Yljar sér enn við að hafa pissað upp á jökli á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. ágúst 2021 13:15 Kit Harrington var reglulegur gestur á Íslandi. MYND/GETTY/KEARSTIN PETERSON Game of Thrones stjarnan Kit Harrington er sannkallaður Íslandsvinur eftir að hafa eytt dágóðum tíma hér á landi við gerð þáttanna ofurvinsælu. Hann segir að eitt augnablik hér á landi nýtist honum alltaf þegar hann verður pirraður í vinnunni. Harrington lék eitt af aðalhlutverkunum í Game of Thrones, hlutverk Jon Snow. Töluverður hluti af sögulínu hans var tekinn upp hér á landi og eyddi Harrington því drjúgum tíma á Íslandi. Í viðtali við útvarpsmanninn Jess Cagle lýsti Harrington augnablikinu sem hann upplifði hér á landi sem nýtist honum vel enn þann dag í dag. „Við vorum að taka upp á þessum stórkostlega jökli á Íslandi. Ég skrapp frá og pissaði, bara einhvers staðar í óbyggðum Íslands,“ hefur EW eftir Harrington. „Ég leit yfir jökulinn og ég hugsaði með mér: „Maður lifandi, ég er með bestu vinnu í heiminum“. Þetta hefur alltaf fylgt mér síðan. Ef ég er eitthvað fúll í vinnunni, sem kemur fyrir, þá hugsa ég um þetta augnablik og ég hugsa með mér: „Þú ert í ansi góðri vinnu.““ Á vef EW kemur fram að Harrington hafi tekið sér þetta augnablik við tökur á þáttaröð tvö, en það var þá sem hann kynntist eiginkonu sinni, Lesie Rose, sem lék Ygritte í þáttunum vinsælu. Hefur Harrington lýst því hvernig þau hafi orðið ástfangin á Íslandi við tökur á þáttunum. Fréttastofa heimsótti tökustað Game of Thrones við rætur Vatnajökuls árið 2011 og ræddi við aðstandendur. Hægt er að sjá innslagið hér fyrir neðan. Klippa: Heimsókn á tökustað - Game of Thrones á Svínafellsjökli Hollywood Game of Thrones Íslandsvinir Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Tökur hafnar á House of the Dragon Tökur eru hafnar á þáttunum House of the Dragon, sem er úr smiðjum HBO og byggja á bókum George RR Martin, A Song of Ice and Fire og öðrum. Það eru sömu bækur og þættirnir vinsælu Game of Thrones byggðu á. 29. apríl 2021 13:34 Sagði mótleikaranum að hætta að væla yfir því að hafa þurft að vinna á Íslandi Emilia Clarke, sem leikur Daenerys Targaryen í Game of Throns þáttunum sívinsælu sagði Kit Harrington, mótleikara hennar sem leikur Jon Snow, að hætta að væla yfir því að hafa þurft að taka upp atriði fyrir þættina í kuldanum á Íslandi. Aðrir leikarar hafi ekki haft það mikið betra en hann. 4. apríl 2019 15:06 Yrti ekki á Harrington í þrjá daga eftir að hann sagði henni hvernig Game of Thrones endar Rose Leslie, eiginkona Kit Harrington, sem leikur Jon Snow í Game of Thrones þáttunum vinsælu, talaði ekki við eiginmann sinn í þrjá daga eftir að hann sagði henni hvernig síðasta þáttaröð Game of Thrones endar. 3. febrúar 2019 22:30 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Harrington lék eitt af aðalhlutverkunum í Game of Thrones, hlutverk Jon Snow. Töluverður hluti af sögulínu hans var tekinn upp hér á landi og eyddi Harrington því drjúgum tíma á Íslandi. Í viðtali við útvarpsmanninn Jess Cagle lýsti Harrington augnablikinu sem hann upplifði hér á landi sem nýtist honum vel enn þann dag í dag. „Við vorum að taka upp á þessum stórkostlega jökli á Íslandi. Ég skrapp frá og pissaði, bara einhvers staðar í óbyggðum Íslands,“ hefur EW eftir Harrington. „Ég leit yfir jökulinn og ég hugsaði með mér: „Maður lifandi, ég er með bestu vinnu í heiminum“. Þetta hefur alltaf fylgt mér síðan. Ef ég er eitthvað fúll í vinnunni, sem kemur fyrir, þá hugsa ég um þetta augnablik og ég hugsa með mér: „Þú ert í ansi góðri vinnu.““ Á vef EW kemur fram að Harrington hafi tekið sér þetta augnablik við tökur á þáttaröð tvö, en það var þá sem hann kynntist eiginkonu sinni, Lesie Rose, sem lék Ygritte í þáttunum vinsælu. Hefur Harrington lýst því hvernig þau hafi orðið ástfangin á Íslandi við tökur á þáttunum. Fréttastofa heimsótti tökustað Game of Thrones við rætur Vatnajökuls árið 2011 og ræddi við aðstandendur. Hægt er að sjá innslagið hér fyrir neðan. Klippa: Heimsókn á tökustað - Game of Thrones á Svínafellsjökli
Hollywood Game of Thrones Íslandsvinir Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Tökur hafnar á House of the Dragon Tökur eru hafnar á þáttunum House of the Dragon, sem er úr smiðjum HBO og byggja á bókum George RR Martin, A Song of Ice and Fire og öðrum. Það eru sömu bækur og þættirnir vinsælu Game of Thrones byggðu á. 29. apríl 2021 13:34 Sagði mótleikaranum að hætta að væla yfir því að hafa þurft að vinna á Íslandi Emilia Clarke, sem leikur Daenerys Targaryen í Game of Throns þáttunum sívinsælu sagði Kit Harrington, mótleikara hennar sem leikur Jon Snow, að hætta að væla yfir því að hafa þurft að taka upp atriði fyrir þættina í kuldanum á Íslandi. Aðrir leikarar hafi ekki haft það mikið betra en hann. 4. apríl 2019 15:06 Yrti ekki á Harrington í þrjá daga eftir að hann sagði henni hvernig Game of Thrones endar Rose Leslie, eiginkona Kit Harrington, sem leikur Jon Snow í Game of Thrones þáttunum vinsælu, talaði ekki við eiginmann sinn í þrjá daga eftir að hann sagði henni hvernig síðasta þáttaröð Game of Thrones endar. 3. febrúar 2019 22:30 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Tökur hafnar á House of the Dragon Tökur eru hafnar á þáttunum House of the Dragon, sem er úr smiðjum HBO og byggja á bókum George RR Martin, A Song of Ice and Fire og öðrum. Það eru sömu bækur og þættirnir vinsælu Game of Thrones byggðu á. 29. apríl 2021 13:34
Sagði mótleikaranum að hætta að væla yfir því að hafa þurft að vinna á Íslandi Emilia Clarke, sem leikur Daenerys Targaryen í Game of Throns þáttunum sívinsælu sagði Kit Harrington, mótleikara hennar sem leikur Jon Snow, að hætta að væla yfir því að hafa þurft að taka upp atriði fyrir þættina í kuldanum á Íslandi. Aðrir leikarar hafi ekki haft það mikið betra en hann. 4. apríl 2019 15:06
Yrti ekki á Harrington í þrjá daga eftir að hann sagði henni hvernig Game of Thrones endar Rose Leslie, eiginkona Kit Harrington, sem leikur Jon Snow í Game of Thrones þáttunum vinsælu, talaði ekki við eiginmann sinn í þrjá daga eftir að hann sagði henni hvernig síðasta þáttaröð Game of Thrones endar. 3. febrúar 2019 22:30