Alþjóðaólympíunefndin krefst útskýringa af Hvíta-Rússlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. ágúst 2021 09:01 Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta Rússland um útskýringar á meðferð Ólympíuliðs landsins á Krystsinu Tsimanouskayu. Getty/EPA Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta-Rússland um að skila inn skýrslu síðar í dag um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlaupara, sem flúði lið sitt og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya leitaði á laugardag skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó eftir að þjálfarar hennar höfðu reynt að senda hana nauðuga heim til Hvíta-Rússlands frá Tókýó, þar sem hún átti að keppa í spretthlaupi á mánudag. Fréttastofa Reuters greinir frá. Pólland hefur veitt Tsimanouskayu dvalarleyfi af mannúðarástæðum og hefur hún sótt um pólitískt hæli í landinu. Áætlað er að Tsimanouskaya fljúgi frá Tókýó til Varsjár á morgun, miðvikudag. Eiginmaður Tsimanouskayu, Arseni Zhdavenich, flúði Hvíta-Rússlands í gær og er kominn yfir til Úkraínu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði í gær stjórn Alexanders Lúkasjenkó forseta í Hvíta-Rússlandi um óþolandi kúgun, sem væri farin að smitast út fyrir landsteinana. Tsimanouskaya var tekin úr keppnisliði Hvíta-Rússlands á laugardag, að hennar sögn vegna þess að hún hafði gagnrýnt þjálfara sína á samskiptamiðlinum Telegram. Gagnrýnin snerist að því að þjálfararnir höfðu skráð hana til leiks í 400 metra boðhlaupi vegna þess að liðsmenn hennar, sem áttu að keppa í greininni, voru ekki með keppnisleyfi því tilskilin lyfjapróf vantaði. Ólympíunefnd Hvíta-Rússlands hefur haldið öðru fram og tilkynntu þjálfarar Tsimanouskayu að hún hafi verið tekin úr liðinu að læknisráði vegna andlegrar líðan hennar. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Hvíta-Rússland Pólland Tengdar fréttir Hvítrússneski spretthlauparinn komin í pólska sendiráðið og ætlar að sækja um hæli Hvítrússneskur spretthlaupari, sem hefur verið tekin úr keppnisliði landsins og sakar stjórnvöld um að ætla að flytja sig nauðuga heim, gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó í morgun og mun sækja um pólitískt hæli í landinu. 2. ágúst 2021 07:35 Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya leitaði á laugardag skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó eftir að þjálfarar hennar höfðu reynt að senda hana nauðuga heim til Hvíta-Rússlands frá Tókýó, þar sem hún átti að keppa í spretthlaupi á mánudag. Fréttastofa Reuters greinir frá. Pólland hefur veitt Tsimanouskayu dvalarleyfi af mannúðarástæðum og hefur hún sótt um pólitískt hæli í landinu. Áætlað er að Tsimanouskaya fljúgi frá Tókýó til Varsjár á morgun, miðvikudag. Eiginmaður Tsimanouskayu, Arseni Zhdavenich, flúði Hvíta-Rússlands í gær og er kominn yfir til Úkraínu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði í gær stjórn Alexanders Lúkasjenkó forseta í Hvíta-Rússlandi um óþolandi kúgun, sem væri farin að smitast út fyrir landsteinana. Tsimanouskaya var tekin úr keppnisliði Hvíta-Rússlands á laugardag, að hennar sögn vegna þess að hún hafði gagnrýnt þjálfara sína á samskiptamiðlinum Telegram. Gagnrýnin snerist að því að þjálfararnir höfðu skráð hana til leiks í 400 metra boðhlaupi vegna þess að liðsmenn hennar, sem áttu að keppa í greininni, voru ekki með keppnisleyfi því tilskilin lyfjapróf vantaði. Ólympíunefnd Hvíta-Rússlands hefur haldið öðru fram og tilkynntu þjálfarar Tsimanouskayu að hún hafi verið tekin úr liðinu að læknisráði vegna andlegrar líðan hennar.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Hvíta-Rússland Pólland Tengdar fréttir Hvítrússneski spretthlauparinn komin í pólska sendiráðið og ætlar að sækja um hæli Hvítrússneskur spretthlaupari, sem hefur verið tekin úr keppnisliði landsins og sakar stjórnvöld um að ætla að flytja sig nauðuga heim, gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó í morgun og mun sækja um pólitískt hæli í landinu. 2. ágúst 2021 07:35 Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Hvítrússneski spretthlauparinn komin í pólska sendiráðið og ætlar að sækja um hæli Hvítrússneskur spretthlaupari, sem hefur verið tekin úr keppnisliði landsins og sakar stjórnvöld um að ætla að flytja sig nauðuga heim, gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó í morgun og mun sækja um pólitískt hæli í landinu. 2. ágúst 2021 07:35
Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02