Tölvuleikjum lýst í Kína sem rafrænum fíkniefnum Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2021 09:56 Í umræddri grein er kallað eftir því að yfirvöld þvingi leikjafyrirtæki til að koma í veg fyrir tölvuleikjafíkn meðal ungmenna. Getty Verðmæti hlutabréfa kínverska fyrirtækisins Tencent hefur lækkað töluvert í kjölfar þess að ríkismiðlar Kína sögðu tölvuleiki vera „andlegt ópíum“ og „rafræn fíkniefni“. Þá hafa yfirvöld í Kína unnið að því að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki landsins á undanförnum mánuðum. Tencent er meðal annars umfangsmikið á sviði símaleikja. Önnur fyrirtæki á þessu sviðið hafa einnig lækkað í virði í Kína. Samkvæmt frétt Sky News gerist það í kjölfar þess að ríkismiðill varaði við því að ungt fólk væri að ánetjast tölvuleikjum og var kallað eftir því að gripið yrði til aðgerða gegn iðnaðinum. Beindi miðillinn spjótum sínum sérstaklega að leiknum Honour of kings og sagði nemendur spila þann leik í allt að átta tíma á dag. Tencent sendi í kjölfarið út tilkynningu um að starfsmenn fyrirtækisins myndu koma á leiðum til að draga úr aðgengi barna að leikjum og hve löngum tíma hægt sé að verja í þeim.Getty/VNG Greinin birtist í dagblaðinu Economic Information Daily, sem er tengt Xinhua, stærstu ríkisreknu fréttaveitu Kína. Þar segir að ekki megi leyfa nokkrum iðnaði eða íþrótt að þróast á þann hátt að hann eyðileggi heila kynslóð. Kallað er eftir því að yfirvöld þvingi leikjafyrirtæki til að koma í veg fyrir tölvuleikjafíkn meðal ungmenna. Tencent sendi í kjölfarið út tilkynningu um að starfsmenn fyrirtækisins myndu koma á leiðum til að draga úr aðgengi barna að leikjum og hve löngum tíma hægt sé að verja í þeim. Í frétt Reuters segir að hlutabréf Tencent hafi skoppað til baka eftir að umrædd grein var fjarlægð af vef EID og samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir það séu fjárfestar á nálum og þykir greinin til marks um að von sé á frekari aðgerðum gegn tæknifyrirtækjum í Kína. Kína Leikjavísir Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tencent er meðal annars umfangsmikið á sviði símaleikja. Önnur fyrirtæki á þessu sviðið hafa einnig lækkað í virði í Kína. Samkvæmt frétt Sky News gerist það í kjölfar þess að ríkismiðill varaði við því að ungt fólk væri að ánetjast tölvuleikjum og var kallað eftir því að gripið yrði til aðgerða gegn iðnaðinum. Beindi miðillinn spjótum sínum sérstaklega að leiknum Honour of kings og sagði nemendur spila þann leik í allt að átta tíma á dag. Tencent sendi í kjölfarið út tilkynningu um að starfsmenn fyrirtækisins myndu koma á leiðum til að draga úr aðgengi barna að leikjum og hve löngum tíma hægt sé að verja í þeim.Getty/VNG Greinin birtist í dagblaðinu Economic Information Daily, sem er tengt Xinhua, stærstu ríkisreknu fréttaveitu Kína. Þar segir að ekki megi leyfa nokkrum iðnaði eða íþrótt að þróast á þann hátt að hann eyðileggi heila kynslóð. Kallað er eftir því að yfirvöld þvingi leikjafyrirtæki til að koma í veg fyrir tölvuleikjafíkn meðal ungmenna. Tencent sendi í kjölfarið út tilkynningu um að starfsmenn fyrirtækisins myndu koma á leiðum til að draga úr aðgengi barna að leikjum og hve löngum tíma hægt sé að verja í þeim. Í frétt Reuters segir að hlutabréf Tencent hafi skoppað til baka eftir að umrædd grein var fjarlægð af vef EID og samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir það séu fjárfestar á nálum og þykir greinin til marks um að von sé á frekari aðgerðum gegn tæknifyrirtækjum í Kína.
Kína Leikjavísir Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira