grein hefur verið 400 metra hlaup. Hún ætti því að vera í góðum málum í 200 metra hlaupinu. Þá snúum við okkur aftur að undanrásum í 200 metra hlaupi. Shericka Jackson keyrði vel af stað og var í frábærum málum í öðru sætinu eftir fyrstu 150 metrana. Af einhverri ástæðu þá ákvað Shericka hins vegar allt í einu að slaka á og skokka síðustu 50 metrana í marki. Landi hennar Usain Bolt var þekktur fyrir að gera þetta þegar hann var að rústa sínum hlaupum en hvort sem það var hroki eða hugsunarleysi þá tókst Shericku með þessu algjörlega að klúðra hlaupinu. Hún kom í mark á 23.26 sekúndum en hafði þá missti þrjár fram úr sér, Lorene Bazolo frá Portúgal, Dalia Kaddari frá Ítalíu og Anthonique Strachan frá Bahamaeyjum. Þær komust allar áfram en Jackson sat eftir þar sem tíminn hennar var ekki nógu góður. Hún missti því ekki aðeins af úrslitahlaupinu heldur líka af undanúrslitahlaupinu. Jamaíka vann þrefalt í 100 metra hlaupinu og átti einnig möguleika á að koma þremur á pall í 200 metra hlaupinu. Af því verður ekki og Shericka hefur verið gagnrýnd harðlega í heimalandinu. Hér fyrir neðan má sjá hlaupið og þennan stórfurðulega endi. watch on YouTube Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Jamaíka Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Sjá meira
Ástæðan er ekki getuleysi eða meiðsli heldur ótrúlegur endir á hlaupi hennar í undanrásum 200 metranna. 'That s just arrogance. Just assume your opponents can t catch you. Really poor'What on earth was she thinking?! #Olympics #Tokyo2020 https://t.co/XqnNlpdUuM— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 2, 2021 Það er ekki hægt að kenna reynsluleysi um enda Shericka orðin 27 ára gömul. Hæfileikarnir eru til staðar og það sýndi hún í 100 metra hlaupinu þar sem hún fékk bronsverðlaun en hennar besta grein hefur verið 400 metra hlaup. Hún ætti því að vera í góðum málum í 200 metra hlaupinu. Þá snúum við okkur aftur að undanrásum í 200 metra hlaupi. Shericka Jackson keyrði vel af stað og var í frábærum málum í öðru sætinu eftir fyrstu 150 metrana. Af einhverri ástæðu þá ákvað Shericka hins vegar allt í einu að slaka á og skokka síðustu 50 metrana í marki. Landi hennar Usain Bolt var þekktur fyrir að gera þetta þegar hann var að rústa sínum hlaupum en hvort sem það var hroki eða hugsunarleysi þá tókst Shericku með þessu algjörlega að klúðra hlaupinu. Hún kom í mark á 23.26 sekúndum en hafði þá missti þrjár fram úr sér, Lorene Bazolo frá Portúgal, Dalia Kaddari frá Ítalíu og Anthonique Strachan frá Bahamaeyjum. Þær komust allar áfram en Jackson sat eftir þar sem tíminn hennar var ekki nógu góður. Hún missti því ekki aðeins af úrslitahlaupinu heldur líka af undanúrslitahlaupinu. Jamaíka vann þrefalt í 100 metra hlaupinu og átti einnig möguleika á að koma þremur á pall í 200 metra hlaupinu. Af því verður ekki og Shericka hefur verið gagnrýnd harðlega í heimalandinu. Hér fyrir neðan má sjá hlaupið og þennan stórfurðulega endi. watch on YouTube
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Jamaíka Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Sjá meira