Lífið

Yljar sér enn við að hafa pissað upp á jökli á Íslandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kit Harrington var reglulegur gestur á Íslandi.
Kit Harrington var reglulegur gestur á Íslandi. MYND/GETTY/KEARSTIN PETERSON

Game of Thrones stjarnan Kit Harrington er sannkallaður Íslandsvinur eftir að hafa eytt dágóðum tíma hér á landi við gerð þáttanna ofurvinsælu. Hann segir að eitt augnablik hér á landi nýtist honum alltaf þegar hann verður pirraður í vinnunni.

Harrington lék eitt af aðalhlutverkunum í Game of Thrones, hlutverk Jon Snow. Töluverður hluti af sögulínu hans var tekinn upp hér á landi og eyddi Harrington því drjúgum tíma á Íslandi.

Í viðtali við útvarpsmanninn Jess Cagle lýsti Harrington augnablikinu sem hann upplifði hér á landi sem nýtist honum vel enn þann dag í dag.

„Við vorum að taka upp á þessum stórkostlega jökli á Íslandi. Ég skrapp frá og pissaði, bara einhvers staðar í óbyggðum Íslands,“ hefur EW eftir Harrington.

„Ég leit yfir jökulinn og ég hugsaði með mér: „Maður lifandi, ég er með bestu vinnu í heiminum“. Þetta hefur alltaf fylgt mér síðan. Ef ég er eitthvað fúll í vinnunni, sem kemur fyrir, þá hugsa ég um þetta augnablik og ég hugsa með mér: „Þú ert í ansi góðri vinnu.““

Á vef EW kemur fram að Harrington hafi tekið sér þetta augnablik við tökur á þáttaröð tvö, en það var þá sem hann kynntist eiginkonu sinni, Lesie Rose, sem lék Ygritte í þáttunum vinsælu. Hefur Harrington lýst því hvernig þau hafi orðið ástfangin á Íslandi við tökur á þáttunum.

Fréttastofa heimsótti tökustað Game of Thrones við rætur Vatnajökuls árið 2011 og ræddi við aðstandendur. Hægt er að sjá innslagið hér fyrir neðan.

Klippa: Heimsókn á tökustað - Game of Thrones á Svínafellsjökli

Tengdar fréttir

Tökur hafnar á House of the Dragon

Tökur eru hafnar á þáttunum House of the Dragon, sem er úr smiðjum HBO og byggja á bókum George RR Martin, A Song of Ice and Fire og öðrum. Það eru sömu bækur og þættirnir vinsælu Game of Thrones byggðu á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×