Thompson-Herah bætti gullinu í 200 metrunum við gullið sitt í 100 metrunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 13:02 Elaine Thompson-Herah fagnar sigri sínum í dag. AP/Petr David Josek Elaine Thompson-Herah frá Jamaíka er spretthlaupsdrottning Ólympíuleikanna í Tókýó eftir sigur í úrslitum 200 metra hlaupsins í dag. Ungar hlaupakonur voru að gera góða hluti í bæði 200 og 800 metrunum. Thompson-Herah vann hundrað metrana á dögunum og enginn átti svar við henni heldur í tvö hundruð metrunum í dag. Hún endurtók þannig leikinn frá því í Ríó fyrir fimm árum þegar hún vann einnig báðar þessar greinar. Þessu hefur engin kona náð í sögunni. Thompson-Herah kom í mark á 21,53 sekúndum sem er nýtt landsmet og næstbesti tími sögunnar. Met Florence Griffith Joyner frá Ólympíuleikunum í Seoul 1988 er 21,34 sekúndur og lifir áfram. Hin átján ára gamla Christine Mboma kom önnur í mark á nýju heimsmeti tuttugu ára og yngri en hún átti rosalegan endasprett og kláraði á 21,81 sekúndum. Hin bandaríska Gabrielle Thomas vann bronsið á 21,87 sekúndum en goðsögnin frá Jamaíka varð að sætta sig við fjórða sætið og að rétt missa af verðlaunum. Tvær nítján ára stelpur voru efstar í úrslitum 800 metra hlaups kvenna en þær fimm efstu hlupu allar á nýju persónulegu meti í frábæru hlaupi. Hin bandaríska Athing Mu varð Ólympíumeistari á nýju bandarísku meti og landa hennar Raevyn Rogers náði síðan bronsinu við marklínuna. Hin breska Keely Hodgkinson tók silfrið á nýju bresku meti en bæði hún og Mu eru fæddar árið 2002. Landa Keely, Jemma Reekie, var í verðlaunasæti í lokin en rétt missti síðan af þriðja sætinu. Mu hljóp á 1:55.21 mín. en Hodgkinson kom í mark á 1:55.88 mín. Báðar voru að hlaupa undir heimsmeti tuttugu ára og yngri og þær eru líklegar til að keppa um gullið í þessari grein á stórmótum næstu ára. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Sjá meira
Thompson-Herah vann hundrað metrana á dögunum og enginn átti svar við henni heldur í tvö hundruð metrunum í dag. Hún endurtók þannig leikinn frá því í Ríó fyrir fimm árum þegar hún vann einnig báðar þessar greinar. Þessu hefur engin kona náð í sögunni. Thompson-Herah kom í mark á 21,53 sekúndum sem er nýtt landsmet og næstbesti tími sögunnar. Met Florence Griffith Joyner frá Ólympíuleikunum í Seoul 1988 er 21,34 sekúndur og lifir áfram. Hin átján ára gamla Christine Mboma kom önnur í mark á nýju heimsmeti tuttugu ára og yngri en hún átti rosalegan endasprett og kláraði á 21,81 sekúndum. Hin bandaríska Gabrielle Thomas vann bronsið á 21,87 sekúndum en goðsögnin frá Jamaíka varð að sætta sig við fjórða sætið og að rétt missa af verðlaunum. Tvær nítján ára stelpur voru efstar í úrslitum 800 metra hlaups kvenna en þær fimm efstu hlupu allar á nýju persónulegu meti í frábæru hlaupi. Hin bandaríska Athing Mu varð Ólympíumeistari á nýju bandarísku meti og landa hennar Raevyn Rogers náði síðan bronsinu við marklínuna. Hin breska Keely Hodgkinson tók silfrið á nýju bresku meti en bæði hún og Mu eru fæddar árið 2002. Landa Keely, Jemma Reekie, var í verðlaunasæti í lokin en rétt missti síðan af þriðja sætinu. Mu hljóp á 1:55.21 mín. en Hodgkinson kom í mark á 1:55.88 mín. Báðar voru að hlaupa undir heimsmeti tuttugu ára og yngri og þær eru líklegar til að keppa um gullið í þessari grein á stórmótum næstu ára.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Sjá meira